164 laxar á einni vakt í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 4. september 2017 14:50 Mynd: Bjarki Már Jóhannsson Ytri Rangá er enn sem komið er aflahæsta laxveiðiá landsins og það er nokkuð víst að hún heldur því sæti á þessu tímabili. Veiðin í ánni hefur verið fín í sumar og eru komnir um 4.800 laxar á land þegar talið var upp úr veiðibókunum í hádeginu í gær. Þær tölur áttu eftir að snarhækka og samkvæmt okkar heimildum við bakkann í Ytri er hún að detta yfir 5.000 laxa og það gæti vel gerst á kvöldvaktinni í dag. Frá og með seinni vaktinni í gær mátti svo einnig veiða á spún og maðk í Ytri Rangá. Allur dagurinn í gær gaf 208 laxa þar af gaf seinni parturinn 164 laxa. Eins og þekkt er, þá er alltaf handagangur í öskjunni þegar spúnninn og maðkurinn koma í ána. Má búast við að veiðitölur muni núna hækka hratt í Ytri Rangá. Mest lesið Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Þrjár nauðsynlegar laxaflugur í boxið Veiði Veiðiferð til Belize í vinning Veiði Varar jarðeigendur við yfirgangi Þingvallaþjóðgarðs Veiði Hreindýraveiðar hófust í dag Veiði Kort af friðlandi rjúpna á Reykjanesi Veiði Að prófa eitthvað nýtt í litlu vatni Veiði 105 sm lax úr Víðidalsá Veiði
Ytri Rangá er enn sem komið er aflahæsta laxveiðiá landsins og það er nokkuð víst að hún heldur því sæti á þessu tímabili. Veiðin í ánni hefur verið fín í sumar og eru komnir um 4.800 laxar á land þegar talið var upp úr veiðibókunum í hádeginu í gær. Þær tölur áttu eftir að snarhækka og samkvæmt okkar heimildum við bakkann í Ytri er hún að detta yfir 5.000 laxa og það gæti vel gerst á kvöldvaktinni í dag. Frá og með seinni vaktinni í gær mátti svo einnig veiða á spún og maðk í Ytri Rangá. Allur dagurinn í gær gaf 208 laxa þar af gaf seinni parturinn 164 laxa. Eins og þekkt er, þá er alltaf handagangur í öskjunni þegar spúnninn og maðkurinn koma í ána. Má búast við að veiðitölur muni núna hækka hratt í Ytri Rangá.
Mest lesið Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Þrjár nauðsynlegar laxaflugur í boxið Veiði Veiðiferð til Belize í vinning Veiði Varar jarðeigendur við yfirgangi Þingvallaþjóðgarðs Veiði Hreindýraveiðar hófust í dag Veiði Kort af friðlandi rjúpna á Reykjanesi Veiði Að prófa eitthvað nýtt í litlu vatni Veiði 105 sm lax úr Víðidalsá Veiði