Brynjar ekki lengur formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2017 10:14 Brynjar Níelsson, fráfarandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Vísir/Anton Brink Jón Steindór Valdimarsson er nýkjörinn formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar og Svandís Svavarsdóttir 1. Varaformaður. Jón Steindór tilkynnti þetta í upphafi opins fundar nefndarinnar sem hófst upp úr klukkan 10 í morgun. Fundurinn er í beinni útsendingu á Vísi en hávær krafa hefur verið meðal annarra nefndarmanna þess efnis að Brynjar myndi víkja úr formannssætinu á meðan nefndin fjallaði um mál er tengdust uppreist æru. Meirihluti nefndarinnar komst að þeirri niðurstöðu í upphafi fundar nefndarinnar í morgun að Jón Steindór, þingmaður Viðreisnar, yrði kjörinn formaður nefndarinnar og Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG, fyrsti varaformaður. Áður var Brynjar formaður og Jón Steindór varaformaður. Brynjar hefur í tengslum við mál er varða uppreist æru lagt áherslu á að einstök mál yrðu ekki rædd og upplýsingar ekki birtar. Þetta er fyrsta afleiðing stjórnarslitanna á nefndir Alþingis. Fram hefur komið að Brynjar þekkti Robert Downey, dæmdan kynferðisbrotamann sem fengið hefur uppreist æru, og þá var Brynjar verjandi annars kynferðisbrotamanns sem fékk uppreist æru. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fékk gögn í máli Robert Downey til skoðunar en þingmenn meirihlutans í nefndinni kusu að skoða ekki gögnin á fundi nefndarinnar. Þá hafði Brynjar útilokað að rannsókn færi fram á starfsháttum forsætisráðherra og dómsmálaráðherra sem þingflokkur Viðreisnar hafði farið fram á. Ekki náðist í Brynjar við vinnslu fréttarinnar en hér að neðan má heyra viðtal við Brynjar úr Harmageddon í morgun.Fréttin hefur verið uppfærð. Uppreist æru Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Fleiri fréttir Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Sjá meira
Jón Steindór Valdimarsson er nýkjörinn formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar og Svandís Svavarsdóttir 1. Varaformaður. Jón Steindór tilkynnti þetta í upphafi opins fundar nefndarinnar sem hófst upp úr klukkan 10 í morgun. Fundurinn er í beinni útsendingu á Vísi en hávær krafa hefur verið meðal annarra nefndarmanna þess efnis að Brynjar myndi víkja úr formannssætinu á meðan nefndin fjallaði um mál er tengdust uppreist æru. Meirihluti nefndarinnar komst að þeirri niðurstöðu í upphafi fundar nefndarinnar í morgun að Jón Steindór, þingmaður Viðreisnar, yrði kjörinn formaður nefndarinnar og Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG, fyrsti varaformaður. Áður var Brynjar formaður og Jón Steindór varaformaður. Brynjar hefur í tengslum við mál er varða uppreist æru lagt áherslu á að einstök mál yrðu ekki rædd og upplýsingar ekki birtar. Þetta er fyrsta afleiðing stjórnarslitanna á nefndir Alþingis. Fram hefur komið að Brynjar þekkti Robert Downey, dæmdan kynferðisbrotamann sem fengið hefur uppreist æru, og þá var Brynjar verjandi annars kynferðisbrotamanns sem fékk uppreist æru. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fékk gögn í máli Robert Downey til skoðunar en þingmenn meirihlutans í nefndinni kusu að skoða ekki gögnin á fundi nefndarinnar. Þá hafði Brynjar útilokað að rannsókn færi fram á starfsháttum forsætisráðherra og dómsmálaráðherra sem þingflokkur Viðreisnar hafði farið fram á. Ekki náðist í Brynjar við vinnslu fréttarinnar en hér að neðan má heyra viðtal við Brynjar úr Harmageddon í morgun.Fréttin hefur verið uppfærð.
Uppreist æru Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Fleiri fréttir Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Sjá meira