Sveinbjörg Birna útilokar ekki að fara fram með Sigmundi Davíð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2017 12:51 Sveinbjörg Birna studdi Sigmund Davíð í formannskjöri flokksins í fyrra. Hún sagði sig úr flokknum fyrir um mánuði og útilokar ekki að ganga til liðs við nýjan stjórnmálaflokk sem Sigmundur hyggst stofna. Vísir/Valli Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi, útilokar ekki að bjóða sig fram fyrir nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. Mánuður er síðan Sveinbjörg tilkynnti um úrsögn sína úr Framsóknarflokknum. Hún var kjörin í borgarstjórn árið 2014 fyrir Framsókn og flugvallarvini en þegar hún sagði sig úr Framsóknarflokknum í ágúst síðastliðnum varð hún óháður borgarfulltrúi. Í samtali við Vísi segist Sveinbjörg Birna ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hún gangi til liðs við stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs. Aðspurð hvort það sé eitthvað sem heilli hana eða henni hugnist segir hún: „Það sem heillar mig náttúrulega alltaf hvar sem er í pólitík er að gera vel fyrir land og þjóð svo að ef að þar velst fólk inn og málefni sem eru í anda hans þá gæti það alveg verið en ég hef ekki tekið ákvörðun um það.“ Þú ert þá ekkert á leið í framboð fyrir þessar þingkosningar með þessum flokki? „Ég hef ekki skotið loku fyrir það, hvorki með þessum flokki eða öðrum þó að tíminn sé auðvitað stuttur,“ segir Sveinbjörg sem studdi Sigmund Davíð í formannskjöri flokksins í október í fyrra. Hún segir að málin muni skýrast á næstu dögum en ítrekar að hún hafi ekki tekið neina ákvörðun. Síðan Sigmundur Davíð tilkynnti um ákvörðun sína í gær um að hætta í Framsóknarflokknum og stofna nýtt stjórnmálaafl hafa þó nokkrir Framsóknarmenn tilkynnt um úrsögn sína úr flokknum. Þar á meðal eru Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður flokksins, Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur sem og öll stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fyrrverandi þingmaður Framsóknar segir sig úr flokknum Margir Framsóknarmenn virðast nú íhuga nú stöðu sína, hvort þeir fylgi Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í nýtt afl eða haldi tryggð við Framsóknarflokkinn. 25. september 2017 10:14 Fleiri trúnaðarmenn segja skilið við Framsókn Formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík, hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. 25. september 2017 06:37 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi, útilokar ekki að bjóða sig fram fyrir nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. Mánuður er síðan Sveinbjörg tilkynnti um úrsögn sína úr Framsóknarflokknum. Hún var kjörin í borgarstjórn árið 2014 fyrir Framsókn og flugvallarvini en þegar hún sagði sig úr Framsóknarflokknum í ágúst síðastliðnum varð hún óháður borgarfulltrúi. Í samtali við Vísi segist Sveinbjörg Birna ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hún gangi til liðs við stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs. Aðspurð hvort það sé eitthvað sem heilli hana eða henni hugnist segir hún: „Það sem heillar mig náttúrulega alltaf hvar sem er í pólitík er að gera vel fyrir land og þjóð svo að ef að þar velst fólk inn og málefni sem eru í anda hans þá gæti það alveg verið en ég hef ekki tekið ákvörðun um það.“ Þú ert þá ekkert á leið í framboð fyrir þessar þingkosningar með þessum flokki? „Ég hef ekki skotið loku fyrir það, hvorki með þessum flokki eða öðrum þó að tíminn sé auðvitað stuttur,“ segir Sveinbjörg sem studdi Sigmund Davíð í formannskjöri flokksins í október í fyrra. Hún segir að málin muni skýrast á næstu dögum en ítrekar að hún hafi ekki tekið neina ákvörðun. Síðan Sigmundur Davíð tilkynnti um ákvörðun sína í gær um að hætta í Framsóknarflokknum og stofna nýtt stjórnmálaafl hafa þó nokkrir Framsóknarmenn tilkynnt um úrsögn sína úr flokknum. Þar á meðal eru Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður flokksins, Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur sem og öll stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fyrrverandi þingmaður Framsóknar segir sig úr flokknum Margir Framsóknarmenn virðast nú íhuga nú stöðu sína, hvort þeir fylgi Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í nýtt afl eða haldi tryggð við Framsóknarflokkinn. 25. september 2017 10:14 Fleiri trúnaðarmenn segja skilið við Framsókn Formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík, hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. 25. september 2017 06:37 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Fyrrverandi þingmaður Framsóknar segir sig úr flokknum Margir Framsóknarmenn virðast nú íhuga nú stöðu sína, hvort þeir fylgi Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í nýtt afl eða haldi tryggð við Framsóknarflokkinn. 25. september 2017 10:14
Fleiri trúnaðarmenn segja skilið við Framsókn Formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík, hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. 25. september 2017 06:37
Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00