Segir Sigríði hafa stöðvað uppreist æru Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2017 23:03 Samráðherra og vefsíða sem eiginmaður hennar ritstýrir hafa komið Sigríði Á. Andersen til varnar í dag. Vísir/Anton Brink Jón Gunnarsson, ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafi neitað að skrifa undir beiðni um uppreist æru í vor. Eftir það hafi hún sett vinnu af stað til að undirbúa breytingu á reglum sem um það gilda. Vefsíða sem eiginmaður hennar ritstýrir segir hana fyrsta ráðherrann til að hafna slíkri beiðni. Í færslu á Facebook-síðu sinni skrifar Jón að Sigríður hafi haft beiðnina um uppreist æru fyrir dæmdan sakamann á borði sínu frá því í vor. „Hún kynnti sér þá strax þær reglur sem um þetta gilda og í framhaldi neitaði að skrifa undir. Þá setti hún vinnu af stað til að undirbúa breytingu á þessum reglum. Þetta er nokkrum vikum áður en þessi mál koma í almenna umræðu,“ skrifar Jón um samflokkskonu sína. Þannig segir hann Sigríði fyrsta ráðherrann til að spyrna við fótum og hefja vinnu við breytingar á regluverkinu um uppreist æru. Það telur hann staðfesta ábyrgðarleysi alþingismanna sem ákveði að slíta ríkisstjórnarsamstarfi vegna þessara mála.Vefsíða eiginmanns Sigríðar fjallar um embættisfærslur hennarSigríður hefur legið undir harðri gagnrýni fyrir að hafa upplýst Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, um að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli um uppreist æru fyrir dæmdan barnaníðing á sama tíma og ráðuneyti hennar neitaði að birta upplýsingar um sambærilegt mál sem fjölmiðlar og fórnarlömb höfðu óskað eftir. Athygli vekur að vefsíðan Andríki-Vefþjóðviljinn birti einnig grein í dag um að Sigríður hafi neitað að skrifa undir beiðni um uppreist æru dæmds kynferðisbrotamanns. Titill greinarinnar er „Ráðherrann sem stöðvaði uppreist æru“. Þar kemur fram að engum hafi verið veitt uppreist æru í ráðherratíð Sigríðar og að hún sé fyrsti ráðherrann til að neita að skrifa undir beiðni af þessu tagi. Glúmur Björnsson, eiginmaður Sigríðar, er einn þriggja manna sem sagðir eru fara með ritstjórn Andríkis. Sigríður sat sjálf í stjórn útgáfufélags Andríkis frá 1995 til 2006 og í ritstjórn Vefþjóðviljans sömu ár samkvæmt æviágripi hennar á vef Alþingis. Uppreist æru Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Jón Gunnarsson, ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafi neitað að skrifa undir beiðni um uppreist æru í vor. Eftir það hafi hún sett vinnu af stað til að undirbúa breytingu á reglum sem um það gilda. Vefsíða sem eiginmaður hennar ritstýrir segir hana fyrsta ráðherrann til að hafna slíkri beiðni. Í færslu á Facebook-síðu sinni skrifar Jón að Sigríður hafi haft beiðnina um uppreist æru fyrir dæmdan sakamann á borði sínu frá því í vor. „Hún kynnti sér þá strax þær reglur sem um þetta gilda og í framhaldi neitaði að skrifa undir. Þá setti hún vinnu af stað til að undirbúa breytingu á þessum reglum. Þetta er nokkrum vikum áður en þessi mál koma í almenna umræðu,“ skrifar Jón um samflokkskonu sína. Þannig segir hann Sigríði fyrsta ráðherrann til að spyrna við fótum og hefja vinnu við breytingar á regluverkinu um uppreist æru. Það telur hann staðfesta ábyrgðarleysi alþingismanna sem ákveði að slíta ríkisstjórnarsamstarfi vegna þessara mála.Vefsíða eiginmanns Sigríðar fjallar um embættisfærslur hennarSigríður hefur legið undir harðri gagnrýni fyrir að hafa upplýst Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, um að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli um uppreist æru fyrir dæmdan barnaníðing á sama tíma og ráðuneyti hennar neitaði að birta upplýsingar um sambærilegt mál sem fjölmiðlar og fórnarlömb höfðu óskað eftir. Athygli vekur að vefsíðan Andríki-Vefþjóðviljinn birti einnig grein í dag um að Sigríður hafi neitað að skrifa undir beiðni um uppreist æru dæmds kynferðisbrotamanns. Titill greinarinnar er „Ráðherrann sem stöðvaði uppreist æru“. Þar kemur fram að engum hafi verið veitt uppreist æru í ráðherratíð Sigríðar og að hún sé fyrsti ráðherrann til að neita að skrifa undir beiðni af þessu tagi. Glúmur Björnsson, eiginmaður Sigríðar, er einn þriggja manna sem sagðir eru fara með ritstjórn Andríkis. Sigríður sat sjálf í stjórn útgáfufélags Andríkis frá 1995 til 2006 og í ritstjórn Vefþjóðviljans sömu ár samkvæmt æviágripi hennar á vef Alþingis.
Uppreist æru Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira