Suðurnesjabúar stofna húsnæðissamvinnufélag Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. september 2017 21:19 Suðurnesjabúar sem hafa fengið nóg af húsnæðisskorti og erfiðum leigumarkaði hafa tekið málin í eigin hendur og ætla að stofna húsnæðissamvinnufélag. Leigufélagið verður óhagnaðardrifið og gerir langtíma leigusamninga. Félagið er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Síðustu mánuði hefur verið fjallað um mikinn húsnæðisskort á Suðurnesjum. Barnafjölskyldur hafa lent á götunni og sumir þurft að bregða á það ráð að búa á tjaldsvæðum. Nú hefur tólf manna hópur stofnað íbúðafélag suðurnesja með þá hugsjón að koma upp húsnæði fyrir alla. „Það eru bara þín mannréttindi að hafa þak yfir höfuðið. Það ber öllum skylda til þess að vera skráður í húsi og þú getur ekki verið skráður í húsi ef þú færð ekki húsnæði,“ segir Ragnhildur Lovísa Guðmundsdóttir, stofnfélagi í Íbúafélagi Suðurnesja. „Leigumarkaðurinn er bara ekkert manneskjulegur lengur. Þetta snýst miklu meira um einhvern hagnað og þess vegna er kominn tími á það að það komi óhagnaðardrifið leigufélag á markaðinn segir Þórólfur Júlían Dagsson, annar stofnfélagi. Ekki verða settar hömlur á hverjir geta sótt um íbúð hjá leigufélaginu. „Þú gerist félagi eins og þú værir félagi í kaupfélaginu og þú sækir um íbúð og svo er bara skoðað og fyrstur kemur, fyrstur fær. Reyndar þurfum við líka að skoða svolítið hver neyðin er og hverjir eru algjörlega húsnæðislausir og setja það í einhvern forgang til að byrja með vegna þess að við erum að reyna að taka á vandanum sem er til staðar.“ Eingöngu verður um leiguíbúðir að ræða en fyrirmyndin er sótt til Norðurlandanna þar sem tuttugu prósent leigumarkaðarins eru með þessu fyrirkomulagi. Stofnfundur húsnæðissamvinnufélagsins verður haldinn fimmtudagskvöld í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ þar sem sett verður stjórn og framkvæmdastjóri félagsins. „Við gerum ráð fyrir að fá stofnframlag frá sveitarfélaginu í formi lóða- og gatnagerðargjalda og þeir hafa sýnt áhuga á því og vilja allt fyrir okkur gera, búnir að lýsa því yfir, þannig að það er ekkert en að sækja bara til þeirra eftir að félagið hefur verið stofnað,“ segir Ragnhildur. „Ef þetta heppnast vel þarna, eða ekki ef, heldur þegar þetta heppnast vel þarna þá höldum við áfram og þá skiptir engu máli hvar þú ert staðsettur á landinu, bara koma taka þátt og vinna vinnuna. Við verðum bara að gera þetta sjálf, það gerir þetta enginn fyrir okkur,“ segir Þórólfur. Húsnæðismál Tengdar fréttir Segir leigufélög þrýsta upp leiguverði Nauðsynlegt er að stærri hluti íslensks leigumarkaðar verði skipaður félögum sem ekki eru hagnaðardrifin. Þetta segir Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda á Íslandi, en hann telur að aukin umsvif stóru leigufélaganna þrýsti upp leiguverði. 29. ágúst 2017 20:00 Þarf yfir tvö hundruð nýjar íbúðir á ári Ef spár um fólksfjölgun á Suðurnesjum ganga eftir þarf að byggja íbúðir fyrir 10.800 fleiri íbúa á næstu þrettán árum eða allt að 400 nýjar íbúðir á hverju ári. 24. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Suðurnesjabúar sem hafa fengið nóg af húsnæðisskorti og erfiðum leigumarkaði hafa tekið málin í eigin hendur og ætla að stofna húsnæðissamvinnufélag. Leigufélagið verður óhagnaðardrifið og gerir langtíma leigusamninga. Félagið er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Síðustu mánuði hefur verið fjallað um mikinn húsnæðisskort á Suðurnesjum. Barnafjölskyldur hafa lent á götunni og sumir þurft að bregða á það ráð að búa á tjaldsvæðum. Nú hefur tólf manna hópur stofnað íbúðafélag suðurnesja með þá hugsjón að koma upp húsnæði fyrir alla. „Það eru bara þín mannréttindi að hafa þak yfir höfuðið. Það ber öllum skylda til þess að vera skráður í húsi og þú getur ekki verið skráður í húsi ef þú færð ekki húsnæði,“ segir Ragnhildur Lovísa Guðmundsdóttir, stofnfélagi í Íbúafélagi Suðurnesja. „Leigumarkaðurinn er bara ekkert manneskjulegur lengur. Þetta snýst miklu meira um einhvern hagnað og þess vegna er kominn tími á það að það komi óhagnaðardrifið leigufélag á markaðinn segir Þórólfur Júlían Dagsson, annar stofnfélagi. Ekki verða settar hömlur á hverjir geta sótt um íbúð hjá leigufélaginu. „Þú gerist félagi eins og þú værir félagi í kaupfélaginu og þú sækir um íbúð og svo er bara skoðað og fyrstur kemur, fyrstur fær. Reyndar þurfum við líka að skoða svolítið hver neyðin er og hverjir eru algjörlega húsnæðislausir og setja það í einhvern forgang til að byrja með vegna þess að við erum að reyna að taka á vandanum sem er til staðar.“ Eingöngu verður um leiguíbúðir að ræða en fyrirmyndin er sótt til Norðurlandanna þar sem tuttugu prósent leigumarkaðarins eru með þessu fyrirkomulagi. Stofnfundur húsnæðissamvinnufélagsins verður haldinn fimmtudagskvöld í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ þar sem sett verður stjórn og framkvæmdastjóri félagsins. „Við gerum ráð fyrir að fá stofnframlag frá sveitarfélaginu í formi lóða- og gatnagerðargjalda og þeir hafa sýnt áhuga á því og vilja allt fyrir okkur gera, búnir að lýsa því yfir, þannig að það er ekkert en að sækja bara til þeirra eftir að félagið hefur verið stofnað,“ segir Ragnhildur. „Ef þetta heppnast vel þarna, eða ekki ef, heldur þegar þetta heppnast vel þarna þá höldum við áfram og þá skiptir engu máli hvar þú ert staðsettur á landinu, bara koma taka þátt og vinna vinnuna. Við verðum bara að gera þetta sjálf, það gerir þetta enginn fyrir okkur,“ segir Þórólfur.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Segir leigufélög þrýsta upp leiguverði Nauðsynlegt er að stærri hluti íslensks leigumarkaðar verði skipaður félögum sem ekki eru hagnaðardrifin. Þetta segir Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda á Íslandi, en hann telur að aukin umsvif stóru leigufélaganna þrýsti upp leiguverði. 29. ágúst 2017 20:00 Þarf yfir tvö hundruð nýjar íbúðir á ári Ef spár um fólksfjölgun á Suðurnesjum ganga eftir þarf að byggja íbúðir fyrir 10.800 fleiri íbúa á næstu þrettán árum eða allt að 400 nýjar íbúðir á hverju ári. 24. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Segir leigufélög þrýsta upp leiguverði Nauðsynlegt er að stærri hluti íslensks leigumarkaðar verði skipaður félögum sem ekki eru hagnaðardrifin. Þetta segir Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda á Íslandi, en hann telur að aukin umsvif stóru leigufélaganna þrýsti upp leiguverði. 29. ágúst 2017 20:00
Þarf yfir tvö hundruð nýjar íbúðir á ári Ef spár um fólksfjölgun á Suðurnesjum ganga eftir þarf að byggja íbúðir fyrir 10.800 fleiri íbúa á næstu þrettán árum eða allt að 400 nýjar íbúðir á hverju ári. 24. ágúst 2017 07:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent