Bjarni fékk að vita það í lok júlí að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. september 2017 18:48 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, fékk að vita af því í lok júlí að faðir hans Benedikt Sveinsson hefði verið á meðal þeirra sem vottuðu fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan barnaníðing, þegar honum var veitt uppreist æru í september á síðasta ári. Þetta kom fram í viðtali Heimis Más Péturssonar við Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún sagði að embættismenn ráðuneytisins hefðu greint henni frá því í lok júlí að faðir Bjarna væri á meðal umsagnaraðila Hjalta. Hún hefði talið rétt að láta forsætisráðherra vita af því. Aðspurð hvernig hann brást við sagði Sigríður: „Hann kom algjörlega af fjöllum. Auðvitað finnst okkur öllum þetta þungbært [...] en ég ætla ekki að fara að tjá mig fyrir hönd forsætisráðherra.“Segir Hjalta hafa mætt með bréfið tilbúið til undirritunarVísir greindi frá því í dag að Benedikt, faðir Bjarna, hefði verið á meðal umsagnaraðila Hjalta en hann fékk uppreist æru í fyrra eins og áður segir. Árið 2004 var Hjalti dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir áralöng kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Benedikt vildi ekkert ræða málið þegar Vísir hafði samband við hann í morgun. Hann sagðist mögulega ætla að senda frá sér yfirlýsingu sem hann svo gerði á fimmta tímanum eftir að Vísir hafði greint frá því að hann væri á meðal umsagnaraðila. Í yfirlýsingunni segir hann að Hjalti hafi mætt með bréf til sín í fyrra, tilbúið til undirritunar, sem Benedikt skrifaði undir. „Hjalti Sigurjón Hauksson var um tíma tengdur kunningjafólki okkar hjóna frá skólaárum. Hann hefur í nokkur skipti leitað aðstoðar hjá mér, fyrst og fremst vegna fjárhagsmála eða í tengslum við atvinnuleit. Engin önnur tengsl hafa verið á milli okkar,“ segir Benedikt. Samkvæmt heimildum Vísis gerir dómsmálaráðuneytið almennt engar athuganir á því hvort meðmælabréf, sem skilað er við umsókn um uppreist æru, hafi í raun og veru verið skrifuð af þeim sem skrifa undir bréfin. Auk Benedikts veittu þeir Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson Hjalta umsögn vegna umsóknar hans um uppreist æru. Uppreist æru Tengdar fréttir Mæltu með Hjalta Sigurjóni eins og Benedikt Sveinsson Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson, yfirmenn hjá hópbílafyrirtækjum, veittu Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni og bílstjóra, meðmæli um uppreist æru. 14. september 2017 17:45 Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34 Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, fékk að vita af því í lok júlí að faðir hans Benedikt Sveinsson hefði verið á meðal þeirra sem vottuðu fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan barnaníðing, þegar honum var veitt uppreist æru í september á síðasta ári. Þetta kom fram í viðtali Heimis Más Péturssonar við Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún sagði að embættismenn ráðuneytisins hefðu greint henni frá því í lok júlí að faðir Bjarna væri á meðal umsagnaraðila Hjalta. Hún hefði talið rétt að láta forsætisráðherra vita af því. Aðspurð hvernig hann brást við sagði Sigríður: „Hann kom algjörlega af fjöllum. Auðvitað finnst okkur öllum þetta þungbært [...] en ég ætla ekki að fara að tjá mig fyrir hönd forsætisráðherra.“Segir Hjalta hafa mætt með bréfið tilbúið til undirritunarVísir greindi frá því í dag að Benedikt, faðir Bjarna, hefði verið á meðal umsagnaraðila Hjalta en hann fékk uppreist æru í fyrra eins og áður segir. Árið 2004 var Hjalti dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir áralöng kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Benedikt vildi ekkert ræða málið þegar Vísir hafði samband við hann í morgun. Hann sagðist mögulega ætla að senda frá sér yfirlýsingu sem hann svo gerði á fimmta tímanum eftir að Vísir hafði greint frá því að hann væri á meðal umsagnaraðila. Í yfirlýsingunni segir hann að Hjalti hafi mætt með bréf til sín í fyrra, tilbúið til undirritunar, sem Benedikt skrifaði undir. „Hjalti Sigurjón Hauksson var um tíma tengdur kunningjafólki okkar hjóna frá skólaárum. Hann hefur í nokkur skipti leitað aðstoðar hjá mér, fyrst og fremst vegna fjárhagsmála eða í tengslum við atvinnuleit. Engin önnur tengsl hafa verið á milli okkar,“ segir Benedikt. Samkvæmt heimildum Vísis gerir dómsmálaráðuneytið almennt engar athuganir á því hvort meðmælabréf, sem skilað er við umsókn um uppreist æru, hafi í raun og veru verið skrifuð af þeim sem skrifa undir bréfin. Auk Benedikts veittu þeir Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson Hjalta umsögn vegna umsóknar hans um uppreist æru.
Uppreist æru Tengdar fréttir Mæltu með Hjalta Sigurjóni eins og Benedikt Sveinsson Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson, yfirmenn hjá hópbílafyrirtækjum, veittu Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni og bílstjóra, meðmæli um uppreist æru. 14. september 2017 17:45 Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34 Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Mæltu með Hjalta Sigurjóni eins og Benedikt Sveinsson Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson, yfirmenn hjá hópbílafyrirtækjum, veittu Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni og bílstjóra, meðmæli um uppreist æru. 14. september 2017 17:45
Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34
Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45