Bjarni segist þurfa að nota tímann til að vinna úr óvæntri stöðu Birgir Olgeirsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 15. september 2017 11:07 Bjarni Benediktsson við Valhöll í dag. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, ræddi stuttlega við fjölmiðla þegar hann kom til þingflokksfundar í Valhöll núna klukkan 11. Hann tjáði sig ekki mikið um atburði liðins sólarhrings en Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn á tólfta tímanum í gær. Ástæðan var trúnaðarbrestur forsætisráðherra og Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en Sigríður sagði Bjarna frá því í lok júlí að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hefði skrifað undir umsögn á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. „Ég ætla að tjá mig síðar í dag en í millitíðinni þarf ég að nota tímann til að vinna úr þessari óvæntu stöðu og næst er að hitta hérna þingflokkinn,“ sagði Bjarni. Aðspurður hvort að hann ætlaði að ganga á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta í dag, sagði Bjarni: „Við munum tala um það í dag þegar við eigum fund hér.“ Hann vildi ekki svara því hvort að það væri fyrsti kostur hans að mynda nýja ríkisstjórn. „Þetta er einmitt atriði sem ég vil tala um við ykkur í dag en það er margt sem mig langar til að tala um. Þessi tíðindi vikunnar og sú staða sem síðan myndast í kjölfarið, þetta er ég tilbúinn til að ræða við ykkur í dag.“ Kosningar 2017 Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Nokkrir möguleikar í stöðunni fyrir forsetann Stjórnsýslufræðingi finnst líklegast í stöðunni að forsætisráðherra biðjist lausnar. 15. september 2017 10:17 Eiginhagsmunir ráðherra kornið sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43 Hélt að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, sagði að sín fyrstu viðbrögð við því að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar væri fallin væru þau að hann hefði haldið að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum í gær. 15. september 2017 10:56 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, ræddi stuttlega við fjölmiðla þegar hann kom til þingflokksfundar í Valhöll núna klukkan 11. Hann tjáði sig ekki mikið um atburði liðins sólarhrings en Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn á tólfta tímanum í gær. Ástæðan var trúnaðarbrestur forsætisráðherra og Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en Sigríður sagði Bjarna frá því í lok júlí að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hefði skrifað undir umsögn á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. „Ég ætla að tjá mig síðar í dag en í millitíðinni þarf ég að nota tímann til að vinna úr þessari óvæntu stöðu og næst er að hitta hérna þingflokkinn,“ sagði Bjarni. Aðspurður hvort að hann ætlaði að ganga á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta í dag, sagði Bjarni: „Við munum tala um það í dag þegar við eigum fund hér.“ Hann vildi ekki svara því hvort að það væri fyrsti kostur hans að mynda nýja ríkisstjórn. „Þetta er einmitt atriði sem ég vil tala um við ykkur í dag en það er margt sem mig langar til að tala um. Þessi tíðindi vikunnar og sú staða sem síðan myndast í kjölfarið, þetta er ég tilbúinn til að ræða við ykkur í dag.“
Kosningar 2017 Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Nokkrir möguleikar í stöðunni fyrir forsetann Stjórnsýslufræðingi finnst líklegast í stöðunni að forsætisráðherra biðjist lausnar. 15. september 2017 10:17 Eiginhagsmunir ráðherra kornið sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43 Hélt að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, sagði að sín fyrstu viðbrögð við því að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar væri fallin væru þau að hann hefði haldið að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum í gær. 15. september 2017 10:56 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Nokkrir möguleikar í stöðunni fyrir forsetann Stjórnsýslufræðingi finnst líklegast í stöðunni að forsætisráðherra biðjist lausnar. 15. september 2017 10:17
Eiginhagsmunir ráðherra kornið sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43
Hélt að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, sagði að sín fyrstu viðbrögð við því að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar væri fallin væru þau að hann hefði haldið að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum í gær. 15. september 2017 10:56