„Fráleitt að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé handhafi stöðugleika“ Anton Egilsson skrifar 23. september 2017 16:31 Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur það fráleitt að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé handhafi stöðugleika í íslenskum stjórnmálum. Svandís var gestur Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag ásamt þeim Birgi Ármannssyni, Birgittu Jónsdóttur og Oddný Mjöll Harðardóttur. Meðal annars var rætt um framkvæmd mála um uppreist æru en hún hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu. Svandís segir framkvæmdina á veitingu uppreist æru eins og hún hefur verið hingað til ekki vera boðlega. „Við sjáum að stjórnsýslan í kringum uppreist æru er algjörlega óboðleg, hefur verið það áratugum saman og er algjörlega til skammar. Það hefur þróast með þeim hætti að þetta hefur orðið vélræn framkvæmd og það getur hver sem er verið með einhverja umsögn sem hefur ekkert innihald annað heldur en það að viðkomandi sé góður gaur.“Verið að skoða samskipti dómsmálaráðherra og forsætisráðherraBenedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar var á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru og liggur fyrir að Sigríður Andersen, starfandi dómsmálaráðherra, hafi greint Bjarna frá þeim upplýsingum í júlí. Hjá nefndinni sé verið að skoða hvort samskipti dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafi verið með eðlilegum hætti út frá lögfræðilegu sjónarhorni. „Það sem er verið að varpa ljósi á akkúrat núna eru nákvæmlega þessi samskipti milli dómsmálaráðherra og forsætisráðherra og þar hefur fókusinn beinst að lögformlegum hætti þess máls, hvort að þau samskipti hafi verið með eðlilegum hætti út frá lögfræðilegu sjónarhorni og því sem að lýtur að hlutverki ráðherranna sem embættismanna. En þessir ráðherrar eru nefnilega líka stjórnmálamenn, þeir eru líka í trúnaðarsambandi við Alþingi og við almenning í landinu og það er þar sem að þeir brugðust.“ Svandís skaut svo föstum skotum að Sjálfstæðisflokknum. „Ég held að það sé mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn og alla pólítíska umræðu í landinu að við breikkum sjóndeildarhringinn og tölum um fleiri mál . Svo vil ég bara mótmæla því hér einu sinni að það er fráleitt að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé handhafi stöðugleika í íslenskum stjórnmálum en hann hefur verið hrygglengjan í þremur síðustu ríkisstjórnum sem hafa sprungið á Íslandi.“Horfa má á Víglínuna í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Víglínan Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur það fráleitt að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé handhafi stöðugleika í íslenskum stjórnmálum. Svandís var gestur Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag ásamt þeim Birgi Ármannssyni, Birgittu Jónsdóttur og Oddný Mjöll Harðardóttur. Meðal annars var rætt um framkvæmd mála um uppreist æru en hún hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu. Svandís segir framkvæmdina á veitingu uppreist æru eins og hún hefur verið hingað til ekki vera boðlega. „Við sjáum að stjórnsýslan í kringum uppreist æru er algjörlega óboðleg, hefur verið það áratugum saman og er algjörlega til skammar. Það hefur þróast með þeim hætti að þetta hefur orðið vélræn framkvæmd og það getur hver sem er verið með einhverja umsögn sem hefur ekkert innihald annað heldur en það að viðkomandi sé góður gaur.“Verið að skoða samskipti dómsmálaráðherra og forsætisráðherraBenedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar var á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru og liggur fyrir að Sigríður Andersen, starfandi dómsmálaráðherra, hafi greint Bjarna frá þeim upplýsingum í júlí. Hjá nefndinni sé verið að skoða hvort samskipti dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafi verið með eðlilegum hætti út frá lögfræðilegu sjónarhorni. „Það sem er verið að varpa ljósi á akkúrat núna eru nákvæmlega þessi samskipti milli dómsmálaráðherra og forsætisráðherra og þar hefur fókusinn beinst að lögformlegum hætti þess máls, hvort að þau samskipti hafi verið með eðlilegum hætti út frá lögfræðilegu sjónarhorni og því sem að lýtur að hlutverki ráðherranna sem embættismanna. En þessir ráðherrar eru nefnilega líka stjórnmálamenn, þeir eru líka í trúnaðarsambandi við Alþingi og við almenning í landinu og það er þar sem að þeir brugðust.“ Svandís skaut svo föstum skotum að Sjálfstæðisflokknum. „Ég held að það sé mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn og alla pólítíska umræðu í landinu að við breikkum sjóndeildarhringinn og tölum um fleiri mál . Svo vil ég bara mótmæla því hér einu sinni að það er fráleitt að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé handhafi stöðugleika í íslenskum stjórnmálum en hann hefur verið hrygglengjan í þremur síðustu ríkisstjórnum sem hafa sprungið á Íslandi.“Horfa má á Víglínuna í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Víglínan Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Sjá meira