Segir niðurstöðu umboðsmanns Alþingis í samræmi við það sem hún hefur haldið fram Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2017 15:56 Dómsmálaráðherra sat fyrir svörum þingmanna á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í vikunni. vísir/anton brink Niðurstaða umboðsmanns Alþingis að ekki sé þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, í tengslum við það að Sigríður sagði Bjarna frá því að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru kemur Sigríði ekki á óvart. „Þetta kemur ekki á óvart. Þetta er í samræmi við það sem ég hef haldið fram og eins og ég hef lýst málinu síðan ég kom upp, og hef ekkert dregið undan í þeim efnum. Það kemur mér heldur ekki á óvart að umboðsmaður Alþingis áttaði sig líka á því að fagráðherra á hverjum tíma verður að geta átt samtöl við forsætisráðherra,“ segir Sigríður.„Það horfir auðvitað öðruvísi við öðrum fagráðherrum“ Aðspurð hvort það hefði farið betur á því þá að segja öðrum ráðherrum í ríkisstjórninni frá þessum tengslum segir Sigríður að hún telji að sér hafi ekki verið það heimilt. Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn vegna þess sem flokkurinn telur vera trúnaðarbrest þar sem hvorki Sigríður né Bjarni greindu samráðherrum í ríkisstjórn frá aðkomu föður Bjarna. „Ég tel að mér hefði hins vegar ekki verið það heimilt en mér skilst að það hafi líka verið rætt á fundi nefndarinnar. Það horfir auðvitað öðruvísi við öðrum fagráðherrum. Það hefði ekki verið málefnalegt að upplýsa umhverfisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eða heilbrigðisráðherra um þessi mál. Það var ekkert tilefni til þess og tel í hæsta máta undarlegt ef ég hefði gert það,“ segir Sigríður.Segir engan ráðherra Bjartrar framtíðar eða Viðreisnar hafa haft samband við hana Aðspurð hvað henni finnist um að ríkisstjórnarslitin í ljósi niðurstöðu umboðsmanns Alþingis ítrekar Sigríður það sem hún hefur áður sagt; að henni finnist það algjörlega ábyrgðarlaust að sprengja ríkisstjórn út af þessu máli. Sigríður segist geta skilið að þessi mál öld valdi miklu tilfinningaumróti hjá fólki og geti skapað geðshræringu í umræðunni. „Ég hef fullan skilning á því og ég er sjálf ekki tilfinningalaus í þessum efnum. En þegar fólki hefur verið trúað fyrir og tekið að sér trúnaðarstörf sem eru æðstu stöður ríkisins þá verður að gera þá kröfu til fólks að það skilji þarna á milli og geti sýnt af sér ábyrga hegðun í öllum sínum ákvarðanatökum. Að þær séu yfirvegaðar og í samræmi við tilefnið. Enn þann dag í dag hefur þetta fólk ekki einu sinni komið að máli við mig, ráðherrar Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, ekki svo mikið sem kastað á mig einu símtali út af þessu máli. Ég hef ekki einu sinni fengið svigrúm til að ræða þetta mál og útskýra það fyrir þeim en ég hef ekki fengið tækifæri til þess að þeirra frumkvæði,“ segir Sigríður. Kosningar 2017 Uppreist æru Tengdar fréttir Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna uppreistar æru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. 21. september 2017 09:11 Umboðsmaður telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar og Bjarna Þetta kom fram á lokuðum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag þar sem Tryggvi mætti og ræddi reglur og framkvæmd við uppreist æru. 21. september 2017 14:15 Svandís segir stjórnskipunarnefnd verða að afgreiða uppreist æru Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina verða að taka með einhverjum hætti á málefnum uppreistar æru fyrir kosningar og búa svo um hnútana að málið komi til meðferðar hjá Alþingi strax að loknum kosningum. 21. september 2017 13:45 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira
Niðurstaða umboðsmanns Alþingis að ekki sé þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, í tengslum við það að Sigríður sagði Bjarna frá því að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru kemur Sigríði ekki á óvart. „Þetta kemur ekki á óvart. Þetta er í samræmi við það sem ég hef haldið fram og eins og ég hef lýst málinu síðan ég kom upp, og hef ekkert dregið undan í þeim efnum. Það kemur mér heldur ekki á óvart að umboðsmaður Alþingis áttaði sig líka á því að fagráðherra á hverjum tíma verður að geta átt samtöl við forsætisráðherra,“ segir Sigríður.„Það horfir auðvitað öðruvísi við öðrum fagráðherrum“ Aðspurð hvort það hefði farið betur á því þá að segja öðrum ráðherrum í ríkisstjórninni frá þessum tengslum segir Sigríður að hún telji að sér hafi ekki verið það heimilt. Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn vegna þess sem flokkurinn telur vera trúnaðarbrest þar sem hvorki Sigríður né Bjarni greindu samráðherrum í ríkisstjórn frá aðkomu föður Bjarna. „Ég tel að mér hefði hins vegar ekki verið það heimilt en mér skilst að það hafi líka verið rætt á fundi nefndarinnar. Það horfir auðvitað öðruvísi við öðrum fagráðherrum. Það hefði ekki verið málefnalegt að upplýsa umhverfisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eða heilbrigðisráðherra um þessi mál. Það var ekkert tilefni til þess og tel í hæsta máta undarlegt ef ég hefði gert það,“ segir Sigríður.Segir engan ráðherra Bjartrar framtíðar eða Viðreisnar hafa haft samband við hana Aðspurð hvað henni finnist um að ríkisstjórnarslitin í ljósi niðurstöðu umboðsmanns Alþingis ítrekar Sigríður það sem hún hefur áður sagt; að henni finnist það algjörlega ábyrgðarlaust að sprengja ríkisstjórn út af þessu máli. Sigríður segist geta skilið að þessi mál öld valdi miklu tilfinningaumróti hjá fólki og geti skapað geðshræringu í umræðunni. „Ég hef fullan skilning á því og ég er sjálf ekki tilfinningalaus í þessum efnum. En þegar fólki hefur verið trúað fyrir og tekið að sér trúnaðarstörf sem eru æðstu stöður ríkisins þá verður að gera þá kröfu til fólks að það skilji þarna á milli og geti sýnt af sér ábyrga hegðun í öllum sínum ákvarðanatökum. Að þær séu yfirvegaðar og í samræmi við tilefnið. Enn þann dag í dag hefur þetta fólk ekki einu sinni komið að máli við mig, ráðherrar Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, ekki svo mikið sem kastað á mig einu símtali út af þessu máli. Ég hef ekki einu sinni fengið svigrúm til að ræða þetta mál og útskýra það fyrir þeim en ég hef ekki fengið tækifæri til þess að þeirra frumkvæði,“ segir Sigríður.
Kosningar 2017 Uppreist æru Tengdar fréttir Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna uppreistar æru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. 21. september 2017 09:11 Umboðsmaður telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar og Bjarna Þetta kom fram á lokuðum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag þar sem Tryggvi mætti og ræddi reglur og framkvæmd við uppreist æru. 21. september 2017 14:15 Svandís segir stjórnskipunarnefnd verða að afgreiða uppreist æru Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina verða að taka með einhverjum hætti á málefnum uppreistar æru fyrir kosningar og búa svo um hnútana að málið komi til meðferðar hjá Alþingi strax að loknum kosningum. 21. september 2017 13:45 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna uppreistar æru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. 21. september 2017 09:11
Umboðsmaður telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar og Bjarna Þetta kom fram á lokuðum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag þar sem Tryggvi mætti og ræddi reglur og framkvæmd við uppreist æru. 21. september 2017 14:15
Svandís segir stjórnskipunarnefnd verða að afgreiða uppreist æru Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina verða að taka með einhverjum hætti á málefnum uppreistar æru fyrir kosningar og búa svo um hnútana að málið komi til meðferðar hjá Alþingi strax að loknum kosningum. 21. september 2017 13:45