„Fyrir hvert kíló af endurunnu plasti sem þú getur notað spararðu 1,6 lítra af olíu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. september 2017 09:01 Sigurður segir plast mjög góða vöru ef hún sé notuð rétt. Íslendingar þurfi að bæta sig í endurvinnslu á plasti. vísir/eyþór Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri einu plastendurvinnslunnar á Íslandi, Pure North Recycling, segir að Íslendingar þurfi að gera mun betur í því þegar kemur að því að endurvinna plast. Hann bendir á að við flytjum út 95 prósent af endurvinnanlegum hráefnum óunnum og að upp undir tíu prósent af kolefnissporinu sem verður til hér á landi er vegna sorps. „Það er mjög hátt miðað við þau lönd sem við erum að bera okkur saman við, til dæmis í Þýskalandi er það um eitt prósent. Frá 1990 hefur kolefnissporið frá sorpi aukist um fjörutíu á Íslandi á meðan það hefur dregist saman um 70 prósent í Þýskalandi,“ sagði Sigurður í umræðu um þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Að mati Sigurðar er plast mjög góð vara ef hún er rétt notuð. Hann sagði það tiltölulega einfalt að endurvinna plast en hjá Pure North Recycling er plast úr heyrúllum endurunnið.Hægt að nota endurunnið heyrúlluplast til að framleiða plastpoka Sigurður segir fyrirtækið hafa þróað nýja aðferð við að endurvinna plastið þannig að hægt sé að verka það svo vel að flokkist sem hágæðaplast. Þannig sé til að mynda hægt að nota það til framleiðslu á plastpokunum. Ávinningurinn fyrir umhverfið af því að flokka og endurvinna plast er óumdeilanlega umtalsverður. „Fyrir hvert kíló af endurunnu plasti sem þú getur notað spararðu 1,6 lítra af olíu sem hægt er að skilja eftir í jörðinni,“ sagði Sigurður. Megnið af því plasti sem heimilin flokka og skila í grenndargáma og á endurvinnslustöðvar er flutt úr landi, aðallega til Svíþjóðar í flokkunarstöð sem getur flokkað plast eftir tegundum þegar búið er að blanda því saman. Tegundirnar af plasti er nefnilega mismunandi og bendir Sigurður til að mynda á að plastið í gosflösku er ekki það sama og í tappanum á flöskunni. Þetta þarf að flokka eftir á þegar fólk skilar því til endurvinnslu. „En skilaboðin mín eru þau að ef við þurfum ekki að vera að flokka þetta eftir á þá verða til verðmæti,“ sagði Sigurður en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Loftslagsmál Tengdar fréttir Plastlaus september Gríðarlegt magn af einnota plasti er urðað eða endar í hafinu sem er mikið áhyggjuefni. Samkvæmt könnun Náttúruverndarsamtaka Íslands á viðhorfi almennings til ástands hafsins frá 2016 hafa 80 prósent Íslendinga miklar áhyggjur af plastmengun í hafinu, og er full ástæða til. Hafið er matarkista okkar en virðist um leið vera okkar ruslakista. 4. september 2017 09:30 Vestnorræna ráðið setur af stað rannsókn á plastmengun í Norður-Atlantshafi Ársfundur Vestnorræna ráðsins, samstarfsráðs þjóðþinga Íslands, Færeyja og Grænlands, samþykkti í dag að beina því til stjórnvalda að vinna sameiginlega að rannsókn á umfangi örplasts í lífverum hafsins og plastmengunar almennt í Norður-Atlantshafi. 1. september 2017 17:42 Banna plast á Sri Lanka Bannið tók gildi nú um mánaðarmótin og nær til margra tegunda af plasti og einnota umbúðum. 1. september 2017 13:57 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Sjá meira
Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri einu plastendurvinnslunnar á Íslandi, Pure North Recycling, segir að Íslendingar þurfi að gera mun betur í því þegar kemur að því að endurvinna plast. Hann bendir á að við flytjum út 95 prósent af endurvinnanlegum hráefnum óunnum og að upp undir tíu prósent af kolefnissporinu sem verður til hér á landi er vegna sorps. „Það er mjög hátt miðað við þau lönd sem við erum að bera okkur saman við, til dæmis í Þýskalandi er það um eitt prósent. Frá 1990 hefur kolefnissporið frá sorpi aukist um fjörutíu á Íslandi á meðan það hefur dregist saman um 70 prósent í Þýskalandi,“ sagði Sigurður í umræðu um þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Að mati Sigurðar er plast mjög góð vara ef hún er rétt notuð. Hann sagði það tiltölulega einfalt að endurvinna plast en hjá Pure North Recycling er plast úr heyrúllum endurunnið.Hægt að nota endurunnið heyrúlluplast til að framleiða plastpoka Sigurður segir fyrirtækið hafa þróað nýja aðferð við að endurvinna plastið þannig að hægt sé að verka það svo vel að flokkist sem hágæðaplast. Þannig sé til að mynda hægt að nota það til framleiðslu á plastpokunum. Ávinningurinn fyrir umhverfið af því að flokka og endurvinna plast er óumdeilanlega umtalsverður. „Fyrir hvert kíló af endurunnu plasti sem þú getur notað spararðu 1,6 lítra af olíu sem hægt er að skilja eftir í jörðinni,“ sagði Sigurður. Megnið af því plasti sem heimilin flokka og skila í grenndargáma og á endurvinnslustöðvar er flutt úr landi, aðallega til Svíþjóðar í flokkunarstöð sem getur flokkað plast eftir tegundum þegar búið er að blanda því saman. Tegundirnar af plasti er nefnilega mismunandi og bendir Sigurður til að mynda á að plastið í gosflösku er ekki það sama og í tappanum á flöskunni. Þetta þarf að flokka eftir á þegar fólk skilar því til endurvinnslu. „En skilaboðin mín eru þau að ef við þurfum ekki að vera að flokka þetta eftir á þá verða til verðmæti,“ sagði Sigurður en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Plastlaus september Gríðarlegt magn af einnota plasti er urðað eða endar í hafinu sem er mikið áhyggjuefni. Samkvæmt könnun Náttúruverndarsamtaka Íslands á viðhorfi almennings til ástands hafsins frá 2016 hafa 80 prósent Íslendinga miklar áhyggjur af plastmengun í hafinu, og er full ástæða til. Hafið er matarkista okkar en virðist um leið vera okkar ruslakista. 4. september 2017 09:30 Vestnorræna ráðið setur af stað rannsókn á plastmengun í Norður-Atlantshafi Ársfundur Vestnorræna ráðsins, samstarfsráðs þjóðþinga Íslands, Færeyja og Grænlands, samþykkti í dag að beina því til stjórnvalda að vinna sameiginlega að rannsókn á umfangi örplasts í lífverum hafsins og plastmengunar almennt í Norður-Atlantshafi. 1. september 2017 17:42 Banna plast á Sri Lanka Bannið tók gildi nú um mánaðarmótin og nær til margra tegunda af plasti og einnota umbúðum. 1. september 2017 13:57 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Sjá meira
Plastlaus september Gríðarlegt magn af einnota plasti er urðað eða endar í hafinu sem er mikið áhyggjuefni. Samkvæmt könnun Náttúruverndarsamtaka Íslands á viðhorfi almennings til ástands hafsins frá 2016 hafa 80 prósent Íslendinga miklar áhyggjur af plastmengun í hafinu, og er full ástæða til. Hafið er matarkista okkar en virðist um leið vera okkar ruslakista. 4. september 2017 09:30
Vestnorræna ráðið setur af stað rannsókn á plastmengun í Norður-Atlantshafi Ársfundur Vestnorræna ráðsins, samstarfsráðs þjóðþinga Íslands, Færeyja og Grænlands, samþykkti í dag að beina því til stjórnvalda að vinna sameiginlega að rannsókn á umfangi örplasts í lífverum hafsins og plastmengunar almennt í Norður-Atlantshafi. 1. september 2017 17:42
Banna plast á Sri Lanka Bannið tók gildi nú um mánaðarmótin og nær til margra tegunda af plasti og einnota umbúðum. 1. september 2017 13:57