Suðurnesjabúar stofna húsnæðissamvinnufélag Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. september 2017 21:19 Suðurnesjabúar sem hafa fengið nóg af húsnæðisskorti og erfiðum leigumarkaði hafa tekið málin í eigin hendur og ætla að stofna húsnæðissamvinnufélag. Leigufélagið verður óhagnaðardrifið og gerir langtíma leigusamninga. Félagið er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Síðustu mánuði hefur verið fjallað um mikinn húsnæðisskort á Suðurnesjum. Barnafjölskyldur hafa lent á götunni og sumir þurft að bregða á það ráð að búa á tjaldsvæðum. Nú hefur tólf manna hópur stofnað íbúðafélag suðurnesja með þá hugsjón að koma upp húsnæði fyrir alla. „Það eru bara þín mannréttindi að hafa þak yfir höfuðið. Það ber öllum skylda til þess að vera skráður í húsi og þú getur ekki verið skráður í húsi ef þú færð ekki húsnæði,“ segir Ragnhildur Lovísa Guðmundsdóttir, stofnfélagi í Íbúafélagi Suðurnesja. „Leigumarkaðurinn er bara ekkert manneskjulegur lengur. Þetta snýst miklu meira um einhvern hagnað og þess vegna er kominn tími á það að það komi óhagnaðardrifið leigufélag á markaðinn segir Þórólfur Júlían Dagsson, annar stofnfélagi. Ekki verða settar hömlur á hverjir geta sótt um íbúð hjá leigufélaginu. „Þú gerist félagi eins og þú værir félagi í kaupfélaginu og þú sækir um íbúð og svo er bara skoðað og fyrstur kemur, fyrstur fær. Reyndar þurfum við líka að skoða svolítið hver neyðin er og hverjir eru algjörlega húsnæðislausir og setja það í einhvern forgang til að byrja með vegna þess að við erum að reyna að taka á vandanum sem er til staðar.“ Eingöngu verður um leiguíbúðir að ræða en fyrirmyndin er sótt til Norðurlandanna þar sem tuttugu prósent leigumarkaðarins eru með þessu fyrirkomulagi. Stofnfundur húsnæðissamvinnufélagsins verður haldinn fimmtudagskvöld í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ þar sem sett verður stjórn og framkvæmdastjóri félagsins. „Við gerum ráð fyrir að fá stofnframlag frá sveitarfélaginu í formi lóða- og gatnagerðargjalda og þeir hafa sýnt áhuga á því og vilja allt fyrir okkur gera, búnir að lýsa því yfir, þannig að það er ekkert en að sækja bara til þeirra eftir að félagið hefur verið stofnað,“ segir Ragnhildur. „Ef þetta heppnast vel þarna, eða ekki ef, heldur þegar þetta heppnast vel þarna þá höldum við áfram og þá skiptir engu máli hvar þú ert staðsettur á landinu, bara koma taka þátt og vinna vinnuna. Við verðum bara að gera þetta sjálf, það gerir þetta enginn fyrir okkur,“ segir Þórólfur. Húsnæðismál Tengdar fréttir Segir leigufélög þrýsta upp leiguverði Nauðsynlegt er að stærri hluti íslensks leigumarkaðar verði skipaður félögum sem ekki eru hagnaðardrifin. Þetta segir Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda á Íslandi, en hann telur að aukin umsvif stóru leigufélaganna þrýsti upp leiguverði. 29. ágúst 2017 20:00 Þarf yfir tvö hundruð nýjar íbúðir á ári Ef spár um fólksfjölgun á Suðurnesjum ganga eftir þarf að byggja íbúðir fyrir 10.800 fleiri íbúa á næstu þrettán árum eða allt að 400 nýjar íbúðir á hverju ári. 24. ágúst 2017 07:00 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Sjá meira
Suðurnesjabúar sem hafa fengið nóg af húsnæðisskorti og erfiðum leigumarkaði hafa tekið málin í eigin hendur og ætla að stofna húsnæðissamvinnufélag. Leigufélagið verður óhagnaðardrifið og gerir langtíma leigusamninga. Félagið er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Síðustu mánuði hefur verið fjallað um mikinn húsnæðisskort á Suðurnesjum. Barnafjölskyldur hafa lent á götunni og sumir þurft að bregða á það ráð að búa á tjaldsvæðum. Nú hefur tólf manna hópur stofnað íbúðafélag suðurnesja með þá hugsjón að koma upp húsnæði fyrir alla. „Það eru bara þín mannréttindi að hafa þak yfir höfuðið. Það ber öllum skylda til þess að vera skráður í húsi og þú getur ekki verið skráður í húsi ef þú færð ekki húsnæði,“ segir Ragnhildur Lovísa Guðmundsdóttir, stofnfélagi í Íbúafélagi Suðurnesja. „Leigumarkaðurinn er bara ekkert manneskjulegur lengur. Þetta snýst miklu meira um einhvern hagnað og þess vegna er kominn tími á það að það komi óhagnaðardrifið leigufélag á markaðinn segir Þórólfur Júlían Dagsson, annar stofnfélagi. Ekki verða settar hömlur á hverjir geta sótt um íbúð hjá leigufélaginu. „Þú gerist félagi eins og þú værir félagi í kaupfélaginu og þú sækir um íbúð og svo er bara skoðað og fyrstur kemur, fyrstur fær. Reyndar þurfum við líka að skoða svolítið hver neyðin er og hverjir eru algjörlega húsnæðislausir og setja það í einhvern forgang til að byrja með vegna þess að við erum að reyna að taka á vandanum sem er til staðar.“ Eingöngu verður um leiguíbúðir að ræða en fyrirmyndin er sótt til Norðurlandanna þar sem tuttugu prósent leigumarkaðarins eru með þessu fyrirkomulagi. Stofnfundur húsnæðissamvinnufélagsins verður haldinn fimmtudagskvöld í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ þar sem sett verður stjórn og framkvæmdastjóri félagsins. „Við gerum ráð fyrir að fá stofnframlag frá sveitarfélaginu í formi lóða- og gatnagerðargjalda og þeir hafa sýnt áhuga á því og vilja allt fyrir okkur gera, búnir að lýsa því yfir, þannig að það er ekkert en að sækja bara til þeirra eftir að félagið hefur verið stofnað,“ segir Ragnhildur. „Ef þetta heppnast vel þarna, eða ekki ef, heldur þegar þetta heppnast vel þarna þá höldum við áfram og þá skiptir engu máli hvar þú ert staðsettur á landinu, bara koma taka þátt og vinna vinnuna. Við verðum bara að gera þetta sjálf, það gerir þetta enginn fyrir okkur,“ segir Þórólfur.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Segir leigufélög þrýsta upp leiguverði Nauðsynlegt er að stærri hluti íslensks leigumarkaðar verði skipaður félögum sem ekki eru hagnaðardrifin. Þetta segir Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda á Íslandi, en hann telur að aukin umsvif stóru leigufélaganna þrýsti upp leiguverði. 29. ágúst 2017 20:00 Þarf yfir tvö hundruð nýjar íbúðir á ári Ef spár um fólksfjölgun á Suðurnesjum ganga eftir þarf að byggja íbúðir fyrir 10.800 fleiri íbúa á næstu þrettán árum eða allt að 400 nýjar íbúðir á hverju ári. 24. ágúst 2017 07:00 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Sjá meira
Segir leigufélög þrýsta upp leiguverði Nauðsynlegt er að stærri hluti íslensks leigumarkaðar verði skipaður félögum sem ekki eru hagnaðardrifin. Þetta segir Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda á Íslandi, en hann telur að aukin umsvif stóru leigufélaganna þrýsti upp leiguverði. 29. ágúst 2017 20:00
Þarf yfir tvö hundruð nýjar íbúðir á ári Ef spár um fólksfjölgun á Suðurnesjum ganga eftir þarf að byggja íbúðir fyrir 10.800 fleiri íbúa á næstu þrettán árum eða allt að 400 nýjar íbúðir á hverju ári. 24. ágúst 2017 07:00