Vilja fækka fé um tuttugu prósent Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2017 13:17 Tillögurnar snúa að aðgerðum í þremur liðum. Að draga úr framleiðslu kindakjöts. Að draga úr kjaraskerðingu bænda og aðrar aðgerðir eins og aftenging framleiðsluhvata og hagræðing í slátrun. Vísir/Stefán Stjórnvöld Íslands hafa birt tillögur að mögulegum aðgerðum vegna vanda sauðfjárbænda hér á landi. Tillögurnar snúa að aðgerðum í þremur liðum. Að draga úr framleiðslu kindakjöts. Að draga úr kjaraskerðingu bænda og aðrar aðgerðir eins og aftenging framleiðsluhvata og hagræðing í slátrun. Lagt er til að fé verði fækkað um 20 prósent. Það sé hægt að gera með því að gefa bændum kost á því að hætta sauðfjárframleiðslu en halda stærstum hluta greiðslna samkvæmt sauðfjársamningi í fimm ár. Þá er einnig lagt til að bændur eigi kost á greiðslum sem miðist við fjölda kinda á vetrarfóðrum samkvæmt skráningum Matvælastofnunar. Það verði hugsað sem stuðningur við bændur sem vilja halda ræktun áfram og verði 250 milljónir króna lagðar í verkefnið.Kanna fjármögnun Einnig er lagt til að Byggðastofnun kanni þörf á endurfjármögnun eða lengingu lána og þá sérstaklega hjá ungum og skuldsettum sauðfjárbændum. Afurðastöðvakerfið verði kannað með breytingar til hagsbóta í huga. Á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins segir að bændur hafi fyrst leitað til Þorgerðar Katrínar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í mars til að ræða mögulegar lausnir á vanda greinarinnar. Þeir hafi óskað eftir 200 milljóna króna viðbótarframlagi til markaðsmála og útflutningsskyldu yrði komið á aftur. Hún var felld niður árið 2009 gegn 300 milljón króna framlagi frá ríkinu.Ekki tilbúin til að heimila inngripÞá segir í tilkynningu ráðuneytisins að ýmsar tillögur hafi litið dagsins ljós en ráðherra hafi ekki verið tilbúinn til að heimila inngrip á markaði með hagsmuni neytenda í huga. Því hafi ekki verið gripið aftur til útflutningsskyldu og ríkið hefur ekki keypt umframbirgðir af lambakjöti, eins og bændur lögðu til. „Að þessum þáttum undanskildum hafa viðræðurnar gengið vel enda stjórnvöld og bændur sammála um að að við þeirri erfiðu stöðu sem nú er uppi þurfi að bregðast við með langtímalausnum enda er sauðfjárrækt ein af grunnatvinnugreinum þjóðarinnar sem nauðsynlegt er að styðja við,“ segir í tilkynningunni.Sjá má tillögurnar hér á vef Stjórnarráðsins. Landbúnaður Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Stjórnvöld Íslands hafa birt tillögur að mögulegum aðgerðum vegna vanda sauðfjárbænda hér á landi. Tillögurnar snúa að aðgerðum í þremur liðum. Að draga úr framleiðslu kindakjöts. Að draga úr kjaraskerðingu bænda og aðrar aðgerðir eins og aftenging framleiðsluhvata og hagræðing í slátrun. Lagt er til að fé verði fækkað um 20 prósent. Það sé hægt að gera með því að gefa bændum kost á því að hætta sauðfjárframleiðslu en halda stærstum hluta greiðslna samkvæmt sauðfjársamningi í fimm ár. Þá er einnig lagt til að bændur eigi kost á greiðslum sem miðist við fjölda kinda á vetrarfóðrum samkvæmt skráningum Matvælastofnunar. Það verði hugsað sem stuðningur við bændur sem vilja halda ræktun áfram og verði 250 milljónir króna lagðar í verkefnið.Kanna fjármögnun Einnig er lagt til að Byggðastofnun kanni þörf á endurfjármögnun eða lengingu lána og þá sérstaklega hjá ungum og skuldsettum sauðfjárbændum. Afurðastöðvakerfið verði kannað með breytingar til hagsbóta í huga. Á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins segir að bændur hafi fyrst leitað til Þorgerðar Katrínar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í mars til að ræða mögulegar lausnir á vanda greinarinnar. Þeir hafi óskað eftir 200 milljóna króna viðbótarframlagi til markaðsmála og útflutningsskyldu yrði komið á aftur. Hún var felld niður árið 2009 gegn 300 milljón króna framlagi frá ríkinu.Ekki tilbúin til að heimila inngripÞá segir í tilkynningu ráðuneytisins að ýmsar tillögur hafi litið dagsins ljós en ráðherra hafi ekki verið tilbúinn til að heimila inngrip á markaði með hagsmuni neytenda í huga. Því hafi ekki verið gripið aftur til útflutningsskyldu og ríkið hefur ekki keypt umframbirgðir af lambakjöti, eins og bændur lögðu til. „Að þessum þáttum undanskildum hafa viðræðurnar gengið vel enda stjórnvöld og bændur sammála um að að við þeirri erfiðu stöðu sem nú er uppi þurfi að bregðast við með langtímalausnum enda er sauðfjárrækt ein af grunnatvinnugreinum þjóðarinnar sem nauðsynlegt er að styðja við,“ segir í tilkynningunni.Sjá má tillögurnar hér á vef Stjórnarráðsins.
Landbúnaður Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira