Innlent

Hitaveislan liðin hjá

Gissur Sigurðsson skrifar
Frá Egilsstöðum.
Frá Egilsstöðum. Vísir/gva
Hitaveislan um helgina, með allt að 26 stigum á Egilsstöðum, er liðin hjá og verður hiti á bilinu tíu til fimmtán gráður í dag.

Annars verða suðaustan og austanáttir, tíu til fimmtán metrar á sekúndu en hægari vestlæg átt vestast á landinu. Rigning eða skúrir verða í dag en samfelld úrkoma suðaustan til.

Svo fer að hvessa vestantil í kvöld, en dregur úr vindi fyrir austan. Hiti á landinu var í svalara lagi í nýliðnum mánuði, þótt veður hafi þó almennt verið gott. Úrkoma var minni en í meðalári, að Norðurlandi undanskildu og sólskinsstundir voru yfir meðallagi suðvestanlands.

„Þegar líður á vikuna verða norðlægar áttir ríkjandi með rigningu eða súld norðanlands og aðeins kaldara veðri. Líklega mun bjartara og hlýrra, einkum að deginum, sunnan heiða,“ segir á heimasíðu Veðurstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×