Jakob Leó Bjarnason mun taka við þjálfun kvennaliðs Hauka í fótbolta eftir tímabilið.
Haukar eru þegar fallnir úr Pepsi-deild kvenna og munu því leika í 1. deild á næsta tímabili.
Kjartan Stefánsson og Jóhann Unnar Sigurðarson hafa þjálfað Hauka undanfarin tvö ár.
Í fréttatilkynningu frá Haukum kemur fram að árangur liðsins sé ekki ástæða þess að Kjartan og Jóhann láti af störfum.
Jakob, sem er fæddur árið 1985, hefur verið þjálfari 2. flokks kvenna hjá Fylki sem situr í 1. sæti A-deildar Íslandsmótsins. Áður starfaði Jakob sem íþróttastjóri og þjálfari hjá Þrótti Reykjavík.
Haukar skipta um þjálfara eftir tímabilið
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Benedikt hættur með kvennalandsliðið
Körfubolti


Gunnar kveður og Stefán tekur við
Handbolti






Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum
Fótbolti
