Þjóðvegurinn lokaður í viku hið minnsta Erla Björg Gunnarsdóttir og Hersir Aron Ólafsson skrifa 29. september 2017 20:00 Þjóðvegur 1 er lokaður á tveimur stöðum í kjölfar mikilla vatnavaxta á Suðausturlandi undanfarna daga. Brúin yfir Steinavötn er afar löskuð og verður líklega ekki farið í lagfæringar að sögn Guðmundar Vals Guðmundssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni. Þess í stað verður farið í að byggja bráðabirgðabrú strax á næstu dögum, en þó má ætla að þjóðvegurinn verði lokaður í minnst viku í viðbót á meðan sú vinna stendur yfir. Þá er þjóðvegurinn einnig lokaður við Hólmsá og fólk og fé því innlyksa á hluta svæðisins. Hundruð björgunarsveitarmanna hafa hafst við á Austur- og Suðausturlandi í dag við að ferja fólk, farangur og fé. Meginþungi björgunarstarfa dagsins hefur verið á svæðinu umhverfis Höfn á Hornafirði í dag, þar sem allt að 100 björgunarsveitarmenn hafa verið við störf og hafa þeir haft þyrlur frá Landhelgisgæslunni sér til aðstoðar. Jónas Hilmas Haraldsson, fulltrúi í aðgerðastjórn, segir að vel hafi gengið að ferja fólk og vistir milli hinna lokuðu svæða í dag. Þá sé fólk ekki beinlínis í hættu heldur miði aðgerðirnar að því að tryggja öryggi íbúa, ferja vistir og koma ferðamönnum af svæðinu. Erla Björg Gunnarsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, var á Suðausturlandi í dag. Þar ræddi hún við staðarhaldara, bónda, björgunarsveitarmann og ferðamann á svæðinu auk aðgerðastjóra hjá lögreglunni. Samantekt Fréttastofu má sjá í spilaranum hér að ofan og frétt Erlu Bjargar frá vettvangi má sjá í spilaranum að neðan. Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Þjóðvegur 1 er lokaður á tveimur stöðum í kjölfar mikilla vatnavaxta á Suðausturlandi undanfarna daga. Brúin yfir Steinavötn er afar löskuð og verður líklega ekki farið í lagfæringar að sögn Guðmundar Vals Guðmundssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni. Þess í stað verður farið í að byggja bráðabirgðabrú strax á næstu dögum, en þó má ætla að þjóðvegurinn verði lokaður í minnst viku í viðbót á meðan sú vinna stendur yfir. Þá er þjóðvegurinn einnig lokaður við Hólmsá og fólk og fé því innlyksa á hluta svæðisins. Hundruð björgunarsveitarmanna hafa hafst við á Austur- og Suðausturlandi í dag við að ferja fólk, farangur og fé. Meginþungi björgunarstarfa dagsins hefur verið á svæðinu umhverfis Höfn á Hornafirði í dag, þar sem allt að 100 björgunarsveitarmenn hafa verið við störf og hafa þeir haft þyrlur frá Landhelgisgæslunni sér til aðstoðar. Jónas Hilmas Haraldsson, fulltrúi í aðgerðastjórn, segir að vel hafi gengið að ferja fólk og vistir milli hinna lokuðu svæða í dag. Þá sé fólk ekki beinlínis í hættu heldur miði aðgerðirnar að því að tryggja öryggi íbúa, ferja vistir og koma ferðamönnum af svæðinu. Erla Björg Gunnarsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, var á Suðausturlandi í dag. Þar ræddi hún við staðarhaldara, bónda, björgunarsveitarmann og ferðamann á svæðinu auk aðgerðastjóra hjá lögreglunni. Samantekt Fréttastofu má sjá í spilaranum hér að ofan og frétt Erlu Bjargar frá vettvangi má sjá í spilaranum að neðan.
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira