„Ég er ekki bara kynferðisbrotaþoli heldur líka gerandi“ Birgir Olgeirsson skrifar 19. september 2017 10:50 Halldór Auðar Svansson er eini borgarfulltrúi Pírata í borgarstjórn. Vísir/Stefán „Ég er ekki bara kynferðisbrotaþoli heldur líka gerandi,“ skrifar Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, á Facebook-síðu sína þar sem hann segist ætla að sýna hvernig ábyrgð er öxluð. Hann segir það ekki sitt að meta hvort hún hefur með þessu verið öxluð að fullu, það muni koma í ljós hvað hann þurfi að gera frekar. Í stöðuuppfærslunni segist hann hafa ýjað að þessu í viðtali um sína reynslu en ekki sagt það nógu hreint út, að hann hafi valdið þjáningum sjálfur.Í viðtali við Pressuna sem birtist árið 2015 greindi Halldór Auðar frá því að hann hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi á barnsaldri og það hafi setið fast í honum og brenglað þá tilfinning sem hann hafði fyrir því hvar mörk liggja í samskiptum við annað fólk og hvað sé eðlilegt í þeim efnum, þá sérstaklega í tengslum við hitt kynið. Í færslunni sem hann birtir á Facebook segir hann að mögulega sé enn þá fólk sem sé í sárum og það sé á hans ábyrgð. „Ég er tilbúinn að gera allt sem ég get gert til að binda enda á þær þjáningar. Ég myndi leita til þess sjálfur en ég er ekki með nöfn þeirra. Það má hins vegar leita til mín, þekki það mig og treysti það sér til þess. Það má líka auðvitað stíga fram. Það má alltaf stíga fram,“ skrifar Halldór. Hann segist örugglega ekki muna allt sem hann hefur gert. „Áfengi er hræðilegur þjáningarvaldur og það eyðir mörkunum milli fólks. Ég hefði átt að hætta að drekka fyrir löngu síðan. Mín var ábyrgðin að átta mig á áhrifunum sem það hafði á mig og aðra og gera eitthvað í því,“ skrifar Halldór og bendir á að lokum að þessum áhrifum veri ekki stjórnað með aðgangsstýringu að áfengi, heldur með því að draga fólk til ábyrgðar á drykkjunni. Uppfært 14:10 Í kjölfar umræðu á athugasemdakerfi Halldórs hefur hann nú skrifað og birt aðra færslu um málið þar sem hann útskýrir nánar hvað hann á við. „Yfirlýsing mín fyrr í dag um að ég líti á mig ekki bara sem kynferðisbrotaþola heldur líka geranda hefur vakið ýmis viðbrögð - eðlilega. Ég var ekki mjög skýr með hvað ég átti við og ég harma að það hafi valdið hugarangri og skilið eftir spurningar.“ Halldór segir að þetta snúist um sjálfskoðun vegna áhrifa umræðu sem tengist uppreistri æru. „Brot skilgreini ég einfaldlega sem að vanvirða mörk. Í mínu tilfelli gekk ég meðan ég drakk í nokkur skipti (sem ég man eftir, gætu verið fleiri) of langt gagnvart konum og ruddist inn á þeirra líkamlega svæði. Telst líklega ekki til alvarlegra brota í tilliti laganna en mér finnst það samt alvarlegt á sinn hátt. Mér finnst líka mikilvægt að halda því til haga að það er alltaf þolandinn sem skilgreinir alvarleikann út frá sinni upplifun og það er það samtal sem ég vildi opna á.“ Uppreist æru Tengdar fréttir Misstu öll tengsl við raunveruleikann Tvíburabræðurnir Halldór, kapteinn Pírata í Reykjavík, og Kári Auðar Svanssynir, hafa báðir glímt við geðræna kvilla. Kári greindist með geðklofa fyrir tólf árum en Halldór reykti gras og endaði í geðrofi árið 2010. Hann jafnaði sig um leið og hann hætti neyslu þess. 14. júní 2014 10:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira
„Ég er ekki bara kynferðisbrotaþoli heldur líka gerandi,“ skrifar Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, á Facebook-síðu sína þar sem hann segist ætla að sýna hvernig ábyrgð er öxluð. Hann segir það ekki sitt að meta hvort hún hefur með þessu verið öxluð að fullu, það muni koma í ljós hvað hann þurfi að gera frekar. Í stöðuuppfærslunni segist hann hafa ýjað að þessu í viðtali um sína reynslu en ekki sagt það nógu hreint út, að hann hafi valdið þjáningum sjálfur.Í viðtali við Pressuna sem birtist árið 2015 greindi Halldór Auðar frá því að hann hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi á barnsaldri og það hafi setið fast í honum og brenglað þá tilfinning sem hann hafði fyrir því hvar mörk liggja í samskiptum við annað fólk og hvað sé eðlilegt í þeim efnum, þá sérstaklega í tengslum við hitt kynið. Í færslunni sem hann birtir á Facebook segir hann að mögulega sé enn þá fólk sem sé í sárum og það sé á hans ábyrgð. „Ég er tilbúinn að gera allt sem ég get gert til að binda enda á þær þjáningar. Ég myndi leita til þess sjálfur en ég er ekki með nöfn þeirra. Það má hins vegar leita til mín, þekki það mig og treysti það sér til þess. Það má líka auðvitað stíga fram. Það má alltaf stíga fram,“ skrifar Halldór. Hann segist örugglega ekki muna allt sem hann hefur gert. „Áfengi er hræðilegur þjáningarvaldur og það eyðir mörkunum milli fólks. Ég hefði átt að hætta að drekka fyrir löngu síðan. Mín var ábyrgðin að átta mig á áhrifunum sem það hafði á mig og aðra og gera eitthvað í því,“ skrifar Halldór og bendir á að lokum að þessum áhrifum veri ekki stjórnað með aðgangsstýringu að áfengi, heldur með því að draga fólk til ábyrgðar á drykkjunni. Uppfært 14:10 Í kjölfar umræðu á athugasemdakerfi Halldórs hefur hann nú skrifað og birt aðra færslu um málið þar sem hann útskýrir nánar hvað hann á við. „Yfirlýsing mín fyrr í dag um að ég líti á mig ekki bara sem kynferðisbrotaþola heldur líka geranda hefur vakið ýmis viðbrögð - eðlilega. Ég var ekki mjög skýr með hvað ég átti við og ég harma að það hafi valdið hugarangri og skilið eftir spurningar.“ Halldór segir að þetta snúist um sjálfskoðun vegna áhrifa umræðu sem tengist uppreistri æru. „Brot skilgreini ég einfaldlega sem að vanvirða mörk. Í mínu tilfelli gekk ég meðan ég drakk í nokkur skipti (sem ég man eftir, gætu verið fleiri) of langt gagnvart konum og ruddist inn á þeirra líkamlega svæði. Telst líklega ekki til alvarlegra brota í tilliti laganna en mér finnst það samt alvarlegt á sinn hátt. Mér finnst líka mikilvægt að halda því til haga að það er alltaf þolandinn sem skilgreinir alvarleikann út frá sinni upplifun og það er það samtal sem ég vildi opna á.“
Uppreist æru Tengdar fréttir Misstu öll tengsl við raunveruleikann Tvíburabræðurnir Halldór, kapteinn Pírata í Reykjavík, og Kári Auðar Svanssynir, hafa báðir glímt við geðræna kvilla. Kári greindist með geðklofa fyrir tólf árum en Halldór reykti gras og endaði í geðrofi árið 2010. Hann jafnaði sig um leið og hann hætti neyslu þess. 14. júní 2014 10:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira
Misstu öll tengsl við raunveruleikann Tvíburabræðurnir Halldór, kapteinn Pírata í Reykjavík, og Kári Auðar Svanssynir, hafa báðir glímt við geðræna kvilla. Kári greindist með geðklofa fyrir tólf árum en Halldór reykti gras og endaði í geðrofi árið 2010. Hann jafnaði sig um leið og hann hætti neyslu þess. 14. júní 2014 10:00