Versti klofningur í sögu Framsóknarflokksins Heimir Már Pétursson skrifar 28. september 2017 13:15 Áhrifafólk innan Framsóknarflokksins segir flokkinn nú ganga í gegnum versta klofning í hundrað ára sögu flokksins. Mikill fjöldi áhrifafólks hefur sagt sig úr flokknum undanfarna daga. Björn Ingi Hrafnsson segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafa skýra framtíðarsýn og njóta stuðnings langt út fyrir raðir Framsóknarflokksins. Mikill fjöldi fólks sem ýmist hefur verið í framboði eða fulltrúar Framsóknarflokksins á þingi og í sveitarstjórnum eða verið mikilvægir í vinnu innan flokksins hafa sagt sig úr honum á undanförnum vikum. Nú síðast í dag tilkynnti Björn Ingi Hrafnsson fyrrverandi borgarfulltrúi flokksins sem nýlega stofnaði Samvinnuflokkinn að hann og fólk í þeim flokki hefði gengið til liðs við Sigmund Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formann Framsóknarflokksins og forsætisráðherra.Anna Kolbrún Árnadóttir, formaður Landsambands framsóknarkvenna.Þá hafa fimm stjórnarmenn í framsóknarfélaginu í Mosfellsbæ sagt sig úr flokknum, ásamt Önnu Kolbrúnu Árnadóttur formanni Landssambands framsóknarkvenna, en hún hefur gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan flokksins og verður að teljast hafa verið mikil áhrifakona innan flokksins. Þorsteinn Sæmundsson fyrrverandi þingmaður flokksins hefur yfirgefið hann og lýst stuðningi við Sigmund Davíð og í dag tilkynnti jafnframt Atli Ásmundsson, sem hefur verið mikill áhrifamaður í flokknum í áratugi að hann hefði sagt sig úr flokknum. Hann var mjög náinn samstarfsmaður Steingríms Hermannssonar og Halldórs Ásgrímssonar fyrrverandi formanna flokksins og forsætisráðherra og verið þungavigtarmaður í flokknum í fimmtíu ár. Atli gæti haft áhrif á fjölda framsóknarmanna til stuðnings við Sigmund Davíð.Björn Ingi Hrafnsson er formlega genginn í lið með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.Vísir/ValliForsendur breyttust með framboði Sigmundar Davíðs Björn Ingi greindi frá því á Facebook síðu sinni í morgun að hann og hans fólk hefði gengið til liðs við Sigmund Davíð. Björn Ingi segir allar forsendur hafa breyst eftir að formaðurinn fyrrverandi ákvað að bjóða fram nýjan flokk. „Hann á gífurlega mikinn hljómgrunn og ég finn fyrir miklum stuðningi við hann mjög víða. Hjá fólki sem hingað til hefur kannski stutt marga flokka. Eftir að hann tók sína ákvörðun þá var þetta í sjálfu sér enginn vafi í okkar huga að við vildum hjálpa til,“ segir Björn Ingi. Þeir sem fréttastofa hefur rætt við og þekkja mjög vel til innan Framsóknarflokksins segja að þetta sé mesti klofningur í sögu hans og ástandið í flokknum hafi ekki verið í annarri eins upplausn í hundrað ára sögu hans. Mörgu af því fólki sem sagt hefur sig úr flokknum blöskraði hvernig komið hafi verið fram við Sigmund Davíð á flokksþingi skömmu fyrir kosningar árið 2016. Einn heimildarmanna segir að maður hafi gengið undir manns hönd til að fá Sigurð Inga Jóhannsson núverandi formann og stuðningsfólk hans til að leyfa Sigmundi Davíð að leiða flokkinn fyrir síðustu kosningar og ef flokkurinn kæmi illa út úr þeim kosningum mætti endurskoða forystumál flokksins. Á þetta hafi ekki verið hlustað og áhersla lögð á að niðurlægja Sigmund Davíð og nánast storka hann og öll hans verk út í sögu flokksins. Ekki sé að undra að flokkurinn hafi klofnað nú.Þorsteinn Sæmundsson var þingmaður Framsóknar á árunum 2013-2016. Hann er í liði með Sigmundi Davíð.Vísir/AntonEkki fallegt ásýndar „Það er alls ekki fallegt að horfa upp á þetta. En stundum því miður ganga menn einfaldlega þannig fram að þeir geta að ákveðnu leyti sjálfum sér um kennt. Ég bendi nú á að varaformaður flokksins (Lilja Alfreðsdóttir) hefur ítrekað líst því yfir að hún hafi reynt að bera klæði á vopnin en ekki haft árangur sem erfiði,“ segir Björn Ingi. Sjálfur ætlar Björn Ingi ekki í framboð en segir Sigmund Davíð eiga mikið erindi og hafa sýnt að hann hafi mikla framtíðarsýn. Hann telur að flokki Sigmundar Davíðs muni ganga vel í kosningabaráttunni og höfða til fólk innan sem utan Framsóknarflokksins. En finnst þér Sigmundur hafa gert nægjanlega grein fyrir öllum sem málum sem varða s.k. panamaskjöl og veru hans og konu hans í þeim? „Já mér finnst það svo sannarlega. Allir sem geta og vilja kynna sér það geta gert það inni á tiltekinni heimasíðu. Ég held satt að segja að ekki sé búið að fara jafn ítarlega í gegnum nokkurt mál eins og þau. Þannig að ég hef engar áhyggjur af þeim málum í þessum efnum. Það kom auðvitað snemma í ljós að það var ekkert sem þau höfðu að fela í þeim efnum. Í sjálfu sér held ég að það mál verði ekki stórt í þessari kosningabaráttu,“ segir Björn Ingi Hrafnsson. Kosningar 2017 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Áhrifafólk innan Framsóknarflokksins segir flokkinn nú ganga í gegnum versta klofning í hundrað ára sögu flokksins. Mikill fjöldi áhrifafólks hefur sagt sig úr flokknum undanfarna daga. Björn Ingi Hrafnsson segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafa skýra framtíðarsýn og njóta stuðnings langt út fyrir raðir Framsóknarflokksins. Mikill fjöldi fólks sem ýmist hefur verið í framboði eða fulltrúar Framsóknarflokksins á þingi og í sveitarstjórnum eða verið mikilvægir í vinnu innan flokksins hafa sagt sig úr honum á undanförnum vikum. Nú síðast í dag tilkynnti Björn Ingi Hrafnsson fyrrverandi borgarfulltrúi flokksins sem nýlega stofnaði Samvinnuflokkinn að hann og fólk í þeim flokki hefði gengið til liðs við Sigmund Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formann Framsóknarflokksins og forsætisráðherra.Anna Kolbrún Árnadóttir, formaður Landsambands framsóknarkvenna.Þá hafa fimm stjórnarmenn í framsóknarfélaginu í Mosfellsbæ sagt sig úr flokknum, ásamt Önnu Kolbrúnu Árnadóttur formanni Landssambands framsóknarkvenna, en hún hefur gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan flokksins og verður að teljast hafa verið mikil áhrifakona innan flokksins. Þorsteinn Sæmundsson fyrrverandi þingmaður flokksins hefur yfirgefið hann og lýst stuðningi við Sigmund Davíð og í dag tilkynnti jafnframt Atli Ásmundsson, sem hefur verið mikill áhrifamaður í flokknum í áratugi að hann hefði sagt sig úr flokknum. Hann var mjög náinn samstarfsmaður Steingríms Hermannssonar og Halldórs Ásgrímssonar fyrrverandi formanna flokksins og forsætisráðherra og verið þungavigtarmaður í flokknum í fimmtíu ár. Atli gæti haft áhrif á fjölda framsóknarmanna til stuðnings við Sigmund Davíð.Björn Ingi Hrafnsson er formlega genginn í lið með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.Vísir/ValliForsendur breyttust með framboði Sigmundar Davíðs Björn Ingi greindi frá því á Facebook síðu sinni í morgun að hann og hans fólk hefði gengið til liðs við Sigmund Davíð. Björn Ingi segir allar forsendur hafa breyst eftir að formaðurinn fyrrverandi ákvað að bjóða fram nýjan flokk. „Hann á gífurlega mikinn hljómgrunn og ég finn fyrir miklum stuðningi við hann mjög víða. Hjá fólki sem hingað til hefur kannski stutt marga flokka. Eftir að hann tók sína ákvörðun þá var þetta í sjálfu sér enginn vafi í okkar huga að við vildum hjálpa til,“ segir Björn Ingi. Þeir sem fréttastofa hefur rætt við og þekkja mjög vel til innan Framsóknarflokksins segja að þetta sé mesti klofningur í sögu hans og ástandið í flokknum hafi ekki verið í annarri eins upplausn í hundrað ára sögu hans. Mörgu af því fólki sem sagt hefur sig úr flokknum blöskraði hvernig komið hafi verið fram við Sigmund Davíð á flokksþingi skömmu fyrir kosningar árið 2016. Einn heimildarmanna segir að maður hafi gengið undir manns hönd til að fá Sigurð Inga Jóhannsson núverandi formann og stuðningsfólk hans til að leyfa Sigmundi Davíð að leiða flokkinn fyrir síðustu kosningar og ef flokkurinn kæmi illa út úr þeim kosningum mætti endurskoða forystumál flokksins. Á þetta hafi ekki verið hlustað og áhersla lögð á að niðurlægja Sigmund Davíð og nánast storka hann og öll hans verk út í sögu flokksins. Ekki sé að undra að flokkurinn hafi klofnað nú.Þorsteinn Sæmundsson var þingmaður Framsóknar á árunum 2013-2016. Hann er í liði með Sigmundi Davíð.Vísir/AntonEkki fallegt ásýndar „Það er alls ekki fallegt að horfa upp á þetta. En stundum því miður ganga menn einfaldlega þannig fram að þeir geta að ákveðnu leyti sjálfum sér um kennt. Ég bendi nú á að varaformaður flokksins (Lilja Alfreðsdóttir) hefur ítrekað líst því yfir að hún hafi reynt að bera klæði á vopnin en ekki haft árangur sem erfiði,“ segir Björn Ingi. Sjálfur ætlar Björn Ingi ekki í framboð en segir Sigmund Davíð eiga mikið erindi og hafa sýnt að hann hafi mikla framtíðarsýn. Hann telur að flokki Sigmundar Davíðs muni ganga vel í kosningabaráttunni og höfða til fólk innan sem utan Framsóknarflokksins. En finnst þér Sigmundur hafa gert nægjanlega grein fyrir öllum sem málum sem varða s.k. panamaskjöl og veru hans og konu hans í þeim? „Já mér finnst það svo sannarlega. Allir sem geta og vilja kynna sér það geta gert það inni á tiltekinni heimasíðu. Ég held satt að segja að ekki sé búið að fara jafn ítarlega í gegnum nokkurt mál eins og þau. Þannig að ég hef engar áhyggjur af þeim málum í þessum efnum. Það kom auðvitað snemma í ljós að það var ekkert sem þau höfðu að fela í þeim efnum. Í sjálfu sér held ég að það mál verði ekki stórt í þessari kosningabaráttu,“ segir Björn Ingi Hrafnsson.
Kosningar 2017 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira