Tólfumenn vilja farga treyjum sínum vegna Henson-merkingar Jakob Bjarnar skrifar 14. september 2017 11:27 Treyjurnar leika stórt hlutverk í starfi Tólfunnar en nokkrir þeirra vilja ekki klæðast treyjum sem merktar eru Henson. visir/vilhelm Hörðustu stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, þeir í Tólfunni, eru í standandi vandræðum vegna þess að treyjur félagsskaparins eru kyrfilega merktar Henson. Vilja sumir ganga svo langt að farga treyjunum. „Ég fæ æluna þegar ég sé þetta Henson merki. Ruslið verður það,“ segir einn þeirra, Auðunn Freyr Kristjánsson á netinu.Einkennisbúningur Tólfunnar.Tólfan klæðist treyjum sem framleiddar eru af fyrirtæki Halldórs Einarssonar, Henson, og eru kyrfilega merktar sem slíkar. Eins og Vísir greindi frá er Halldór er einn þeirra sem er ábekingur Roberts Downey á umsókn hans um uppreist æru.Halldór hefur tjáð Vísi að hann harmi að tengjast málinu. Á netinu hefur borið á harðorðum ummælum þess efnis að sniðganga beri Henson vegna málsins. Og Halldór, sem jafnan er nefndur Henson og var áður í hávegum hafður meðal knattspyrnuáhugamannanna, nú virðist það liðin tíð. Gaui Þorsteins, körfuboltafrömuður með meiru á Ísafirði, leggur orð í belg vegna þessa. Sitt sýnist hverjum. Um er að ræða eitt helsta hitamáli samfélagsins í dag, mál sem meðal annars setti mark sitt á umræður á Alþingi í gærkvöldi þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína. Katrín Jakobsdóttir formaður VG var til að mynda meðal þeirra sem gerði sér mat úr því í ræðu sinni við það tækifæri. Og forseti Íslands gerði þetta að einu helst atriði í sinni ræðu við setningu þingsins. Málið fer þannig um alla stigu samfélagsins og hefur margvísleg áhrif. Tólfan tengist þessu sem fyrr segir og eru nú heitar umræður um þetta innan þeirra raða. Enda spila treyjurnarstórt hlutverk í öllum aðgerðum félagsskaparins.„Hvað er svo framhaldið? Setja tippex yfir þetta eða beint í ruslið? Manni þykir nú ansi vænt um þessa treyju,“ segir Auðunn Freyr Kristjánsson á Facebook. Félagi hans í Tólfunni, Gunnar Örn Jóhannsson, er klár í sinni afstöðu: „Sorry, ég fer ekki aftur í mína,“ segir hann og Auðunn Freyr tekur undir þetta: Það er nefnilega málið. Pálmi Gunnlaugur Hjaltason segir að sem Tólfumaður vilji hann ekki hafa afskipti af stjórnmálum og það tengist ekki íslenska landsliðinu. „Tólfan er meira en treyja,“ segir hann. Og Jóhann Ingi Norðfjörð segir algert dómgreindarleysi að skrifa undir þessa umsókn Róberts. En, „Halldór er toppmaður sem ég efast ekki um að neinn sem hefur honum kynnst geti annað sagt. Sé ekki ástæðu til að taka Henson merkið af lífi hér á netinu heldur bíða og sjá.“ Vísi hefur ekki tekist að ná tali af forsvarsmönnum Tólfunnar til að fá úr því skorið hvort fyrir liggi formleg afstaða félagsins til þessa álitaefnis. Uppreist æru Tengdar fréttir Halldór harmar að hafa blandast inn í mál Robert Downey: „Ég er sjálfur faðir“ Halldór Einarsson eigandi Hanson var einn þeirra þriggja sem skrifuðu umsögn um Robert Downey þegar hann óskaði eftir uppreist æru. 12. september 2017 20:30 Æskuvinir vottuðu fyrir Robert Downey Dómsmálaráðuneytið birti rétt í þessu gögn varðandi uppreist æru Robert Downey. 12. september 2017 17:51 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Hörðustu stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, þeir í Tólfunni, eru í standandi vandræðum vegna þess að treyjur félagsskaparins eru kyrfilega merktar Henson. Vilja sumir ganga svo langt að farga treyjunum. „Ég fæ æluna þegar ég sé þetta Henson merki. Ruslið verður það,“ segir einn þeirra, Auðunn Freyr Kristjánsson á netinu.Einkennisbúningur Tólfunnar.Tólfan klæðist treyjum sem framleiddar eru af fyrirtæki Halldórs Einarssonar, Henson, og eru kyrfilega merktar sem slíkar. Eins og Vísir greindi frá er Halldór er einn þeirra sem er ábekingur Roberts Downey á umsókn hans um uppreist æru.Halldór hefur tjáð Vísi að hann harmi að tengjast málinu. Á netinu hefur borið á harðorðum ummælum þess efnis að sniðganga beri Henson vegna málsins. Og Halldór, sem jafnan er nefndur Henson og var áður í hávegum hafður meðal knattspyrnuáhugamannanna, nú virðist það liðin tíð. Gaui Þorsteins, körfuboltafrömuður með meiru á Ísafirði, leggur orð í belg vegna þessa. Sitt sýnist hverjum. Um er að ræða eitt helsta hitamáli samfélagsins í dag, mál sem meðal annars setti mark sitt á umræður á Alþingi í gærkvöldi þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína. Katrín Jakobsdóttir formaður VG var til að mynda meðal þeirra sem gerði sér mat úr því í ræðu sinni við það tækifæri. Og forseti Íslands gerði þetta að einu helst atriði í sinni ræðu við setningu þingsins. Málið fer þannig um alla stigu samfélagsins og hefur margvísleg áhrif. Tólfan tengist þessu sem fyrr segir og eru nú heitar umræður um þetta innan þeirra raða. Enda spila treyjurnarstórt hlutverk í öllum aðgerðum félagsskaparins.„Hvað er svo framhaldið? Setja tippex yfir þetta eða beint í ruslið? Manni þykir nú ansi vænt um þessa treyju,“ segir Auðunn Freyr Kristjánsson á Facebook. Félagi hans í Tólfunni, Gunnar Örn Jóhannsson, er klár í sinni afstöðu: „Sorry, ég fer ekki aftur í mína,“ segir hann og Auðunn Freyr tekur undir þetta: Það er nefnilega málið. Pálmi Gunnlaugur Hjaltason segir að sem Tólfumaður vilji hann ekki hafa afskipti af stjórnmálum og það tengist ekki íslenska landsliðinu. „Tólfan er meira en treyja,“ segir hann. Og Jóhann Ingi Norðfjörð segir algert dómgreindarleysi að skrifa undir þessa umsókn Róberts. En, „Halldór er toppmaður sem ég efast ekki um að neinn sem hefur honum kynnst geti annað sagt. Sé ekki ástæðu til að taka Henson merkið af lífi hér á netinu heldur bíða og sjá.“ Vísi hefur ekki tekist að ná tali af forsvarsmönnum Tólfunnar til að fá úr því skorið hvort fyrir liggi formleg afstaða félagsins til þessa álitaefnis.
Uppreist æru Tengdar fréttir Halldór harmar að hafa blandast inn í mál Robert Downey: „Ég er sjálfur faðir“ Halldór Einarsson eigandi Hanson var einn þeirra þriggja sem skrifuðu umsögn um Robert Downey þegar hann óskaði eftir uppreist æru. 12. september 2017 20:30 Æskuvinir vottuðu fyrir Robert Downey Dómsmálaráðuneytið birti rétt í þessu gögn varðandi uppreist æru Robert Downey. 12. september 2017 17:51 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Halldór harmar að hafa blandast inn í mál Robert Downey: „Ég er sjálfur faðir“ Halldór Einarsson eigandi Hanson var einn þeirra þriggja sem skrifuðu umsögn um Robert Downey þegar hann óskaði eftir uppreist æru. 12. september 2017 20:30
Æskuvinir vottuðu fyrir Robert Downey Dómsmálaráðuneytið birti rétt í þessu gögn varðandi uppreist æru Robert Downey. 12. september 2017 17:51