Elvis Óttar Guðmundsson skrifar 2. september 2017 07:00 Elvis Presley var skærasta poppstjarna heims á uppvaxtarárum mínum. Enginn komst með tærnar þar sem hann hafði hælana í bláu rúskinnsskónum sínum. Með árunum hneig sól meistarans til viðar. Hann breyttist í útliti, sukkaði í mat og drykk og varð smámennum að aðhlátursefni. Ræfilslegir og fölleitir Englendingar með ritjulegt hár stálu smám saman senunni. Nú á dögunum voru 40 ár liðin frá andláti söngvarans. Ég var heilsugæslulæknir úti á landi þegar sú harmafregn barst um hádegisbilið að Elvis væri allur. Mér féll allur ketill í eld enda var meistarinn ódauðlegur í mínum augum. Félagar mínir á stöðinni voru sama sinnis og smám saman urðum við óvinnufærir af harmi. Hver getur skoðað í eyru, hlustað lungu og skrifað vottorð meðan Elvis liggur á líkbörunum? Við ákváðum að loka heilsugæslustöðinni, settum miða á hurðina: „Lokað vegna dauða Elvis,“ fórum og keyptum okkur hvítvín. Spítalinn var opinn en stöðin ómönnuð þar til vaktin tók við. Einhverjir bæjarbúar lásu miðann en létu sér í léttu rúmi liggja. Í dag hefðu viðbrögðin orðið önnur. Mynd hefði birst af miðanum á Facebook og alda hneykslunar hefði farið yfir samfélagið. Hinir fyrirsjáanlegu álitsgjafar samfélagsmiðlanna hefðu skrifað spekingslega pistla um þetta atvik. Árvökulir fréttamenn RÚV hefðu farið til bæjarins og náð tali af bæjarbúum. Ráðherra og landlæknir hefðu horft alvarlegum augum inn í myndavélina. Öll hugsanleg hagsmunasamtök hefðu komið fram með yfirlýsingar. Allir hefðu hoppað á vagninn í heilagri vandlætingu. Við hefðum allir hrökklast úr landi með skömm og aldrei átt afturkvæmt. Stundum er gott að hafa fæðst fyrir tíma nútímafjölmiðlunar.Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun 15. maí 2023 - 75 ár frá upphafi Nakba Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Elvis Presley var skærasta poppstjarna heims á uppvaxtarárum mínum. Enginn komst með tærnar þar sem hann hafði hælana í bláu rúskinnsskónum sínum. Með árunum hneig sól meistarans til viðar. Hann breyttist í útliti, sukkaði í mat og drykk og varð smámennum að aðhlátursefni. Ræfilslegir og fölleitir Englendingar með ritjulegt hár stálu smám saman senunni. Nú á dögunum voru 40 ár liðin frá andláti söngvarans. Ég var heilsugæslulæknir úti á landi þegar sú harmafregn barst um hádegisbilið að Elvis væri allur. Mér féll allur ketill í eld enda var meistarinn ódauðlegur í mínum augum. Félagar mínir á stöðinni voru sama sinnis og smám saman urðum við óvinnufærir af harmi. Hver getur skoðað í eyru, hlustað lungu og skrifað vottorð meðan Elvis liggur á líkbörunum? Við ákváðum að loka heilsugæslustöðinni, settum miða á hurðina: „Lokað vegna dauða Elvis,“ fórum og keyptum okkur hvítvín. Spítalinn var opinn en stöðin ómönnuð þar til vaktin tók við. Einhverjir bæjarbúar lásu miðann en létu sér í léttu rúmi liggja. Í dag hefðu viðbrögðin orðið önnur. Mynd hefði birst af miðanum á Facebook og alda hneykslunar hefði farið yfir samfélagið. Hinir fyrirsjáanlegu álitsgjafar samfélagsmiðlanna hefðu skrifað spekingslega pistla um þetta atvik. Árvökulir fréttamenn RÚV hefðu farið til bæjarins og náð tali af bæjarbúum. Ráðherra og landlæknir hefðu horft alvarlegum augum inn í myndavélina. Öll hugsanleg hagsmunasamtök hefðu komið fram með yfirlýsingar. Allir hefðu hoppað á vagninn í heilagri vandlætingu. Við hefðum allir hrökklast úr landi með skömm og aldrei átt afturkvæmt. Stundum er gott að hafa fæðst fyrir tíma nútímafjölmiðlunar.Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun