Stefnt á að þingstörfum ljúki á morgun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 25. september 2017 18:53 Fundur formanna með forseta stóð yfir í um þrjá klukkutíma. Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sat fundinn í stað Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns. Vísir/Ernir Samkomulag hefur náðst milli þingflokka um lok þingstarfa og vonast er til að þingstarfi verði lokið á morgun. Formenn flokkanna luku fundi með Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, nú rétt fyrir klukkan hálf sjö en fundurinn hófst klukkan 15:15. Fimm þingflokkar hafa skrifað undir samkomulag um með hvaða hætti þingstörfum verði lokið. Þeir flokkar sem styðja samkomulagið en hafa óskað eftir að vera ekki hluti af því eru Samfylkingin og Píratar. „Fimm flokkar hafa sammælst um með hvaða hætti við ljúkum þinginu. Það liggur fyrir hvaða mál verða sett á dagskrá. Tveir flokkar styðja málin sem sett verða fyrir en hafa óskað eftir að vera ekki hluti af samkomulaginu,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, í samtali við fréttastofu. „Komumst ekki nær sameiginlegri niðurstöðu en þetta í þetta skiptið.“Vilja leggja fram breytingar á stjórnarskránniBirgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir að flokkurinn hafi ekki viljað skrifað undir samkomulagið vegna stjórnarskrármálsins. „Okkur tókst ekki að ná neinu samkomulagi um stjórnarskrána. Við höfum lagt fram tillögu að breytingarákvæði sem þýðir að skjóta þurfi til þjóðar ef samkomulag náist um stjórnarskrána. Við viljum áskilja okkur þann rétt að leggja það fram í þinginu á morgun,“ segir Birgitta í samtali við fréttastofu. „Við höfum lagt ofuráherslu á að við björgum þessum börnum sem nú eru í vandræðum og þegar við sáum að það er hægt að tryggja það með þrýstingi að breytt verði útlendingalögum sem tryggi þessum börnum og nokkrum öðrum skjól,“ segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar, en flokkurinn ákvað einnig að standa utan samkomulagsins. „við getum ekki látið stilla okkur upp við vegg og látið okkur með því neita að taka þátt í nauðsynlegan breytingum að stjórnarskránni. Við fögnum málum á dagskrá en við viljum áskilja okkur rétt til að leggja fram breytingar á stjórnarskránni,“ segir hann.Lögum um uppreist æru breyttMálin sem samkomulag hefur náðst um eru fimm talsins. Fyrst ber að nefna frumvarp dómsmálaráðherra um að ákvæði um uppreist æru verði felld úr almennum hegningarlögum. „Þá fari hér í gegn og verði samþykkt og gert að lögum frumvarp um bráðabirgðaákvæði í kosningalögum vegna kosningaréttar manna sem búa erlendis. Þetta er tæknilegt mál sem þarf að klára út af kosningunum,“ segir Unnur Brá. „Þá fer á dagskrá og verði afgreitt frumvarp um breytingar á útlendingalögum. Það er flutt af þeim formönnum sem það styðja, það eru ekki allir flokkar á því. Það verði afgreitt fyrir þingfrestun og gert að lögum. Það verður flutt og afgreidd tillaga um frestun þingfunda, það verður kosið í endurupptökunefnd og fullveldisnefnd. Þar er bara verið að skipta út fólki sem hafði dottið út, það er formsatriði. Síðan mun velferðarnefnd ræða þessi NPA frumvörp sem eru tvö og fjalli um yfirlýsingu sem formennirnir ætla að undirrita varðandi hvaða vinna þurfi að eiga sér stað þannig að málin fáist afgreidd fyrir áramót ef nýtt alþingi kýs að gera það. Þannig að málið sé tilbúið til afgreiðslu ef nýtt þing kýs að gera það.“ Kosningar 2017 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Samkomulag hefur náðst milli þingflokka um lok þingstarfa og vonast er til að þingstarfi verði lokið á morgun. Formenn flokkanna luku fundi með Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, nú rétt fyrir klukkan hálf sjö en fundurinn hófst klukkan 15:15. Fimm þingflokkar hafa skrifað undir samkomulag um með hvaða hætti þingstörfum verði lokið. Þeir flokkar sem styðja samkomulagið en hafa óskað eftir að vera ekki hluti af því eru Samfylkingin og Píratar. „Fimm flokkar hafa sammælst um með hvaða hætti við ljúkum þinginu. Það liggur fyrir hvaða mál verða sett á dagskrá. Tveir flokkar styðja málin sem sett verða fyrir en hafa óskað eftir að vera ekki hluti af samkomulaginu,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, í samtali við fréttastofu. „Komumst ekki nær sameiginlegri niðurstöðu en þetta í þetta skiptið.“Vilja leggja fram breytingar á stjórnarskránniBirgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir að flokkurinn hafi ekki viljað skrifað undir samkomulagið vegna stjórnarskrármálsins. „Okkur tókst ekki að ná neinu samkomulagi um stjórnarskrána. Við höfum lagt fram tillögu að breytingarákvæði sem þýðir að skjóta þurfi til þjóðar ef samkomulag náist um stjórnarskrána. Við viljum áskilja okkur þann rétt að leggja það fram í þinginu á morgun,“ segir Birgitta í samtali við fréttastofu. „Við höfum lagt ofuráherslu á að við björgum þessum börnum sem nú eru í vandræðum og þegar við sáum að það er hægt að tryggja það með þrýstingi að breytt verði útlendingalögum sem tryggi þessum börnum og nokkrum öðrum skjól,“ segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar, en flokkurinn ákvað einnig að standa utan samkomulagsins. „við getum ekki látið stilla okkur upp við vegg og látið okkur með því neita að taka þátt í nauðsynlegan breytingum að stjórnarskránni. Við fögnum málum á dagskrá en við viljum áskilja okkur rétt til að leggja fram breytingar á stjórnarskránni,“ segir hann.Lögum um uppreist æru breyttMálin sem samkomulag hefur náðst um eru fimm talsins. Fyrst ber að nefna frumvarp dómsmálaráðherra um að ákvæði um uppreist æru verði felld úr almennum hegningarlögum. „Þá fari hér í gegn og verði samþykkt og gert að lögum frumvarp um bráðabirgðaákvæði í kosningalögum vegna kosningaréttar manna sem búa erlendis. Þetta er tæknilegt mál sem þarf að klára út af kosningunum,“ segir Unnur Brá. „Þá fer á dagskrá og verði afgreitt frumvarp um breytingar á útlendingalögum. Það er flutt af þeim formönnum sem það styðja, það eru ekki allir flokkar á því. Það verði afgreitt fyrir þingfrestun og gert að lögum. Það verður flutt og afgreidd tillaga um frestun þingfunda, það verður kosið í endurupptökunefnd og fullveldisnefnd. Þar er bara verið að skipta út fólki sem hafði dottið út, það er formsatriði. Síðan mun velferðarnefnd ræða þessi NPA frumvörp sem eru tvö og fjalli um yfirlýsingu sem formennirnir ætla að undirrita varðandi hvaða vinna þurfi að eiga sér stað þannig að málin fáist afgreidd fyrir áramót ef nýtt alþingi kýs að gera það. Þannig að málið sé tilbúið til afgreiðslu ef nýtt þing kýs að gera það.“
Kosningar 2017 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira