Forsætisráðherra um flóðasvæðin: „Gríðarlega miklar hamfarir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2017 16:08 Hreggviður Símonarson stýrimaður tók þessa mynd úr TF-GNA fyrr í dag af brúnni yfir Steinavötn. hreggviður símonarson/landhelgisgæslan Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hefur farið um flóðasvæðin á Suðausturlandi í dag ásamt Jóni Gunnarssyni, samgönguráðherra, og Hreini Haraldssyni, vegamálastjóri. Bjarni segir ljóst að gríðarlegar hamfarir hafi orðið í vatnavöxtunum síðustu daga. „Það er tvennt sem stendur upp úr þegar maður fer hérna yfir. Það er annars vegar að mjög ánægjulegt er að sjá hvað allir hafa tekið höndum saman og eru með samstillar aðgerðir við að vinna á þessum brýnustu viðfangsefnum. Hins vegar verð ég að segja að þessi flóð ná yfir stærra landsvæði en ég hafði gert mér grein fyrir áður en ég kom hingað austur. Þetta eru gríðarlega miklar hamfarir hérna,“ segir Bjarni í samtali við Vísi. Hann bendir til að mynda á að eftir að varnargarðar brustu þá hafi margir kílómetrar af þjóðvegi 1 farið undir vatnselginn. Því hafi þurft að rjúfa veginn til að hleypa vatninu framhjá. „Þá hefur flætt hérna mikið yfir tún og girðingar og það á eftir að koma í ljós hvernig hefur farið með ræktarlönd. Það hefur þurft að bjarga skepnum og svo framvegis þannig að þetta er mikið ástand.“Tímapressa á mjólkurbúi á Mýrum Bjarni segir að flogið hafi verið yfir Steinavötn þar sem brúin hefur sigið mjög mikið og er farin vinna af stað við að byggja bráðabirgðabrú. Þá var einnig farið að Selbakka á Mýrum þar sem rekið er stórt mjólkurbú en það er algjörlega innlyksa. „Selbakki er þannig í sveit settur að vestan megin hefur brúin brotnað og austan megin er vegurinn rofinn. Þeir eru í tímapressu og þurfa að koma mjólkinni frá sér ekki seinna en á sunnudag,“ segir Bjarni. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir alveg ljóst að það verði truflanir á vegasamgöngum á Suðausturlandi í einhvern tíma. Þjóðvegur 1 hefur farið í sundur á þremur stöðum austan Hólmsár og eru lokanir enn í gildi þar sem og við Steinavötn í Suðursveit þar sem lokað er fyrir alla umferð yfir brúna. Ljóst að truflanir verða á vegasamgöngum í töluverðan tíma „Það er verið að vinna að úrbótum. Bæði er Vegagerðin komin með mikinn mannskap og tækjum á svæðið til að laga veginn og svo er undirbúningur á fullu við að gera bráðabirgðabrúna yfir Steinavötn. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur svo flogið með sérfræðinga Vegagerðarinnar um svæðið til að koma á merkingum og búnaði og hefur líka farið með vörur á bæi þannig að þeir sem eru alveg innilokaðir fái það sem þeir þurfa,“ segir Víðir. Björgunarsveitir hafa einnig farið um svæðið í dag og kannað vegi sem eru á kafi og hvort hægt sé að keyra þá upp á það ef koma þarf neyðarþjónustu inn á svæðin. „Þannig að það er allt á fullu við að reyna að draga úr áhrifum þessara atburða, en það er alveg ljóst að þarna verða truflanir á vegasamgöngum í töluverðan tíma.“ Veður Tengdar fréttir Áfram varað við vatnavöxtum og skriðuföllum fyrir austan Útlit er fyrir áframhaldandi votviðri og vatnavexti á Suðausturlandi og Austfjörðum fram eftir laugardegi og því lítið lát á vatnavöxtunum sem verið hafa á svæðinu síðustu daga. 29. september 2017 08:36 Brúin lokuð fyrir akandi og gangandi umferð Lögreglan hefur birt tilkynningu um lokanir og umferðartakmarkanir vegna vatnsflóða á Suðurlandi. 29. september 2017 12:42 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hefur farið um flóðasvæðin á Suðausturlandi í dag ásamt Jóni Gunnarssyni, samgönguráðherra, og Hreini Haraldssyni, vegamálastjóri. Bjarni segir ljóst að gríðarlegar hamfarir hafi orðið í vatnavöxtunum síðustu daga. „Það er tvennt sem stendur upp úr þegar maður fer hérna yfir. Það er annars vegar að mjög ánægjulegt er að sjá hvað allir hafa tekið höndum saman og eru með samstillar aðgerðir við að vinna á þessum brýnustu viðfangsefnum. Hins vegar verð ég að segja að þessi flóð ná yfir stærra landsvæði en ég hafði gert mér grein fyrir áður en ég kom hingað austur. Þetta eru gríðarlega miklar hamfarir hérna,“ segir Bjarni í samtali við Vísi. Hann bendir til að mynda á að eftir að varnargarðar brustu þá hafi margir kílómetrar af þjóðvegi 1 farið undir vatnselginn. Því hafi þurft að rjúfa veginn til að hleypa vatninu framhjá. „Þá hefur flætt hérna mikið yfir tún og girðingar og það á eftir að koma í ljós hvernig hefur farið með ræktarlönd. Það hefur þurft að bjarga skepnum og svo framvegis þannig að þetta er mikið ástand.“Tímapressa á mjólkurbúi á Mýrum Bjarni segir að flogið hafi verið yfir Steinavötn þar sem brúin hefur sigið mjög mikið og er farin vinna af stað við að byggja bráðabirgðabrú. Þá var einnig farið að Selbakka á Mýrum þar sem rekið er stórt mjólkurbú en það er algjörlega innlyksa. „Selbakki er þannig í sveit settur að vestan megin hefur brúin brotnað og austan megin er vegurinn rofinn. Þeir eru í tímapressu og þurfa að koma mjólkinni frá sér ekki seinna en á sunnudag,“ segir Bjarni. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir alveg ljóst að það verði truflanir á vegasamgöngum á Suðausturlandi í einhvern tíma. Þjóðvegur 1 hefur farið í sundur á þremur stöðum austan Hólmsár og eru lokanir enn í gildi þar sem og við Steinavötn í Suðursveit þar sem lokað er fyrir alla umferð yfir brúna. Ljóst að truflanir verða á vegasamgöngum í töluverðan tíma „Það er verið að vinna að úrbótum. Bæði er Vegagerðin komin með mikinn mannskap og tækjum á svæðið til að laga veginn og svo er undirbúningur á fullu við að gera bráðabirgðabrúna yfir Steinavötn. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur svo flogið með sérfræðinga Vegagerðarinnar um svæðið til að koma á merkingum og búnaði og hefur líka farið með vörur á bæi þannig að þeir sem eru alveg innilokaðir fái það sem þeir þurfa,“ segir Víðir. Björgunarsveitir hafa einnig farið um svæðið í dag og kannað vegi sem eru á kafi og hvort hægt sé að keyra þá upp á það ef koma þarf neyðarþjónustu inn á svæðin. „Þannig að það er allt á fullu við að reyna að draga úr áhrifum þessara atburða, en það er alveg ljóst að þarna verða truflanir á vegasamgöngum í töluverðan tíma.“
Veður Tengdar fréttir Áfram varað við vatnavöxtum og skriðuföllum fyrir austan Útlit er fyrir áframhaldandi votviðri og vatnavexti á Suðausturlandi og Austfjörðum fram eftir laugardegi og því lítið lát á vatnavöxtunum sem verið hafa á svæðinu síðustu daga. 29. september 2017 08:36 Brúin lokuð fyrir akandi og gangandi umferð Lögreglan hefur birt tilkynningu um lokanir og umferðartakmarkanir vegna vatnsflóða á Suðurlandi. 29. september 2017 12:42 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Áfram varað við vatnavöxtum og skriðuföllum fyrir austan Útlit er fyrir áframhaldandi votviðri og vatnavexti á Suðausturlandi og Austfjörðum fram eftir laugardegi og því lítið lát á vatnavöxtunum sem verið hafa á svæðinu síðustu daga. 29. september 2017 08:36
Brúin lokuð fyrir akandi og gangandi umferð Lögreglan hefur birt tilkynningu um lokanir og umferðartakmarkanir vegna vatnsflóða á Suðurlandi. 29. september 2017 12:42