Undanþágan varð að meginreglu við uppreist æru Heimir Már Pétursson skrifar 19. september 2017 19:30 Dómsmálaráðherra segir engar tilraunir hafa verið gerðar til þöggunar í tengslum við upplýsingar varðandi framkvæmd laga um uppreist æru. Hins vegar hafi undanþágugrein í lögum orðið að reglu við uppreist æru og framkvæmdin því ekki að fullu eins og löggjafinn hafi ætlast til. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun til að svara spurningum um framkvæmd laga um uppreist æru. En áður en til þess kom að ráðherra svarðaði spurningum nefndarmanna var skipt um forystu í nefndinni. Nýr meirihluti í nefndinni ákvað að kjósa Jón Steindór Valdimarsson þingmann Viðreisnar í embætti formanns í stað Brynjars Níelssonar Sjálfstæðisflokki, en Jón Steindór var áður fyrsti varaformaður nefndarinnar og Svandís Svavarsdóttir Vinstri grænum var kosin fyrsti varaformaður. „Það væri ekki rétt að Brynjar héldi ekki áfram sem formaður í nefndinni í ljósi þeirra verkefna sem nefndin er að fást við akkúrat núna,“ sagði Jón Steindór eftir nefndarfund í dag.Jón Steindór Valdimarsson, til hægri, þingmaður Viðreisnar var kjörinn í embætti formanns í stað Brynjars Níelssonar Vísir/AntonFulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni mótmæltu þessu með bókun og lýstu fullum stuðningi við Brynjar. Þessi atburðarás væri afar óheppileg í ljósi þess að verið væri reyna að ljúka þingstörfum í sátt fyrir kosningar.Nú eru örfáar vikur til kosninga. Hvaða verkefni eru eftir hjá nefndinni að fjalla um og lítur nefndin þannig á að hún hafi það hlutverk að rannsaka þessi mál frekar? „Við förum í það núna að fara betur yfir þessi mál um uppreist æru og það sem kann að standa út af þar,“ segir Jón Steindór. Hann eigi hins vegar ekki von á að nefndinni takist að afgreiða álit sitt á skýrslu um sölu ríkisins á Búnaðarbankanum eins og til stóð á gera á næstu vikum. Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að tilraun hefði verið gerð til þöggunar í þessu máli með því að sitja á upplýsingum og spurði ráðherra hver bæri ábyrgð á því. Ráðherra sagði ósannindi felast í spurningunni því engin tilraun hafi verið gerð til þöggunar. „Það er afskaplega ómaklegt að halda því fram að ráðuneytið, sérfræðingar ráðuneytisins sem hafa það eitt að leiðarljósi að halda auðvitað trúnað um viðkvæm málefni og höndla viðkvæm málefni dags daglega; að ætla að saka þá eða mig um þöggun í þessu máli,“ sagði Sigríður. Hún hafi ekki ætlað að skrifa undir umsókn sem lá fyrir um uppreist æru í ráðuneytinu en í morgun hafi sú umsókn verið dregin til baka.Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að tilraun hefði verið gerð til þöggunar í þessu máliVísir/Anton BrinkDómsmálaráðherra segir þetta mál vekja eðlilegar spurningar um stjórnsýsluna almennt. Hún teldi ekki eðlilegt að undanþáguatkvæði í lögum um veitingu uppreistar æru tveimur árum eftir afplánun hefði orðið meginregla í stað þeirra fimm ára sem meginregla laganna gerði ráð fyrir. En þá framkvæmd mætti að minnsta kosti rekja allt aftur til ársins 1995. „Þannig að þetta er eldgömul framkvæmd. Ég reifaði það á þessum fundi og las upp úr tilskipun frá árinu 1870 (frá Danakonungi). Þannig að þessi mál eru auðvitað á gömlum grunni og auðvitað full ástæða til að skoða þetta og að mínu viti afnema þessa heimild til uppreistrar æru. Og koma endurheimt borgararéttinda í allt annað horf,“ sagði Sigríður Á. Andersen að loknum nefndarfundinum í dag. Uppreist æru Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir engar tilraunir hafa verið gerðar til þöggunar í tengslum við upplýsingar varðandi framkvæmd laga um uppreist æru. Hins vegar hafi undanþágugrein í lögum orðið að reglu við uppreist æru og framkvæmdin því ekki að fullu eins og löggjafinn hafi ætlast til. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun til að svara spurningum um framkvæmd laga um uppreist æru. En áður en til þess kom að ráðherra svarðaði spurningum nefndarmanna var skipt um forystu í nefndinni. Nýr meirihluti í nefndinni ákvað að kjósa Jón Steindór Valdimarsson þingmann Viðreisnar í embætti formanns í stað Brynjars Níelssonar Sjálfstæðisflokki, en Jón Steindór var áður fyrsti varaformaður nefndarinnar og Svandís Svavarsdóttir Vinstri grænum var kosin fyrsti varaformaður. „Það væri ekki rétt að Brynjar héldi ekki áfram sem formaður í nefndinni í ljósi þeirra verkefna sem nefndin er að fást við akkúrat núna,“ sagði Jón Steindór eftir nefndarfund í dag.Jón Steindór Valdimarsson, til hægri, þingmaður Viðreisnar var kjörinn í embætti formanns í stað Brynjars Níelssonar Vísir/AntonFulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni mótmæltu þessu með bókun og lýstu fullum stuðningi við Brynjar. Þessi atburðarás væri afar óheppileg í ljósi þess að verið væri reyna að ljúka þingstörfum í sátt fyrir kosningar.Nú eru örfáar vikur til kosninga. Hvaða verkefni eru eftir hjá nefndinni að fjalla um og lítur nefndin þannig á að hún hafi það hlutverk að rannsaka þessi mál frekar? „Við förum í það núna að fara betur yfir þessi mál um uppreist æru og það sem kann að standa út af þar,“ segir Jón Steindór. Hann eigi hins vegar ekki von á að nefndinni takist að afgreiða álit sitt á skýrslu um sölu ríkisins á Búnaðarbankanum eins og til stóð á gera á næstu vikum. Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að tilraun hefði verið gerð til þöggunar í þessu máli með því að sitja á upplýsingum og spurði ráðherra hver bæri ábyrgð á því. Ráðherra sagði ósannindi felast í spurningunni því engin tilraun hafi verið gerð til þöggunar. „Það er afskaplega ómaklegt að halda því fram að ráðuneytið, sérfræðingar ráðuneytisins sem hafa það eitt að leiðarljósi að halda auðvitað trúnað um viðkvæm málefni og höndla viðkvæm málefni dags daglega; að ætla að saka þá eða mig um þöggun í þessu máli,“ sagði Sigríður. Hún hafi ekki ætlað að skrifa undir umsókn sem lá fyrir um uppreist æru í ráðuneytinu en í morgun hafi sú umsókn verið dregin til baka.Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að tilraun hefði verið gerð til þöggunar í þessu máliVísir/Anton BrinkDómsmálaráðherra segir þetta mál vekja eðlilegar spurningar um stjórnsýsluna almennt. Hún teldi ekki eðlilegt að undanþáguatkvæði í lögum um veitingu uppreistar æru tveimur árum eftir afplánun hefði orðið meginregla í stað þeirra fimm ára sem meginregla laganna gerði ráð fyrir. En þá framkvæmd mætti að minnsta kosti rekja allt aftur til ársins 1995. „Þannig að þetta er eldgömul framkvæmd. Ég reifaði það á þessum fundi og las upp úr tilskipun frá árinu 1870 (frá Danakonungi). Þannig að þessi mál eru auðvitað á gömlum grunni og auðvitað full ástæða til að skoða þetta og að mínu viti afnema þessa heimild til uppreistrar æru. Og koma endurheimt borgararéttinda í allt annað horf,“ sagði Sigríður Á. Andersen að loknum nefndarfundinum í dag.
Uppreist æru Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira