Segir ekki mikið annað í stöðunni en að boða til kosninga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2017 12:41 Birgitta á leið á þingflokksfundi Pírata í morgun. vísir/anton brink Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist ekki sjá mikið annað í stöðunni en að boða til þingkosninga. Það er því komið annað hljóð í Pírata en var í morgun þegar þeir lýstu því yfir að þeir myndu frekar vilja mynda nýja ríkisstjórn en boða til kosninga. Heimir Már Pétursson ræddi við Birgittu í beinni útsendingu í hádegisfréttatíma Stöðvar 2. Þar sagðist hún ekki sjá mikla möguleika á því að mynda starfhæfa ríkisstjórn þó að ef til vill væri hægt að mynda minnihlutastjórn. Það væri þó snúið og Íslendingar hefðu enga reynslu af slíkri stjórn. Sjá einnig:Pírata vilja samþykkja nýja stjórnarskrá áður en þing verður rofið Viðreisn og Vinstri grænir hafa einnig lýst því yfir að það eigi að kjósa og telur Birgitta að meirihluti sé fyrir því í þinginu að boða til kosninga. Á meðan gæti starfsstjórn farið með stjórn landsins en Birgitta sagði að vondur bragur væri á því ef Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, myndi leiða slíka stjórn. Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti með afgerandi meirihluta að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi vegna trúnaðarbrests. Í framhaldinu lýsti Viðreisn því yfir að loknum fundi sínum að réttast væri að boða til kosninga í ljósi stöðunnar sem væri komin upp. Trúnaðarbresturinn sem Björt framtíð vísar til snýr að því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra greindi Bjarna frá því í júlí að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila eins þeirra 32 sem hefðu fengið uppreist æru frá árinu 1995. Mánuði fyrr hafði dómsmálaráðherra neitað fjölmiðlum um aðgang að gögnum í einu slíku máli. Kosningar 2017 Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55 Styðja Bjarna Benediktsson: „Var bara jafn hissa og öll þjóðin þegar ég vaknaði í morgun“ Þeir Ásmundur Friðriksson og Birgir Ármannsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segjast báðir styðja Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að ríkisstjórn hans sé sprungin. 15. september 2017 11:45 Þolinmæði þjóðarinnar á þrotum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir að æskilegast sé að boða til kosninga sem fyrst. 15. september 2017 08:58 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist ekki sjá mikið annað í stöðunni en að boða til þingkosninga. Það er því komið annað hljóð í Pírata en var í morgun þegar þeir lýstu því yfir að þeir myndu frekar vilja mynda nýja ríkisstjórn en boða til kosninga. Heimir Már Pétursson ræddi við Birgittu í beinni útsendingu í hádegisfréttatíma Stöðvar 2. Þar sagðist hún ekki sjá mikla möguleika á því að mynda starfhæfa ríkisstjórn þó að ef til vill væri hægt að mynda minnihlutastjórn. Það væri þó snúið og Íslendingar hefðu enga reynslu af slíkri stjórn. Sjá einnig:Pírata vilja samþykkja nýja stjórnarskrá áður en þing verður rofið Viðreisn og Vinstri grænir hafa einnig lýst því yfir að það eigi að kjósa og telur Birgitta að meirihluti sé fyrir því í þinginu að boða til kosninga. Á meðan gæti starfsstjórn farið með stjórn landsins en Birgitta sagði að vondur bragur væri á því ef Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, myndi leiða slíka stjórn. Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti með afgerandi meirihluta að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi vegna trúnaðarbrests. Í framhaldinu lýsti Viðreisn því yfir að loknum fundi sínum að réttast væri að boða til kosninga í ljósi stöðunnar sem væri komin upp. Trúnaðarbresturinn sem Björt framtíð vísar til snýr að því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra greindi Bjarna frá því í júlí að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila eins þeirra 32 sem hefðu fengið uppreist æru frá árinu 1995. Mánuði fyrr hafði dómsmálaráðherra neitað fjölmiðlum um aðgang að gögnum í einu slíku máli.
Kosningar 2017 Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55 Styðja Bjarna Benediktsson: „Var bara jafn hissa og öll þjóðin þegar ég vaknaði í morgun“ Þeir Ásmundur Friðriksson og Birgir Ármannsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segjast báðir styðja Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að ríkisstjórn hans sé sprungin. 15. september 2017 11:45 Þolinmæði þjóðarinnar á þrotum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir að æskilegast sé að boða til kosninga sem fyrst. 15. september 2017 08:58 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55
Styðja Bjarna Benediktsson: „Var bara jafn hissa og öll þjóðin þegar ég vaknaði í morgun“ Þeir Ásmundur Friðriksson og Birgir Ármannsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segjast báðir styðja Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að ríkisstjórn hans sé sprungin. 15. september 2017 11:45
Þolinmæði þjóðarinnar á þrotum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir að æskilegast sé að boða til kosninga sem fyrst. 15. september 2017 08:58