Óljóst hvort formenn flokkanna nái samkomulagi um þingstörfin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2017 08:42 Formenn flokkanna á fundi með forseta þingsins í liðinni viku. Vísir/Hanna Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, hefur boðað formenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi til fundar við sig síðdegis í dag þar sem reynt verður að komast að niðurstöðu um framhald þingstarfa og hvenær þingi verður slitið fyrir þingkosningarnar sem búið er að boða til þann 28. október næstkomandi. Í samtali við Vísi kveðst Unnur Brá vonast til að það náist lending í þessi mál á fundinum í dag en ekkert er fast í hendi ennþá. Eins og kunnugt er slitnaði upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar þann 14. september síðastliðinn þegar stjórn Bjartrar framtíðar ákvað að slíta samstarfinu. Ástæðan var trúnaðarbrestur sem varð að þeirra mati í tengslum við uppreist æru dæmds kynferðisbrotamanns. Fyrir viku síðan fór Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, svo til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, og lagði til að þing rofið og boðað til kosninga. Forsetinn féllst á þá tillögu. Alla síðustu viku hafa svo formenn flokkanna hist með forseta Alþingis og reynt að ná samkomulagi varðandi það hvaða mál fái afgreiðslu eða verði komið í öruggan farveg fyrir kosningar. Aðallega hefur verið horft til fjögurra mála, það er breytinga á lögum um uppreist æru, lögfestingar NPA – notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar fyrir fatlaða, breytinga á útlendingalöggjöfinni og stjórnarskrárinnar. Hvorki hefur þó gengið né rekið í þessum viðræðum formannanna og í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, að þessi umræða virðist hafa tekið full langan tíma á kostnað einstaklinga sem eigi ekki að þurfa að bíða eftir að nýtt þing verði kosið svo þeir fái úrlausn sinna mála. Vísar hún meðal annars til tveggja ungra stúlkna á flótta sem synjað hefur verið um hæli hér á landi en fjöldi þingmanna hefur lýst yfir vilja til að grípa inn í mál þeirra, til að mynda með því að breyta lögum um útlendinga. „Ef formenn flokkanna ná ekki að afgreiða þetta þá þarf að útskýra tæpitungulaust hvað veldur. Það þarf að opna bakherbergið og lofta út,“ segir Hanna Katrín í grein sinni. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ekki samhljómur á meðal formanna flokkanna hvort komið sé að úrslitastund Búið er að boða til þingkosninga þann 28. október næstkomandi en þingið er ennþá starfandi og óljóst hvenær því verður slitið. 22. september 2017 11:09 Rúmlega helmingur vill að Katrín verði forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, er vinsælasta forsætisráðherraefni þjóðarinnar ef marka má nýja könnun Félagsvísindastofnunnar. 25. september 2017 08:01 Formaður Sjálfstæðisflokks vill ljúka þingstörfum á þriðjudag Formaður Sjálfstæðisflokksins telur að hægt væri að ljúka þingstörfum á tveimur dögum í næstu viku en segir formenn annarra flokka ekki deila þeirri skoðun með honum. 22. september 2017 19:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, hefur boðað formenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi til fundar við sig síðdegis í dag þar sem reynt verður að komast að niðurstöðu um framhald þingstarfa og hvenær þingi verður slitið fyrir þingkosningarnar sem búið er að boða til þann 28. október næstkomandi. Í samtali við Vísi kveðst Unnur Brá vonast til að það náist lending í þessi mál á fundinum í dag en ekkert er fast í hendi ennþá. Eins og kunnugt er slitnaði upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar þann 14. september síðastliðinn þegar stjórn Bjartrar framtíðar ákvað að slíta samstarfinu. Ástæðan var trúnaðarbrestur sem varð að þeirra mati í tengslum við uppreist æru dæmds kynferðisbrotamanns. Fyrir viku síðan fór Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, svo til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, og lagði til að þing rofið og boðað til kosninga. Forsetinn féllst á þá tillögu. Alla síðustu viku hafa svo formenn flokkanna hist með forseta Alþingis og reynt að ná samkomulagi varðandi það hvaða mál fái afgreiðslu eða verði komið í öruggan farveg fyrir kosningar. Aðallega hefur verið horft til fjögurra mála, það er breytinga á lögum um uppreist æru, lögfestingar NPA – notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar fyrir fatlaða, breytinga á útlendingalöggjöfinni og stjórnarskrárinnar. Hvorki hefur þó gengið né rekið í þessum viðræðum formannanna og í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, að þessi umræða virðist hafa tekið full langan tíma á kostnað einstaklinga sem eigi ekki að þurfa að bíða eftir að nýtt þing verði kosið svo þeir fái úrlausn sinna mála. Vísar hún meðal annars til tveggja ungra stúlkna á flótta sem synjað hefur verið um hæli hér á landi en fjöldi þingmanna hefur lýst yfir vilja til að grípa inn í mál þeirra, til að mynda með því að breyta lögum um útlendinga. „Ef formenn flokkanna ná ekki að afgreiða þetta þá þarf að útskýra tæpitungulaust hvað veldur. Það þarf að opna bakherbergið og lofta út,“ segir Hanna Katrín í grein sinni.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ekki samhljómur á meðal formanna flokkanna hvort komið sé að úrslitastund Búið er að boða til þingkosninga þann 28. október næstkomandi en þingið er ennþá starfandi og óljóst hvenær því verður slitið. 22. september 2017 11:09 Rúmlega helmingur vill að Katrín verði forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, er vinsælasta forsætisráðherraefni þjóðarinnar ef marka má nýja könnun Félagsvísindastofnunnar. 25. september 2017 08:01 Formaður Sjálfstæðisflokks vill ljúka þingstörfum á þriðjudag Formaður Sjálfstæðisflokksins telur að hægt væri að ljúka þingstörfum á tveimur dögum í næstu viku en segir formenn annarra flokka ekki deila þeirri skoðun með honum. 22. september 2017 19:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ekki samhljómur á meðal formanna flokkanna hvort komið sé að úrslitastund Búið er að boða til þingkosninga þann 28. október næstkomandi en þingið er ennþá starfandi og óljóst hvenær því verður slitið. 22. september 2017 11:09
Rúmlega helmingur vill að Katrín verði forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, er vinsælasta forsætisráðherraefni þjóðarinnar ef marka má nýja könnun Félagsvísindastofnunnar. 25. september 2017 08:01
Formaður Sjálfstæðisflokks vill ljúka þingstörfum á þriðjudag Formaður Sjálfstæðisflokksins telur að hægt væri að ljúka þingstörfum á tveimur dögum í næstu viku en segir formenn annarra flokka ekki deila þeirri skoðun með honum. 22. september 2017 19:30