Segir hugmyndir um borgarlínu óhagkvæmar og óraunhæfar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. september 2017 20:00 Leiðir sem fyrirhuguð borgarlína mun aka. mynd/borgarlinan.is Borgaryfirvöld ættu að endurskoða hugmyndir sínar um borgarlínu með tilliti til væntanlegrar þróunar í sjálfkeyrandi bílum. Þetta segir umferðarverkfræðingur sem telur áform um léttlest óhagkvæmar. Eðlilegra sé að ráðstafa þeim fjármunum sem verja á í lestarsamgöngur í uppbyggingu samgöngumannvirkja. Borgarlína er hraðvagnakerfi líkt og þekkist í flestum stórborgum. Markmiðið er að auka hlutdeild almenningssamgangna úr fjórum prósentum í að minnsta kosti tólf prósent af heildarferðum innan höfuðborgarsvæðisins árið 2040, og kemur til með að kosta um sjötíu milljarða.Þórarinn Hjaltason segir eðlilegra að ráðstafa þeim sjötíu milljörðum sem eiga að fara í lestarsamgöngur í uppbyggingu samgöngumannvirkja, segir umferðarverkfræðingur.Þórarinn Hjaltason, umferðarverkfræðingur, segir þessar hugmyndir óhagkvæmar og hvetur borgaryfirvöld til þess að kynna sér þá þróun sem sé að eiga sér stað. Sjálfkeyrandi bílar séu framtíðin og að þar af leiðandi sé óraunhæft að fara í svo kostnaðarsamar aðgerðir. „Mér hugnast þessar hugmyndir ekki vel eins og þær líta út núna í síðustu tillögum. Ég held að þarna sé verið að taka mikla áhættu og ég tel að þetta verði ekki hagkvæmt. Jafnvel þó þetta yrði hagkvæmt þá er ég nokkuð viss um að önnur mannvirki – aðrar samgöngubætur myndu lenda framar í forgangsröðinni,“ segir Þórarinn. Þá sé markmið skipulagsyfirvalda um að auka hlutdeild í tólf prósent sömuleiðis óraunhæft „Í fyrsta lagi finnst mér þessi aukning úr fimm prósenta hlutdeild í tólf prósent í hærri kantinum. En það sem gerir stærsta útslagið er að það eru að koma á markaðinn á næstu misserum sjálfkeyrandi bílar. Það eru sjálfkeyrandi leigubílar sem margir meina, og ég tek undir þær skoðanir, sem munu veita strætó og léttlestum harða samkeppni,“ segir hann og bætir við að fyrirtæki muni keppast um að koma sjálfkeyrandi leigubílum á markað. Þórarinn bendir á að skipulagsyfirvöld í borgum á borð við Los Angeles séu þegar farin að gera ráð fyrir þeim breytingum sem sjálfkeyrandi bílar muni hafa í för með sér. Skynsamlegt sé að hið sama verði gert hér á landi og að frekar eigi að nýta milljarðana sjötíu í uppbyggingu samgöngumannvirkja. „Það ætti að endurskoða allar þessar hugmyndir með tilliti til væntanlegrar þróunar í sjálfkeyrandi bílum. Það veit enginn nákvæmlega hvernig þetta verður. Ég get ekki sagt hvenær sjálfkeyrandi leigubílar verða orðnir ráðandi á höfuðborgarsvæðinu, ég myndi giska á tíu ár, en það gætu verið fimm ár eða fimmtán ár.“ Aðspurður telur hann ólíklegt að borgarlínan verði einhvern tímann að veruleika hér á landi. „Ég efast um það. Það verður kannski byrjað á henni og eftir nokkur ár verður öllum ljóst hvernig framtíðin mun þróast. Ég vona bara skattgreiðenda vegna að það verði ekki farið út í þessar miklu fjárfestingar.“ Borgarlína Samgöngur Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Sjá meira
Borgaryfirvöld ættu að endurskoða hugmyndir sínar um borgarlínu með tilliti til væntanlegrar þróunar í sjálfkeyrandi bílum. Þetta segir umferðarverkfræðingur sem telur áform um léttlest óhagkvæmar. Eðlilegra sé að ráðstafa þeim fjármunum sem verja á í lestarsamgöngur í uppbyggingu samgöngumannvirkja. Borgarlína er hraðvagnakerfi líkt og þekkist í flestum stórborgum. Markmiðið er að auka hlutdeild almenningssamgangna úr fjórum prósentum í að minnsta kosti tólf prósent af heildarferðum innan höfuðborgarsvæðisins árið 2040, og kemur til með að kosta um sjötíu milljarða.Þórarinn Hjaltason segir eðlilegra að ráðstafa þeim sjötíu milljörðum sem eiga að fara í lestarsamgöngur í uppbyggingu samgöngumannvirkja, segir umferðarverkfræðingur.Þórarinn Hjaltason, umferðarverkfræðingur, segir þessar hugmyndir óhagkvæmar og hvetur borgaryfirvöld til þess að kynna sér þá þróun sem sé að eiga sér stað. Sjálfkeyrandi bílar séu framtíðin og að þar af leiðandi sé óraunhæft að fara í svo kostnaðarsamar aðgerðir. „Mér hugnast þessar hugmyndir ekki vel eins og þær líta út núna í síðustu tillögum. Ég held að þarna sé verið að taka mikla áhættu og ég tel að þetta verði ekki hagkvæmt. Jafnvel þó þetta yrði hagkvæmt þá er ég nokkuð viss um að önnur mannvirki – aðrar samgöngubætur myndu lenda framar í forgangsröðinni,“ segir Þórarinn. Þá sé markmið skipulagsyfirvalda um að auka hlutdeild í tólf prósent sömuleiðis óraunhæft „Í fyrsta lagi finnst mér þessi aukning úr fimm prósenta hlutdeild í tólf prósent í hærri kantinum. En það sem gerir stærsta útslagið er að það eru að koma á markaðinn á næstu misserum sjálfkeyrandi bílar. Það eru sjálfkeyrandi leigubílar sem margir meina, og ég tek undir þær skoðanir, sem munu veita strætó og léttlestum harða samkeppni,“ segir hann og bætir við að fyrirtæki muni keppast um að koma sjálfkeyrandi leigubílum á markað. Þórarinn bendir á að skipulagsyfirvöld í borgum á borð við Los Angeles séu þegar farin að gera ráð fyrir þeim breytingum sem sjálfkeyrandi bílar muni hafa í för með sér. Skynsamlegt sé að hið sama verði gert hér á landi og að frekar eigi að nýta milljarðana sjötíu í uppbyggingu samgöngumannvirkja. „Það ætti að endurskoða allar þessar hugmyndir með tilliti til væntanlegrar þróunar í sjálfkeyrandi bílum. Það veit enginn nákvæmlega hvernig þetta verður. Ég get ekki sagt hvenær sjálfkeyrandi leigubílar verða orðnir ráðandi á höfuðborgarsvæðinu, ég myndi giska á tíu ár, en það gætu verið fimm ár eða fimmtán ár.“ Aðspurður telur hann ólíklegt að borgarlínan verði einhvern tímann að veruleika hér á landi. „Ég efast um það. Það verður kannski byrjað á henni og eftir nokkur ár verður öllum ljóst hvernig framtíðin mun þróast. Ég vona bara skattgreiðenda vegna að það verði ekki farið út í þessar miklu fjárfestingar.“
Borgarlína Samgöngur Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Sjá meira