Fagna fimm ára afmæli með risum Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. september 2017 10:48 Hausar halda upp á afmælið með stæl á Paloma annað kvöld og það er frítt inn. mynd/Sigurgeir Sigurðsson Áhugamenn um drum & bass fá snemmbúna jólagjöf annað kvöld þegar einn stærsti og vinsælasti hópur heims, Ivy Lab, spilar á skemmtistaðnum Paloma. Lundúnarstrákarnir í Ivy Lab eru taldir meðal fremstu „half time“-listamanna heims sem má lýsa sem blöndu af hip hop, drum & bass og electronica. Þeir urðu að algjörum risum í bransanum fyrir tveimur árum þegar „remix“ af lagi þeirra Sunday Crunk var mest selda drum & bass lag ársins á Beatport og unnu þeir sér sæti á topp 10 lista Mixmag yfir bestu plötusnúða 2015.Ivy Lab tryllir lýðinn annað kvöld.mynd/ivy labÓvænt ánægja Það er íslenski drum & bass-hópurinn Hausar sem flytur Ivy Lab inn og spila með þeim á Paloma á morgun. Hausar eru þeir stærstu í trommum og bassa hér á landi og hafa í fimm ár, frá stofnun hópsins, haldið klúbbakvöld í Reykjavík auk þess sem þeir halda vikulegum útvarpsþætti á Kiss FM Xtra 104,5. „Við vildum halda upp á afmælið með stæl og það verður ekki mikið betra en að fá Ivy Lab. Við vorum að skoða ýmsa mögulega og svo féll þessi möguleiki eiginlega af himnum. Spennan er gríðarleg enda erum við miklir aðdáendur þessa hóps,“ segir plötusnúðurinn og forsprakki Hausa, Bjarni Ben. Strákarnir í Ivy Lab hafa unnið með mörgum af stærstu nöfnum drum & bass senunnar, þar á meðal Goldie, Noisia, TC, Alix Perez, Sub Focus, The Upbeats og Shield og komið fram á tónlistarhátíðum eins og Glastonbury, Sonar og á aðalsviðum Exit og Outlook festival.Frítt inn Bjarni segir Ivy Lab spila drum & bass sem höfði til mun fleiri en bara þeirra sem fylgjast vel með þeirri tónlistarstefnu. Unnendur hip hop munu einnig hafa gaman að. „Þeir spila mjög skemmtilega blöndu af hip hop, drum & bass og electronica og á hálfum hraða á miðað við annað drum & bass. Hópurinn kom fyrst saman vegna áhuga á tilraunakenndri drum & bass tónlist og sú tilraun tókst fullkomlega,“ segir Bjarni Ben. Eins og í allar góðar afmælisveislur er frítt inn þannig en kvöldið á Paloma hefst klukkan 22.00 og stendur til klukkan hálf fimm um morgunin. Ásamt ivy Lab munu Hausarnir sjálfir spila en þar koma fram Bjarni Ben, Croax, Nightshock, Untitled og Junglizt. Meira má lesa um viðburðinn hér. Tónlist Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Áhugamenn um drum & bass fá snemmbúna jólagjöf annað kvöld þegar einn stærsti og vinsælasti hópur heims, Ivy Lab, spilar á skemmtistaðnum Paloma. Lundúnarstrákarnir í Ivy Lab eru taldir meðal fremstu „half time“-listamanna heims sem má lýsa sem blöndu af hip hop, drum & bass og electronica. Þeir urðu að algjörum risum í bransanum fyrir tveimur árum þegar „remix“ af lagi þeirra Sunday Crunk var mest selda drum & bass lag ársins á Beatport og unnu þeir sér sæti á topp 10 lista Mixmag yfir bestu plötusnúða 2015.Ivy Lab tryllir lýðinn annað kvöld.mynd/ivy labÓvænt ánægja Það er íslenski drum & bass-hópurinn Hausar sem flytur Ivy Lab inn og spila með þeim á Paloma á morgun. Hausar eru þeir stærstu í trommum og bassa hér á landi og hafa í fimm ár, frá stofnun hópsins, haldið klúbbakvöld í Reykjavík auk þess sem þeir halda vikulegum útvarpsþætti á Kiss FM Xtra 104,5. „Við vildum halda upp á afmælið með stæl og það verður ekki mikið betra en að fá Ivy Lab. Við vorum að skoða ýmsa mögulega og svo féll þessi möguleiki eiginlega af himnum. Spennan er gríðarleg enda erum við miklir aðdáendur þessa hóps,“ segir plötusnúðurinn og forsprakki Hausa, Bjarni Ben. Strákarnir í Ivy Lab hafa unnið með mörgum af stærstu nöfnum drum & bass senunnar, þar á meðal Goldie, Noisia, TC, Alix Perez, Sub Focus, The Upbeats og Shield og komið fram á tónlistarhátíðum eins og Glastonbury, Sonar og á aðalsviðum Exit og Outlook festival.Frítt inn Bjarni segir Ivy Lab spila drum & bass sem höfði til mun fleiri en bara þeirra sem fylgjast vel með þeirri tónlistarstefnu. Unnendur hip hop munu einnig hafa gaman að. „Þeir spila mjög skemmtilega blöndu af hip hop, drum & bass og electronica og á hálfum hraða á miðað við annað drum & bass. Hópurinn kom fyrst saman vegna áhuga á tilraunakenndri drum & bass tónlist og sú tilraun tókst fullkomlega,“ segir Bjarni Ben. Eins og í allar góðar afmælisveislur er frítt inn þannig en kvöldið á Paloma hefst klukkan 22.00 og stendur til klukkan hálf fimm um morgunin. Ásamt ivy Lab munu Hausarnir sjálfir spila en þar koma fram Bjarni Ben, Croax, Nightshock, Untitled og Junglizt. Meira má lesa um viðburðinn hér.
Tónlist Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira