Sigríður Andersen segir niðurstöðuna áfellisdóm yfir hæfisnefndinni Jakob Bjarnar skrifar 15. september 2017 16:03 Dómsmálaráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms fyrst og síðast áfellisdóm yfir hæfisnefndinni. visir/vilhelm Sigríður Andersen dómsmálaráðherra fagnar niðurstöðu sem var kynnt í dag í héraðsdómi, í Landsdómsmálinu. „Það fyrsta sem blasir við í þessu máli er að öllum kröfum stefnanda hefur verið hafnað. Aðalkröfunni var vísað frá sem var um ógildingu skipunarinnar. Ríkið er sýknað bæði af skaðabótakröfunni og miskakröfunni,“ segir Sigríður í samtali við Vísi.Áfellisdómur yfir hæfisnefndinni Vísir birt frétt um niðurstöðuna í málinu undir fyrirsögninni, „Sigríður braut lög“ en ráðherra telur þá framsetningu villandi án þess að hún vilji gera það sem slíkt að einhverju aðalatriði máls. Það sem ég er hugsi yfir, og blasir við, er að þessi dómur er áfellisdómur yfir störfum hæfisnefndarinnar. Í dómnum er bent á að talið sé brot gegn „dómstólalögum og reglum stjórnsýsluréttar að hafa ekki borið saman reynslu og hæfni dómaraefna. Rökstuðningur hafi verið „óljós“ og heildstæður samanburður á umsækjendum hafi ekki farið fram. Ekki verði því fullyrt að ráðherra hafi valið 15 hæfustu einstaklingana í Landsrétt,“ svo vitnað sé í tilkynningu Jóhannesar Karls Sveinssonar sem er lögmaður Ástráðs Haraldssonar, annars kæranda málsins.Annmarkar sagðir á störfum nefndarinnar Ástráður ætlar að áfrýja þeim þætti málsins sem snýr að því að skaðabótakröfu hans er vísað frá. „Þá gerir hann það bara,“ segir Sigríður en staldrar ekki við það atriði. „Það sem ég er hugsi yfir, og það sem blasir við, er að þessi dómur er áfellisdómur yfir störfum hæfisnefndarinnar.“ Sigríður segir að það hafi alltaf verið tilgangur sinn að finna þá hæfustu við skipan dómara við Landsrétt. Og þarna standi hnífurinn í kúnni, það sem hinn nýfallni dómur telur ámælisvert er í því þar sem hún byggir á niðurstöðu og vinnu hæfnisnefndarinnar. Þetta segir ráðherra mikilvægt atriði. „Dómurinn gagnrýnir vissulega mín vinnubrögð en það eru sömu annmarkar og sagðir eru á störfum nefndarinnar. Enda byggði ég mína niðurstöðu á hennar vinnu. Ég er ánægð með þessa niðurstöðu, frá mínum bæjardyrum séð. Fallist er á að ég hafi lagt málefnalegt sjónarmið til grundvallar minni niðurstöðu. Ég er umfram allt sátt við það að öllum kröfum stefnanda hafi verið hafnað í þessu máli.“ Sigríður vísar sérstaklega til 6. kafla dómsins, þar sem nánar er í saumana á því sem hún vísar til. Þar er að finna ítarlega umfjöllun um störf nefndarinnar.Þvergirðingur formanns nefndarinnar Sigríði segir að sér hafi ekki gengið annað til en fjölga þeim sem voru í hópi hæfustu einstaklinganna. Og kröfu kærenda hafi verið vísað frá vegna þess að þeim tókst ekki að sanna að þeir hafi orðið fyrir skaða né að þeim hafi tekist að sýna fram á að þeir væru meðal fimmtán hæfustu. Sigríður segir að dómurinn segi að hún hefði átt að fá aðra niðurstöðu, vandarari, en það sé hægara um að tala en í að komast. „Ég var búin að ræða við formann nefndarinnar og skýra út mín sjónarmið. Hann var mér ekki sammála. Þá var auðvitað tómt mál að óska eftir nýrri niðurstöðu. Það lá fyrir að nefndin ætlað að halda sig við þetta. Uppúr stendur að dómurinn er áfellisdómur yfir hæfisnefndinni og ég er mjög hugsi yfir því.“ Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sigríður Andersen braut lög Dómsmálaráðherra braut lög við skipun Landsréttardómara. 15. september 2017 14:03 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra fagnar niðurstöðu sem var kynnt í dag í héraðsdómi, í Landsdómsmálinu. „Það fyrsta sem blasir við í þessu máli er að öllum kröfum stefnanda hefur verið hafnað. Aðalkröfunni var vísað frá sem var um ógildingu skipunarinnar. Ríkið er sýknað bæði af skaðabótakröfunni og miskakröfunni,“ segir Sigríður í samtali við Vísi.Áfellisdómur yfir hæfisnefndinni Vísir birt frétt um niðurstöðuna í málinu undir fyrirsögninni, „Sigríður braut lög“ en ráðherra telur þá framsetningu villandi án þess að hún vilji gera það sem slíkt að einhverju aðalatriði máls. Það sem ég er hugsi yfir, og blasir við, er að þessi dómur er áfellisdómur yfir störfum hæfisnefndarinnar. Í dómnum er bent á að talið sé brot gegn „dómstólalögum og reglum stjórnsýsluréttar að hafa ekki borið saman reynslu og hæfni dómaraefna. Rökstuðningur hafi verið „óljós“ og heildstæður samanburður á umsækjendum hafi ekki farið fram. Ekki verði því fullyrt að ráðherra hafi valið 15 hæfustu einstaklingana í Landsrétt,“ svo vitnað sé í tilkynningu Jóhannesar Karls Sveinssonar sem er lögmaður Ástráðs Haraldssonar, annars kæranda málsins.Annmarkar sagðir á störfum nefndarinnar Ástráður ætlar að áfrýja þeim þætti málsins sem snýr að því að skaðabótakröfu hans er vísað frá. „Þá gerir hann það bara,“ segir Sigríður en staldrar ekki við það atriði. „Það sem ég er hugsi yfir, og það sem blasir við, er að þessi dómur er áfellisdómur yfir störfum hæfisnefndarinnar.“ Sigríður segir að það hafi alltaf verið tilgangur sinn að finna þá hæfustu við skipan dómara við Landsrétt. Og þarna standi hnífurinn í kúnni, það sem hinn nýfallni dómur telur ámælisvert er í því þar sem hún byggir á niðurstöðu og vinnu hæfnisnefndarinnar. Þetta segir ráðherra mikilvægt atriði. „Dómurinn gagnrýnir vissulega mín vinnubrögð en það eru sömu annmarkar og sagðir eru á störfum nefndarinnar. Enda byggði ég mína niðurstöðu á hennar vinnu. Ég er ánægð með þessa niðurstöðu, frá mínum bæjardyrum séð. Fallist er á að ég hafi lagt málefnalegt sjónarmið til grundvallar minni niðurstöðu. Ég er umfram allt sátt við það að öllum kröfum stefnanda hafi verið hafnað í þessu máli.“ Sigríður vísar sérstaklega til 6. kafla dómsins, þar sem nánar er í saumana á því sem hún vísar til. Þar er að finna ítarlega umfjöllun um störf nefndarinnar.Þvergirðingur formanns nefndarinnar Sigríði segir að sér hafi ekki gengið annað til en fjölga þeim sem voru í hópi hæfustu einstaklinganna. Og kröfu kærenda hafi verið vísað frá vegna þess að þeim tókst ekki að sanna að þeir hafi orðið fyrir skaða né að þeim hafi tekist að sýna fram á að þeir væru meðal fimmtán hæfustu. Sigríður segir að dómurinn segi að hún hefði átt að fá aðra niðurstöðu, vandarari, en það sé hægara um að tala en í að komast. „Ég var búin að ræða við formann nefndarinnar og skýra út mín sjónarmið. Hann var mér ekki sammála. Þá var auðvitað tómt mál að óska eftir nýrri niðurstöðu. Það lá fyrir að nefndin ætlað að halda sig við þetta. Uppúr stendur að dómurinn er áfellisdómur yfir hæfisnefndinni og ég er mjög hugsi yfir því.“
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sigríður Andersen braut lög Dómsmálaráðherra braut lög við skipun Landsréttardómara. 15. september 2017 14:03 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Sigríður Andersen braut lög Dómsmálaráðherra braut lög við skipun Landsréttardómara. 15. september 2017 14:03