„Viðbrögð vegna höfuðhögga á Ísland eru því miður ekki nógu góð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. september 2017 21:45 Sara Hrund í leik með Grindavík í sumar. vísir/stefán Sara Hrund Helgadóttir, leikmaður Grindavíkur í Pepsi-deild kvenna, hefur tekið sér frí frá fótbolta um óákveðinn tíma vegna höfuðmeiðsla. Sara skrifaði pistil á Facebook í kvöld þar sem hún fer yfir meiðslasögu sína. Sara rotaðist í bikarleik gegn ÍBV á dögunum og glímir enn við afleiðingarnar af því. „Sjötti heilahristingurinn staðreynd og stöðug barátta við höfuðverki í 8 ár vegna rangra viðbragða vegna höfuðhöggs því miður niðurstaðan. Fótbolti hefur verið líf mitt síðustu 20 árin og þess vegna lét ég þetta ekki stöðva mig enda hefur fótboltinn gefið mér svo mikið, meðal annars að fara til USA og upplifa drauminn minn,“ skrifar Sara á Facebook. „En núna er tími til þess að stoppa og hlusta á líkamann, eftir að ég rotaðist í leik fyrir rúmum 2 vikum og hélt áfram að spila í rúmar 15 mínútur og eftir það hefur daglega lífið mitt raskast verulega. Á 2 vikum fór ég frá því að spila heilan fótbolta leik án vandræða í 10 mín göngutúr með vandræðum.“ Sara segir að viðbrögðum við höfuðmeiðslum hér á landi sé ábótavant. Þau verði að taka alvarlega þótt áverkarnir séu ekki sýnilegir. „Ég vona að ég geti verið víti til varnaðar fyrir aðra og að viðbrögð þeirra sem standa að liðunum verði betri. Viðbrögð vegna höfuðhögga á Íslandi eru því miður ekki nógu góð og vona ég að fólk fari að taka þau alvarlega,“ skrifar Sara. „Það er auðvelt að bregðast við meiðslum líkt og beinbrotum þar sem þau eru sýnileg, höfuðáverkar eru ekki sýnilegir en það gerir þá engu að síður mjög hættulega og afleiðingar geta verið alvarlegar. Ef þið fáið höfuðhögg og finnið fyrir einkennum farið útaf!! En ábyrgðin er ekki hjá leikmanni sem er ekki alltaf með getu að segja til um hvort þau geti haldið áfram, því er mjög mikilvægt að þjálfarar og sjúkraþjálfarar séu meðvitaðir um einkenni og afleiðngar höfuðhögga!“ Pistil Söru má sjá í heild sinni hér að neðan. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfari“ Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira
Sara Hrund Helgadóttir, leikmaður Grindavíkur í Pepsi-deild kvenna, hefur tekið sér frí frá fótbolta um óákveðinn tíma vegna höfuðmeiðsla. Sara skrifaði pistil á Facebook í kvöld þar sem hún fer yfir meiðslasögu sína. Sara rotaðist í bikarleik gegn ÍBV á dögunum og glímir enn við afleiðingarnar af því. „Sjötti heilahristingurinn staðreynd og stöðug barátta við höfuðverki í 8 ár vegna rangra viðbragða vegna höfuðhöggs því miður niðurstaðan. Fótbolti hefur verið líf mitt síðustu 20 árin og þess vegna lét ég þetta ekki stöðva mig enda hefur fótboltinn gefið mér svo mikið, meðal annars að fara til USA og upplifa drauminn minn,“ skrifar Sara á Facebook. „En núna er tími til þess að stoppa og hlusta á líkamann, eftir að ég rotaðist í leik fyrir rúmum 2 vikum og hélt áfram að spila í rúmar 15 mínútur og eftir það hefur daglega lífið mitt raskast verulega. Á 2 vikum fór ég frá því að spila heilan fótbolta leik án vandræða í 10 mín göngutúr með vandræðum.“ Sara segir að viðbrögðum við höfuðmeiðslum hér á landi sé ábótavant. Þau verði að taka alvarlega þótt áverkarnir séu ekki sýnilegir. „Ég vona að ég geti verið víti til varnaðar fyrir aðra og að viðbrögð þeirra sem standa að liðunum verði betri. Viðbrögð vegna höfuðhögga á Íslandi eru því miður ekki nógu góð og vona ég að fólk fari að taka þau alvarlega,“ skrifar Sara. „Það er auðvelt að bregðast við meiðslum líkt og beinbrotum þar sem þau eru sýnileg, höfuðáverkar eru ekki sýnilegir en það gerir þá engu að síður mjög hættulega og afleiðingar geta verið alvarlegar. Ef þið fáið höfuðhögg og finnið fyrir einkennum farið útaf!! En ábyrgðin er ekki hjá leikmanni sem er ekki alltaf með getu að segja til um hvort þau geti haldið áfram, því er mjög mikilvægt að þjálfarar og sjúkraþjálfarar séu meðvitaðir um einkenni og afleiðngar höfuðhögga!“ Pistil Söru má sjá í heild sinni hér að neðan.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfari“ Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira