Brynjar settur af: Segist kannski hafa móðgað Viðreisn of mikið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. september 2017 14:33 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, ásamt Jóni Steindóri Valdimarssyn, þingmanni Viðreisnar og núverandi formanni nefndarinnar á fundi hennar fyrr á árinu. Viðreisn myndaði meirihluta með minnihlutanum í nefndinni í morgun og setti Brynjar af sem formann. Vísir/Anton Brink Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að sér hafi verið tilkynnt það í morgun fyrir opinn fund nefndarinnar með Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að minnihlutinn ásamt Viðreisn ætluðu að kjósa nýjan formann í nefndinni. Á fundinum voru reglur er varða uppreist æru til umræðu. Aðspurður hvernig þau tíðindi hafi lagst í hann segir Brynjar að það hafi bæði verið ákveðinn léttir og ákveðin vonbrigði. „Það var ákveðinn léttir að hluta en ákveðin vonbrigði að hluta vegna þess hvernig menn ætla að gera þetta og vinna þetta. Ég hef engan áhuga á að taka þátt í því. Ég hef hins vegar alltaf verið þeirrar skoðunar að stjórnarandstaðan ætti að hafa formennsku í þessari nefnd en þau komu sér ekki saman um það svo ég sat bara svolítið með þetta í fanginu bara,“ segir Brynjar í samtali við Vísi.Kveðst alls ekki vanhæfur til að gegna formennsku í nefndinni En var þér gefin einhver ástæða fyrir því að þau vildu kjósa nýjan formann, var verið að vísa í eitthvað hugsanlegt vanhæfi eða eitthvað slíkt? „Nei, ekki þannig. Ég hef auðvitað heyrt það að einhver í stjórnarandstöðunni væru óánægð með formennsku mína sem er svo sem allt í lagi. En svo að Viðreisn skuli stökkva um borð... kannski hef ég bara móðgað þau of mikið, ég veit það ekki.“ Fram hefur komið að Brynjar sinnti eitt sinn verjendastörfum fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan kynferðisbrotamann sem fékk uppreist æru í fyrra. Þá þekkir hann Robert Downey sem einnig er dæmdur kynferðisbrotamaður og fékk uppreist æru sama dag og Hjalti. Brynjar segir það þó af og frá að hann sé vanhæfur til að fjalla um mál sem tengjast uppreist æru. „Að sjálfsögðu ekki. Það á eiginlega ekki að þurfa að ræða það, það er svo vitlaust að það hálfa væri nóg. Það er ekki spurning um vanhæfi í þessu. Hefði ég kannski verið ráðherra í fyrri ríkisstjórn og komið að þessum málum þá væru verk mín þar til umfjöllunar og ég gæti skilið það. En það að ég hafi varið einhvern mann í fortíðinni hefur auðvitað ekkert að segja. Það eru auðvitað vonbrigði mín að stjórnmálamenn í nefndinni skuli vera svo galnir að leggja þetta upp með þessum hætti. Það er það sorglega í þessu ferli.“Hugurinn stendur til að starfa áfram í pólitík Brynjar segir vonbrigði sín þannig snúa að því að menn séu að búa til pólitískt moldviðri úr máli sem á að skoða af yfirvegun og rólegheitum. Það sé hlutverk nefndarinnar. „Ekki að reyna ná pólitísku höggi á andstæðinginn sem er verið að gera. Ég hef svakalega lítinn húmor fyrir því í raun og veru.“ Fram kom í Fréttablaðinu í dag að Brynjar ekki væri viss um hvort hann ætlaði að bjóða sig fram í næstu þingkosningum sem verða í október. Aðspurður hver staðan sé nú segir hann: „Hugur minn stendur til þess að halda áfram í pólitík en ég er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09 Brynjar ekki lengur formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Meirihlutinn kom sér saman um að Jón Steindór Valdimarsson tæki við formennsku í nefndinni. 19. september 2017 10:14 Brynjar útilokar rannsókn þingnefndar á Bjarna og Sigríði Engin þörf er á því að embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra varðandi uppreist æru verði rannsakaðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þrátt fyrir ályktun Viðreisnar þess efnis, að sögn Brynjars Níelssonar. 17. september 2017 20:22 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að sér hafi verið tilkynnt það í morgun fyrir opinn fund nefndarinnar með Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að minnihlutinn ásamt Viðreisn ætluðu að kjósa nýjan formann í nefndinni. Á fundinum voru reglur er varða uppreist æru til umræðu. Aðspurður hvernig þau tíðindi hafi lagst í hann segir Brynjar að það hafi bæði verið ákveðinn léttir og ákveðin vonbrigði. „Það var ákveðinn léttir að hluta en ákveðin vonbrigði að hluta vegna þess hvernig menn ætla að gera þetta og vinna þetta. Ég hef engan áhuga á að taka þátt í því. Ég hef hins vegar alltaf verið þeirrar skoðunar að stjórnarandstaðan ætti að hafa formennsku í þessari nefnd en þau komu sér ekki saman um það svo ég sat bara svolítið með þetta í fanginu bara,“ segir Brynjar í samtali við Vísi.Kveðst alls ekki vanhæfur til að gegna formennsku í nefndinni En var þér gefin einhver ástæða fyrir því að þau vildu kjósa nýjan formann, var verið að vísa í eitthvað hugsanlegt vanhæfi eða eitthvað slíkt? „Nei, ekki þannig. Ég hef auðvitað heyrt það að einhver í stjórnarandstöðunni væru óánægð með formennsku mína sem er svo sem allt í lagi. En svo að Viðreisn skuli stökkva um borð... kannski hef ég bara móðgað þau of mikið, ég veit það ekki.“ Fram hefur komið að Brynjar sinnti eitt sinn verjendastörfum fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan kynferðisbrotamann sem fékk uppreist æru í fyrra. Þá þekkir hann Robert Downey sem einnig er dæmdur kynferðisbrotamaður og fékk uppreist æru sama dag og Hjalti. Brynjar segir það þó af og frá að hann sé vanhæfur til að fjalla um mál sem tengjast uppreist æru. „Að sjálfsögðu ekki. Það á eiginlega ekki að þurfa að ræða það, það er svo vitlaust að það hálfa væri nóg. Það er ekki spurning um vanhæfi í þessu. Hefði ég kannski verið ráðherra í fyrri ríkisstjórn og komið að þessum málum þá væru verk mín þar til umfjöllunar og ég gæti skilið það. En það að ég hafi varið einhvern mann í fortíðinni hefur auðvitað ekkert að segja. Það eru auðvitað vonbrigði mín að stjórnmálamenn í nefndinni skuli vera svo galnir að leggja þetta upp með þessum hætti. Það er það sorglega í þessu ferli.“Hugurinn stendur til að starfa áfram í pólitík Brynjar segir vonbrigði sín þannig snúa að því að menn séu að búa til pólitískt moldviðri úr máli sem á að skoða af yfirvegun og rólegheitum. Það sé hlutverk nefndarinnar. „Ekki að reyna ná pólitísku höggi á andstæðinginn sem er verið að gera. Ég hef svakalega lítinn húmor fyrir því í raun og veru.“ Fram kom í Fréttablaðinu í dag að Brynjar ekki væri viss um hvort hann ætlaði að bjóða sig fram í næstu þingkosningum sem verða í október. Aðspurður hver staðan sé nú segir hann: „Hugur minn stendur til þess að halda áfram í pólitík en ég er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09 Brynjar ekki lengur formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Meirihlutinn kom sér saman um að Jón Steindór Valdimarsson tæki við formennsku í nefndinni. 19. september 2017 10:14 Brynjar útilokar rannsókn þingnefndar á Bjarna og Sigríði Engin þörf er á því að embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra varðandi uppreist æru verði rannsakaðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þrátt fyrir ályktun Viðreisnar þess efnis, að sögn Brynjars Níelssonar. 17. september 2017 20:22 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09
Brynjar ekki lengur formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Meirihlutinn kom sér saman um að Jón Steindór Valdimarsson tæki við formennsku í nefndinni. 19. september 2017 10:14
Brynjar útilokar rannsókn þingnefndar á Bjarna og Sigríði Engin þörf er á því að embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra varðandi uppreist æru verði rannsakaðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þrátt fyrir ályktun Viðreisnar þess efnis, að sögn Brynjars Níelssonar. 17. september 2017 20:22