Öfl í kringum Kaupfélag Skagfirðinga sögð hafa unnið hart gegn Gunnari Braga Heimir Már Pétursson skrifar 29. september 2017 19:42 Gunnar Bragi Sveinsson einn helsti forystumaður Framsóknarflokksins hefur hætt við framboð sitt til forystu í flokknum í Norðvesturkjördæmi og sagt sig úr flokknum. Heimildarmenn innan flokksins segja kaupfélagsstjórann á Sauðárkróki hafa róið að því öllum árum að bola Gunnari Braga úr forsytusæti listans.Kaupfélagsstjórinn hafi beitt sér gegn Gunnari BragaSamkvæmt heimildum fréttastofu hefur Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga og fjölmargt áhrifafólk í Framsóknarflokknum sem tengist Kaupfélaginu og ýmist situr þar í stjórn eða hefur setið þar í stjórn, beitt sér ljóst og leynt gegn Gunnari Braga Sveinssyni oddvita flokksins í kjördæminu. Til stendur að kjósa um fimm efstu sæti á lista framsóknarmanna á tvöföldu kjördæmaþingi hinn 8. október og í þeim slag eru Ásmundur Einar Daðason fyrrverandi þingmaður og Stefán Vagn Stefánsson sagðir kaupfélagsstjóranum mjög þóknanlegir.Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins.Vísir/StefánAndstöðu Þórólfs kaupfélagsstjóra við Gunnar Braga má meðal annars rekja til þess að hann lét ekki undan þrýstingi frá kaupfélagsstjóranum og öðrum innan Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um að Ísland skæri sig úr hópi NATO og EES ríkja og styddi ekki refsiaðgerðir gegn Rússum, sem settu á móti innflutningsbann á íslenskar sjávarafurðir.Kom ekki á óvart að Gunnar Bragi hafi hætt við framboð Þorleifur Karl Eggertsson formaður kjördæmisráðs Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi segir það ekki hafa komið á óvart að Gunnar Bragi hætti við framboð. Hann hafi verið að hugsa málin og hann virði hans ákvörðun. Hann kannist ekki við að unnið hafi verið skipulega gegn Gunnari Braga. Er kaupfélagsstjórinn að skipta sér mikið af málum innan flokksins? „Nei, ekkert meira en aðrir held ég.“ Þannig að þú vilt ekki meina að hann sé að stjórna málum á bakvið tjöldin? „Nei nei, ég hef ekki orðið var við það.“ Varstu var við að aðilar innan Framsóknarflokksins í kjördæminu væru beinlínis að vinna gegn Gunnari Braga? „Er það ekki bara þannig að þegar menn vilja komast í framboð að þá þurfa þeir að vinna gegn einhverjum. Ég hef ekkert orðið persónulega var við það. En auðvitað verða þeir varir við það sem eru í slagnum,“ segir Þorleifur Karl. Gunnar Bragi hefur ekki rætt við fjölmiðla í dag en á Facebook síðu sinni segir hann: „Nú er svo komið að hreinlyndið er á undanhaldi í flokknum mínum. Einhver annarleg öfl virðast hafa tekið forystu í flokknum, öfl sem ég hef líklega ekki verið nógu undirgefinn. Kafbátahernaður er stundaður. “ „Verst þykir mér að þessi óheilindi eru leidd af fólki í trúnaðarstöðum fyrir flokkinn í minni heimabyggð og einstaklingum sem telja sig eiga að ráða framvindu mála.“ „Þegar ég rita þetta þá sit ég með hnút í maganum enda ekki létt að hverfa á braut. Eflaust gæti ég unnið forsystusætið en hvað er unnið með því ef samstarfið verður óbærilegt? Er heiðarlegt að bjóða sig fram vitandi að allar líkur eru á að maður myndi hrökklast úr þingflokknum?“ „Eftir að hafa ráðfært mig við fjölskyldu og vini hef ég ákveðið að draga framboð mitt til baka. Ég hef jafnframt ákveðið að segja mig úr Framsóknarflokknum." „Hvað ég geri nú er ekki ljóst en ég mun ákveða það næstu daga,” segir Gunnar Bragi meðal annars á Facebook síðu sinni í dag. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Gunnar Bragi lét þingheim heyra það: Sagði jafnmikilvægt að leysa vanda sauðfjárbænda og flóttabarna "Hvernig stendur á því að við erum ekki hér með þessa dagskrá eitt brýnasta málið sem þarf að leysa úr í dag?“ 26. september 2017 16:24 Gunnar Bragi hættir í Framsóknarflokknum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum. 29. september 2017 11:53 Gunnar Bragi segist hafa áhyggjur af vinnubrögðum innan Framsóknarflokksins Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra segir það sorglegt fyrir flokkinn að Sigmundur Davíð hafi ákveðið að segja skilið við hann. 24. september 2017 15:25 Ásmundur Einar býður sig fram gegn Gunnari Braga Ásmundur Einar býður sig gegn sitjandi oddvita lista Framsókanrflokksins í Norðvesturkjördæmi. 23. september 2017 20:22 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson einn helsti forystumaður Framsóknarflokksins hefur hætt við framboð sitt til forystu í flokknum í Norðvesturkjördæmi og sagt sig úr flokknum. Heimildarmenn innan flokksins segja kaupfélagsstjórann á Sauðárkróki hafa róið að því öllum árum að bola Gunnari Braga úr forsytusæti listans.Kaupfélagsstjórinn hafi beitt sér gegn Gunnari BragaSamkvæmt heimildum fréttastofu hefur Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga og fjölmargt áhrifafólk í Framsóknarflokknum sem tengist Kaupfélaginu og ýmist situr þar í stjórn eða hefur setið þar í stjórn, beitt sér ljóst og leynt gegn Gunnari Braga Sveinssyni oddvita flokksins í kjördæminu. Til stendur að kjósa um fimm efstu sæti á lista framsóknarmanna á tvöföldu kjördæmaþingi hinn 8. október og í þeim slag eru Ásmundur Einar Daðason fyrrverandi þingmaður og Stefán Vagn Stefánsson sagðir kaupfélagsstjóranum mjög þóknanlegir.Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins.Vísir/StefánAndstöðu Þórólfs kaupfélagsstjóra við Gunnar Braga má meðal annars rekja til þess að hann lét ekki undan þrýstingi frá kaupfélagsstjóranum og öðrum innan Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um að Ísland skæri sig úr hópi NATO og EES ríkja og styddi ekki refsiaðgerðir gegn Rússum, sem settu á móti innflutningsbann á íslenskar sjávarafurðir.Kom ekki á óvart að Gunnar Bragi hafi hætt við framboð Þorleifur Karl Eggertsson formaður kjördæmisráðs Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi segir það ekki hafa komið á óvart að Gunnar Bragi hætti við framboð. Hann hafi verið að hugsa málin og hann virði hans ákvörðun. Hann kannist ekki við að unnið hafi verið skipulega gegn Gunnari Braga. Er kaupfélagsstjórinn að skipta sér mikið af málum innan flokksins? „Nei, ekkert meira en aðrir held ég.“ Þannig að þú vilt ekki meina að hann sé að stjórna málum á bakvið tjöldin? „Nei nei, ég hef ekki orðið var við það.“ Varstu var við að aðilar innan Framsóknarflokksins í kjördæminu væru beinlínis að vinna gegn Gunnari Braga? „Er það ekki bara þannig að þegar menn vilja komast í framboð að þá þurfa þeir að vinna gegn einhverjum. Ég hef ekkert orðið persónulega var við það. En auðvitað verða þeir varir við það sem eru í slagnum,“ segir Þorleifur Karl. Gunnar Bragi hefur ekki rætt við fjölmiðla í dag en á Facebook síðu sinni segir hann: „Nú er svo komið að hreinlyndið er á undanhaldi í flokknum mínum. Einhver annarleg öfl virðast hafa tekið forystu í flokknum, öfl sem ég hef líklega ekki verið nógu undirgefinn. Kafbátahernaður er stundaður. “ „Verst þykir mér að þessi óheilindi eru leidd af fólki í trúnaðarstöðum fyrir flokkinn í minni heimabyggð og einstaklingum sem telja sig eiga að ráða framvindu mála.“ „Þegar ég rita þetta þá sit ég með hnút í maganum enda ekki létt að hverfa á braut. Eflaust gæti ég unnið forsystusætið en hvað er unnið með því ef samstarfið verður óbærilegt? Er heiðarlegt að bjóða sig fram vitandi að allar líkur eru á að maður myndi hrökklast úr þingflokknum?“ „Eftir að hafa ráðfært mig við fjölskyldu og vini hef ég ákveðið að draga framboð mitt til baka. Ég hef jafnframt ákveðið að segja mig úr Framsóknarflokknum." „Hvað ég geri nú er ekki ljóst en ég mun ákveða það næstu daga,” segir Gunnar Bragi meðal annars á Facebook síðu sinni í dag.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Gunnar Bragi lét þingheim heyra það: Sagði jafnmikilvægt að leysa vanda sauðfjárbænda og flóttabarna "Hvernig stendur á því að við erum ekki hér með þessa dagskrá eitt brýnasta málið sem þarf að leysa úr í dag?“ 26. september 2017 16:24 Gunnar Bragi hættir í Framsóknarflokknum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum. 29. september 2017 11:53 Gunnar Bragi segist hafa áhyggjur af vinnubrögðum innan Framsóknarflokksins Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra segir það sorglegt fyrir flokkinn að Sigmundur Davíð hafi ákveðið að segja skilið við hann. 24. september 2017 15:25 Ásmundur Einar býður sig fram gegn Gunnari Braga Ásmundur Einar býður sig gegn sitjandi oddvita lista Framsókanrflokksins í Norðvesturkjördæmi. 23. september 2017 20:22 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Gunnar Bragi lét þingheim heyra það: Sagði jafnmikilvægt að leysa vanda sauðfjárbænda og flóttabarna "Hvernig stendur á því að við erum ekki hér með þessa dagskrá eitt brýnasta málið sem þarf að leysa úr í dag?“ 26. september 2017 16:24
Gunnar Bragi hættir í Framsóknarflokknum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum. 29. september 2017 11:53
Gunnar Bragi segist hafa áhyggjur af vinnubrögðum innan Framsóknarflokksins Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra segir það sorglegt fyrir flokkinn að Sigmundur Davíð hafi ákveðið að segja skilið við hann. 24. september 2017 15:25
Ásmundur Einar býður sig fram gegn Gunnari Braga Ásmundur Einar býður sig gegn sitjandi oddvita lista Framsókanrflokksins í Norðvesturkjördæmi. 23. september 2017 20:22