Hvar er best að búa? 270 fermetra hús á 33 milljónir í Kanada Stefán Árni Pálsson skrifar 5. september 2017 12:30 Sveinbjörn og Kristín hafa það gott í Kanada. „Við erum hamingjusamari hér en á Íslandi, allavega ég,” segir Sveinbjörn Árnason en hann flutti ásamt eiginkonu sinni Kristínu Hörpu Katrínardóttur og syni þeirra til Halifax í Kanada árið 2010. Þau stóðu þá á tímamótum, Kristínu langaði í nám og þau ákváðu að flytja úr landi. Fjölskyldan er heimsótt í þáttaröðinni Hvar er best að búa? sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Þau hafa nú búið í Halifax í sjö ár, hafa komið sér vel fyrir og eru ekki á leiðinni heim aftur. Þegar þau voru heimsótt í byrjun árs höfðu þau þegar sótt um ríkisborgararétt og biðu eftir honum. Þau búa í 270 fermetra húsi á 3 hæðum sem þau tóku á kaupleigu og hyggjast kaupa húsið þegar þau eru orðin kanadískir ríkisborgarar en fyrr geta þau ekki tekið húsnæðislán. “Við vorum neydd til að lifa hér án þess að geta farið og fengið yfirdrátt eða lán. Sem hefur kennt okkur að eiga fyrir hlutunum,” segir Sveinbjörn. En fasteignaverð og lánskjör eru umtalsvert önnur í Halifax en í höfuðborg Íslands. Húsið sem þau búa í er metið á um 450 þúsund kanadíska dollara, sem jafngilti við vinnslu þáttarins um 33 milljónum kr. ísl. Það er hins vegar til marks um óstöðugleika krónunnar að í dag jafngildir sú upphæð tæplega 38 millj. kr. Þau reiknuðu með að geta borgað út 20% af andvirði hússins og hyggjast taka um 26 millj. kr. að láni. Af þeim væru þau að borga u.þ.b. 110.000 kr. íslenskar á mánuði. “Og þú sérð höfuðstólinn lækka í hverjum mánuði,” segir hann og bætir við: “Ég hef aldrei heyrt neinn segja neitt slæmt um bankann sinn eða bílalánið sitt, það er ekki til hérna.” Kristín Harpa og Svenni eru meðal þeirra Íslendinga sem rætt er við í þáttaröð Lóu Pind: „Hvar er best að búa?” Í þáttunum fer Lóa ásamt tökumanni til 6 landa og 7 borga í 3 heimsálfum að heimsækja Íslendinga sem ákváðu að prófa að búa í útlöndum. Sjötti þátturinn verður sýndur á Stöð 2 í kvöld kl. 19:45. Lokaþátturinn verður eftir viku en þá skyggnumst við inn í líf fimm manna fjölskyldu sem flutti til Kanarí. Umsjón og framleiðsla þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumenn eru Egill Aðalsteinsson og Friðrik Friðriksson, klippingu annast Ómar Daði Kristjánsson. Hvar er best að búa? Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
„Við erum hamingjusamari hér en á Íslandi, allavega ég,” segir Sveinbjörn Árnason en hann flutti ásamt eiginkonu sinni Kristínu Hörpu Katrínardóttur og syni þeirra til Halifax í Kanada árið 2010. Þau stóðu þá á tímamótum, Kristínu langaði í nám og þau ákváðu að flytja úr landi. Fjölskyldan er heimsótt í þáttaröðinni Hvar er best að búa? sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Þau hafa nú búið í Halifax í sjö ár, hafa komið sér vel fyrir og eru ekki á leiðinni heim aftur. Þegar þau voru heimsótt í byrjun árs höfðu þau þegar sótt um ríkisborgararétt og biðu eftir honum. Þau búa í 270 fermetra húsi á 3 hæðum sem þau tóku á kaupleigu og hyggjast kaupa húsið þegar þau eru orðin kanadískir ríkisborgarar en fyrr geta þau ekki tekið húsnæðislán. “Við vorum neydd til að lifa hér án þess að geta farið og fengið yfirdrátt eða lán. Sem hefur kennt okkur að eiga fyrir hlutunum,” segir Sveinbjörn. En fasteignaverð og lánskjör eru umtalsvert önnur í Halifax en í höfuðborg Íslands. Húsið sem þau búa í er metið á um 450 þúsund kanadíska dollara, sem jafngilti við vinnslu þáttarins um 33 milljónum kr. ísl. Það er hins vegar til marks um óstöðugleika krónunnar að í dag jafngildir sú upphæð tæplega 38 millj. kr. Þau reiknuðu með að geta borgað út 20% af andvirði hússins og hyggjast taka um 26 millj. kr. að láni. Af þeim væru þau að borga u.þ.b. 110.000 kr. íslenskar á mánuði. “Og þú sérð höfuðstólinn lækka í hverjum mánuði,” segir hann og bætir við: “Ég hef aldrei heyrt neinn segja neitt slæmt um bankann sinn eða bílalánið sitt, það er ekki til hérna.” Kristín Harpa og Svenni eru meðal þeirra Íslendinga sem rætt er við í þáttaröð Lóu Pind: „Hvar er best að búa?” Í þáttunum fer Lóa ásamt tökumanni til 6 landa og 7 borga í 3 heimsálfum að heimsækja Íslendinga sem ákváðu að prófa að búa í útlöndum. Sjötti þátturinn verður sýndur á Stöð 2 í kvöld kl. 19:45. Lokaþátturinn verður eftir viku en þá skyggnumst við inn í líf fimm manna fjölskyldu sem flutti til Kanarí. Umsjón og framleiðsla þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumenn eru Egill Aðalsteinsson og Friðrik Friðriksson, klippingu annast Ómar Daði Kristjánsson.
Hvar er best að búa? Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira