Fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta fékk uppreist æru Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. september 2017 19:48 Sigurður Ágúst lauk afplánun fyrir dóminn árið 2012. vísir/stefán Sigurður Ágúst Þorvaldsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður meistarflokks KR, var á meðal þeirra sem fékk uppreist æru í september síðastliðnum. Þetta kemur fram í gögnum sem Vísir fékk send frá Dómsmálaráðuneytinu í dag. Sigurður Ágúst var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun árið 2010. Hann fékk uppreist æru sama dag og kynferðisafbrotamennirnir Robert Downey og Hjalti Sigurjón Hauksson en umfjöllun um mál hinna tveggja síðarnefndu hefur verið áberandi síðustu mánuði.Dæmdur fyrir nauðgun árið 2009 Árið 2010 var Sigurður Ágúst Þorvaldsson dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga 17 ára stúlku í samkvæmi í nóvember 2009. Dómnum var áfrýjað en árið 2011 staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Vesturlands í málinu. Sigurður var sakfelldur fyrir að hafa afklætt stúlkuna þar sem hún lá áfengisdauð upp í rúmi eftir skemmtanahald, kysst og káfað á líkama hana og haft við hana samræði. Þá var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur. Sigurður Ágúst lauk afplánun fyrir dóminn árið 2012. Meðfylgjandi umsóknarbréfi hans um uppreist æru voru umsagnir tveggja manna, Inga Þórs Steinþórssonar og Grétars Daníels Pálssonar, sem vottuðu fyrir hegðun Sigurðar.Segir Sigurð Ágúst hafa verið til fyrirmyndar bæði innan og utan vallar Í umsögn Inga Þórs Steinþórssonar, sem starfar sem körfuboltaþjálfari Snæfells og þjálfaði Sigurð Ágúst, segir að Sigurður Ágúst hafi verið stór partur af liðinu og til fyrirmyndar bæði innan og utan vallar. Þá segir enn fremur að Sigurður Ágúst sé fjölskyldumaður sem sjái mjög eftir gjörðum sínum og vilji framar öllu einbeita sér að fjölskyldu sinni. „Ef hægt væri að skrifa bók um hvernig fólk á að koma sér aftur út í lífið þá er saga Sigurðar Ágústar kjörin til þess,“ skrifar Ingi Þór og mælir „eindregið með“ að Sigurður Ágúst fái uppreist æru.„Augljós eftirsjá og iðrun hjá honum vegna þessa“ Í bréfi Grétars Daníels Pálssonar, sem einnig veitir Sigurði Ágústi umsögn, segir að þeir Sigurður Ágúst hafi starfað hjá sama fyrirtæki og þekkist í gegnum félagsstörf. Grétar Daníel segir Sigurð Ágúst samviskusaman og traustsins verðan. Þá leggur hann áherslu á að Sigurður Ágúst sé fjölskyldumaður og sinni fjölskyldu sinni af ástúð. Grétar Daníel tekur enn fremur fram að Sigurður Ágúst iðrist gjörða sinna. „Við höfum átt viðræður um orsök og afleiðingar þess dóms sem hann hlaut og er augljós eftirsjá og iðrun hjá honum vegna þessa.“ Tillaga innanríkisráðuneytisins um að veita Sigurði Ágústi uppreist æru var samþykkt þann 16. september 2016, sama dag og Robert Downey og Hjalti Sigurjón Hauksson hlutu uppreist æru. Uppreist æru Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Sigurður Ágúst Þorvaldsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður meistarflokks KR, var á meðal þeirra sem fékk uppreist æru í september síðastliðnum. Þetta kemur fram í gögnum sem Vísir fékk send frá Dómsmálaráðuneytinu í dag. Sigurður Ágúst var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun árið 2010. Hann fékk uppreist æru sama dag og kynferðisafbrotamennirnir Robert Downey og Hjalti Sigurjón Hauksson en umfjöllun um mál hinna tveggja síðarnefndu hefur verið áberandi síðustu mánuði.Dæmdur fyrir nauðgun árið 2009 Árið 2010 var Sigurður Ágúst Þorvaldsson dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga 17 ára stúlku í samkvæmi í nóvember 2009. Dómnum var áfrýjað en árið 2011 staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Vesturlands í málinu. Sigurður var sakfelldur fyrir að hafa afklætt stúlkuna þar sem hún lá áfengisdauð upp í rúmi eftir skemmtanahald, kysst og káfað á líkama hana og haft við hana samræði. Þá var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur. Sigurður Ágúst lauk afplánun fyrir dóminn árið 2012. Meðfylgjandi umsóknarbréfi hans um uppreist æru voru umsagnir tveggja manna, Inga Þórs Steinþórssonar og Grétars Daníels Pálssonar, sem vottuðu fyrir hegðun Sigurðar.Segir Sigurð Ágúst hafa verið til fyrirmyndar bæði innan og utan vallar Í umsögn Inga Þórs Steinþórssonar, sem starfar sem körfuboltaþjálfari Snæfells og þjálfaði Sigurð Ágúst, segir að Sigurður Ágúst hafi verið stór partur af liðinu og til fyrirmyndar bæði innan og utan vallar. Þá segir enn fremur að Sigurður Ágúst sé fjölskyldumaður sem sjái mjög eftir gjörðum sínum og vilji framar öllu einbeita sér að fjölskyldu sinni. „Ef hægt væri að skrifa bók um hvernig fólk á að koma sér aftur út í lífið þá er saga Sigurðar Ágústar kjörin til þess,“ skrifar Ingi Þór og mælir „eindregið með“ að Sigurður Ágúst fái uppreist æru.„Augljós eftirsjá og iðrun hjá honum vegna þessa“ Í bréfi Grétars Daníels Pálssonar, sem einnig veitir Sigurði Ágústi umsögn, segir að þeir Sigurður Ágúst hafi starfað hjá sama fyrirtæki og þekkist í gegnum félagsstörf. Grétar Daníel segir Sigurð Ágúst samviskusaman og traustsins verðan. Þá leggur hann áherslu á að Sigurður Ágúst sé fjölskyldumaður og sinni fjölskyldu sinni af ástúð. Grétar Daníel tekur enn fremur fram að Sigurður Ágúst iðrist gjörða sinna. „Við höfum átt viðræður um orsök og afleiðingar þess dóms sem hann hlaut og er augljós eftirsjá og iðrun hjá honum vegna þessa.“ Tillaga innanríkisráðuneytisins um að veita Sigurði Ágústi uppreist æru var samþykkt þann 16. september 2016, sama dag og Robert Downey og Hjalti Sigurjón Hauksson hlutu uppreist æru.
Uppreist æru Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira