Færeysk stjórnarskrá, loksins? Þorvaldur Gylfason skrifar 14. september 2017 07:00 Einn munurinn á Færeyjum og Grænlandi er að Færeyingar, bæði þing og þjóð, eru þverklofnir í afstöðu sinni til sjálfstæðis. Að þessu leyti eru Færeyingar eins og Katalónar og Skotar. Allar þjóðirnar þrjár eru á báðum áttum og geta því ekki að svo stöddu gert það upp við sig hvort hentar þeim betur, sjálfstjórn í helztu málum innan stærri ríkisheildar líkt og Íslendingar nutu frá 1904 til 1944 eða fullt sjálfstæði.Grænland og FæreyjarGrænland er annað mál. Þar er einhugur á þingi um að lýsa yfir sjálfstæði frá Danmörku. Sumum Grænlendingum þykja Danir sýna þeim stærilæti með því að láta að því liggja að Grænlendingar geti ekki staðið á eigin fótum, svo fámenn þjóð í svo stóru og dreifbýlu landi. Hægan, hægan, segja þá sumir grænlenzkir þingmenn. Við þurfum ekki annað en að bjóða Rússum aðstöðu fyrir t.d. þrjá milljarða evra og þá kemur Kaninn þaninn og býður okkur fjóra milljarða dala fyrir sama. Það gerir 30 milljónir íslenzkra króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu á Grænlandi. Þennan leik léku Færeyingar gagnvart Dönum á fyrri tíð eins og Eðvarð T. Jónsson lýsir í bók sinni Hlutskipti Færeyja nema fjárhæðirnar voru mun lægri. Hrun Færeyja 1989-1993 leiddi af sér framfarir í stjórnarháttum, m.a. miklu minni meðgjöf frá Dönum og þá um leið meiri sjálfsábyrgð í efnahagsmálum af hálfu Færeyinga.Stjórnarskrá? Eitt framfaraskrefið var ásetningur um að setja Færeyjum stjórnarskrá. Ferlið var sett af stað 1998. Færeyingar fóru aðra leið en Íslendingar. Fulltrúar stjórnmálaflokka voru ásamt fáeinum lögfræðingum og tveim fræðimönnum skipaðir í nefnd sem skilaði af sér stjórnarskrárfrumvarpi. Það var lagt fyrir lögþingið í Þórshöfn 2006 og hefur legið þar síðan. Þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið var lofað 2010 en heitið var ekki efnt. Ýmsar þingskipaðar nefndir hafa legið yfir frumvarpinu án þess að ljúka málinu líkt og raunin hefur verið hér heima í meira en 70 ár. Nú hefur það gerzt að þrír stjórnarflokkar í Færeyjum hafa náð saman um breytingar á frumvarpinu og kynnt þær almenningi sem fékk frest til 25. ágúst sl. til að gera athugasemdir við frumvarpið. Fram að því hafði almenningi verið haldið frá frumvarpinu. Flestir kjósendur vita því lítið um málið og hafa eftir því lítinn áhuga á boðaðri stjórnarskrá stjórnmálaflokkanna sem hefði að réttu lagi heldur átt að vera stjórnarskrá fólksins líkt og frumvarp Stjórnlagaráðs frá 2011 hér heima. Þarna er rangt að farið í Færeyjum. Þingmenn eiga ekki að breyta stjórnarskrám vilji þeir gæta velsæmis og forðast sjálftöku. Breytingarnar sem færeyskir þingmenn hafa gert á auðlindaákvæðinu veikja frumvarpið. „Þjóðareign“ á auðlindum sem er þekkt hugtak í mæltu máli og lögum og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum hefur t.d. verið breytt í „landseign“ sem er óljóst orð og býður upp á rugling og réttaróvissu. Að auki er ólýðræðislegur bragur á þessari breytingu úr „þjóð“ í „land“ eins og ráða má t.d. af því að Donald Trump var kjörinn Bandaríkjaforseti 2016 með meiri hluta flatarmáls landsins að baki sér en minni hluta þjóðarinnar.Kunnuglegur fyrirsláttur Stjórnarandstaðan í Færeyjum leggst gegn frumvarpinu með því að færa sér í nyt þá mótbáru dönsku stjórnarinnar að frumvarpið samrýmist ekki óbreyttri stöðu Færeyja innan danska ríkjasambandsins. Þetta er einber fyrirsláttur. Íslendingar fengu fyrst heimastjórn 1904 og síðan fullveldi 1918 án þess að breyta stjórnarskránni frá 1874. Það var ekki fyrr en Íslendingar tóku sér sjálfstæði 1944 að breyta þurfti stjórnarskránni og þá aðeins lítillega. Dæmi Íslands sýnir að stjórnarskráin þarf ekki að kveða á um alla skapaða hluti og þá ekki heldur um samband landsins við önnur lönd. Þeir sem reyna að búa til ágreining um færeysku stjórnarskrána úr djúpstæðum deilum um sjálfstæðismálið liggja undir grun um að reyna að búa sér til átyllu til að hlaupa frá stjórnarskrármálinu, trúlega til að komast hjá lögfestingu auðlindaákvæðisins þar sem segir að þjóðin (nú landið!) eigi auðlindirnar og taki gjald fyrir afnot þeirra eða tryggi öllum jafnan aðgang að þeim. Þessi fyrirsláttur rímar vel við málflutning íslenzkra þingmanna, flokka og annarra sem eru á fóðrum hjá útgerðinni eins og t.d. Morgunblaðið. Margir óttast því að lögþingið tefli færeyska frumvarpinu í strand til að gleðja útvegsmenn. Fari svo þurfa Íslendingar að skoða hlutskipti Færeyja sem víti til varnaðar eins og Alþingi hefði þurft að gera eftir hrun Færeyja 1989-1993 en gerði ekki. Alþingi getur ekki leyft sér að gera sömu bommertuna tvisvar. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Einn munurinn á Færeyjum og Grænlandi er að Færeyingar, bæði þing og þjóð, eru þverklofnir í afstöðu sinni til sjálfstæðis. Að þessu leyti eru Færeyingar eins og Katalónar og Skotar. Allar þjóðirnar þrjár eru á báðum áttum og geta því ekki að svo stöddu gert það upp við sig hvort hentar þeim betur, sjálfstjórn í helztu málum innan stærri ríkisheildar líkt og Íslendingar nutu frá 1904 til 1944 eða fullt sjálfstæði.Grænland og FæreyjarGrænland er annað mál. Þar er einhugur á þingi um að lýsa yfir sjálfstæði frá Danmörku. Sumum Grænlendingum þykja Danir sýna þeim stærilæti með því að láta að því liggja að Grænlendingar geti ekki staðið á eigin fótum, svo fámenn þjóð í svo stóru og dreifbýlu landi. Hægan, hægan, segja þá sumir grænlenzkir þingmenn. Við þurfum ekki annað en að bjóða Rússum aðstöðu fyrir t.d. þrjá milljarða evra og þá kemur Kaninn þaninn og býður okkur fjóra milljarða dala fyrir sama. Það gerir 30 milljónir íslenzkra króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu á Grænlandi. Þennan leik léku Færeyingar gagnvart Dönum á fyrri tíð eins og Eðvarð T. Jónsson lýsir í bók sinni Hlutskipti Færeyja nema fjárhæðirnar voru mun lægri. Hrun Færeyja 1989-1993 leiddi af sér framfarir í stjórnarháttum, m.a. miklu minni meðgjöf frá Dönum og þá um leið meiri sjálfsábyrgð í efnahagsmálum af hálfu Færeyinga.Stjórnarskrá? Eitt framfaraskrefið var ásetningur um að setja Færeyjum stjórnarskrá. Ferlið var sett af stað 1998. Færeyingar fóru aðra leið en Íslendingar. Fulltrúar stjórnmálaflokka voru ásamt fáeinum lögfræðingum og tveim fræðimönnum skipaðir í nefnd sem skilaði af sér stjórnarskrárfrumvarpi. Það var lagt fyrir lögþingið í Þórshöfn 2006 og hefur legið þar síðan. Þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið var lofað 2010 en heitið var ekki efnt. Ýmsar þingskipaðar nefndir hafa legið yfir frumvarpinu án þess að ljúka málinu líkt og raunin hefur verið hér heima í meira en 70 ár. Nú hefur það gerzt að þrír stjórnarflokkar í Færeyjum hafa náð saman um breytingar á frumvarpinu og kynnt þær almenningi sem fékk frest til 25. ágúst sl. til að gera athugasemdir við frumvarpið. Fram að því hafði almenningi verið haldið frá frumvarpinu. Flestir kjósendur vita því lítið um málið og hafa eftir því lítinn áhuga á boðaðri stjórnarskrá stjórnmálaflokkanna sem hefði að réttu lagi heldur átt að vera stjórnarskrá fólksins líkt og frumvarp Stjórnlagaráðs frá 2011 hér heima. Þarna er rangt að farið í Færeyjum. Þingmenn eiga ekki að breyta stjórnarskrám vilji þeir gæta velsæmis og forðast sjálftöku. Breytingarnar sem færeyskir þingmenn hafa gert á auðlindaákvæðinu veikja frumvarpið. „Þjóðareign“ á auðlindum sem er þekkt hugtak í mæltu máli og lögum og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum hefur t.d. verið breytt í „landseign“ sem er óljóst orð og býður upp á rugling og réttaróvissu. Að auki er ólýðræðislegur bragur á þessari breytingu úr „þjóð“ í „land“ eins og ráða má t.d. af því að Donald Trump var kjörinn Bandaríkjaforseti 2016 með meiri hluta flatarmáls landsins að baki sér en minni hluta þjóðarinnar.Kunnuglegur fyrirsláttur Stjórnarandstaðan í Færeyjum leggst gegn frumvarpinu með því að færa sér í nyt þá mótbáru dönsku stjórnarinnar að frumvarpið samrýmist ekki óbreyttri stöðu Færeyja innan danska ríkjasambandsins. Þetta er einber fyrirsláttur. Íslendingar fengu fyrst heimastjórn 1904 og síðan fullveldi 1918 án þess að breyta stjórnarskránni frá 1874. Það var ekki fyrr en Íslendingar tóku sér sjálfstæði 1944 að breyta þurfti stjórnarskránni og þá aðeins lítillega. Dæmi Íslands sýnir að stjórnarskráin þarf ekki að kveða á um alla skapaða hluti og þá ekki heldur um samband landsins við önnur lönd. Þeir sem reyna að búa til ágreining um færeysku stjórnarskrána úr djúpstæðum deilum um sjálfstæðismálið liggja undir grun um að reyna að búa sér til átyllu til að hlaupa frá stjórnarskrármálinu, trúlega til að komast hjá lögfestingu auðlindaákvæðisins þar sem segir að þjóðin (nú landið!) eigi auðlindirnar og taki gjald fyrir afnot þeirra eða tryggi öllum jafnan aðgang að þeim. Þessi fyrirsláttur rímar vel við málflutning íslenzkra þingmanna, flokka og annarra sem eru á fóðrum hjá útgerðinni eins og t.d. Morgunblaðið. Margir óttast því að lögþingið tefli færeyska frumvarpinu í strand til að gleðja útvegsmenn. Fari svo þurfa Íslendingar að skoða hlutskipti Færeyja sem víti til varnaðar eins og Alþingi hefði þurft að gera eftir hrun Færeyja 1989-1993 en gerði ekki. Alþingi getur ekki leyft sér að gera sömu bommertuna tvisvar. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun