Svandís segir stjórnskipunarnefnd verða að afgreiða uppreist æru Heimir Már Pétursson skrifar 21. september 2017 13:45 Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina verða að taka með einhverjum hætti á málefnum uppreistar æru fyrir kosningar og búa svo um hnútana að málið komi til meðferðar hjá Alþingi strax að loknum kosningum. Umboðsmaður Alþingis kom á fund nefndarinnar í morgun. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kom saman til fundar klukkan tíu í morgun og mætti Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis fyrir nefndina. Svandís Svavarsdóttir varaformaður nefndarinnar segir meirihlutann vilja fá mat umboðsmanns á stöðunni varðandi uppreist æru. „Við erum náttúrlega að tala um flókin viðfangsefni. Þetta eru lagaleg álitamál. Þetta eru álitamál sem lúta að framkvæmdinni og svo eru náttúrlega viðfangsefni sem eru kannski meira á hinu pólitíska sviði. Við þurfum að kanna og fara yfir mál sem snúast jafnvel um skjalafals, frumkvæðisskyldu ráðuneytisinsí að taka upp mál og endurskoða mál,“ segir Svandís. Nefndin þurfi að vinna hratt enda ekki nema rétt rúmar fimm vikur til kosninga. Hún þurfi að afgreiða málið frá sér með einhverjum hætti, enda hafi það verið á borði nefndarinnar frá því Svandís bað fyrst um fund um málið í júlí. „Síðan hefur málið vaxið stig af stigi. Það var og reyndist vera mjög mikilvægt að Alþingi tæki málið til skoðunar og við yrðum við því ákalli sem var úti í samfélaginu. Bæði frá brotaþolum kynferðisbrota og fjölmiðlum. Þannig að þetta er orðið dálítið langt ferli og í millitíðinni hefur ríkisstjórn sprungið. Þannig að það væri undarlegt annað en við kvittuðum fyrir okkur með einhverjum texta,“ segir Svandís. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur verið með frumvarp í undirbúningi sem myndi afnema uppreist æru úr lögum og setja nýjar reglur um hvernig fólk geti öðlast borgaraleg réttindi á ný eftir að hafa afplánað dóma. Svandís segir að ef slíkt frumvarp kæmi fram færi það til allsherjar- og menntamálanefndar sem myndi þá flytja slíkt mál sameinuð.Finnst þér áríðandi að slíkt frumvarp til að skýra þessi mál til framtíðar nái fram fyrir kosningar? „Mér finnst nauðsynlegt að Alþingi svari kalli tímans og við afgreiðum eins og við þetum það sem fyrir liggur. Það er alveg ljóst að við ráðum ekki að fara yfir alla þá lagabálka sem óflekkað mannorð kemur fyrir. Ekki á þessum tíma sem er til stefnu. En við verðum að búa um það þannig að það sé algerlega á hreinu að það sem út af stendur verði tekið til skoðunar og afgreiðslu strax að afloknum kosningum. Það er ekki annað hægt. En eitthvaf af þessu þessu verðum við að afgreiða fyrir kosningar. Það er alveg á hreinu,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna uppreistar æru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. 21. september 2017 09:11 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina verða að taka með einhverjum hætti á málefnum uppreistar æru fyrir kosningar og búa svo um hnútana að málið komi til meðferðar hjá Alþingi strax að loknum kosningum. Umboðsmaður Alþingis kom á fund nefndarinnar í morgun. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kom saman til fundar klukkan tíu í morgun og mætti Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis fyrir nefndina. Svandís Svavarsdóttir varaformaður nefndarinnar segir meirihlutann vilja fá mat umboðsmanns á stöðunni varðandi uppreist æru. „Við erum náttúrlega að tala um flókin viðfangsefni. Þetta eru lagaleg álitamál. Þetta eru álitamál sem lúta að framkvæmdinni og svo eru náttúrlega viðfangsefni sem eru kannski meira á hinu pólitíska sviði. Við þurfum að kanna og fara yfir mál sem snúast jafnvel um skjalafals, frumkvæðisskyldu ráðuneytisinsí að taka upp mál og endurskoða mál,“ segir Svandís. Nefndin þurfi að vinna hratt enda ekki nema rétt rúmar fimm vikur til kosninga. Hún þurfi að afgreiða málið frá sér með einhverjum hætti, enda hafi það verið á borði nefndarinnar frá því Svandís bað fyrst um fund um málið í júlí. „Síðan hefur málið vaxið stig af stigi. Það var og reyndist vera mjög mikilvægt að Alþingi tæki málið til skoðunar og við yrðum við því ákalli sem var úti í samfélaginu. Bæði frá brotaþolum kynferðisbrota og fjölmiðlum. Þannig að þetta er orðið dálítið langt ferli og í millitíðinni hefur ríkisstjórn sprungið. Þannig að það væri undarlegt annað en við kvittuðum fyrir okkur með einhverjum texta,“ segir Svandís. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur verið með frumvarp í undirbúningi sem myndi afnema uppreist æru úr lögum og setja nýjar reglur um hvernig fólk geti öðlast borgaraleg réttindi á ný eftir að hafa afplánað dóma. Svandís segir að ef slíkt frumvarp kæmi fram færi það til allsherjar- og menntamálanefndar sem myndi þá flytja slíkt mál sameinuð.Finnst þér áríðandi að slíkt frumvarp til að skýra þessi mál til framtíðar nái fram fyrir kosningar? „Mér finnst nauðsynlegt að Alþingi svari kalli tímans og við afgreiðum eins og við þetum það sem fyrir liggur. Það er alveg ljóst að við ráðum ekki að fara yfir alla þá lagabálka sem óflekkað mannorð kemur fyrir. Ekki á þessum tíma sem er til stefnu. En við verðum að búa um það þannig að það sé algerlega á hreinu að það sem út af stendur verði tekið til skoðunar og afgreiðslu strax að afloknum kosningum. Það er ekki annað hægt. En eitthvaf af þessu þessu verðum við að afgreiða fyrir kosningar. Það er alveg á hreinu,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna uppreistar æru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. 21. september 2017 09:11 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna uppreistar æru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. 21. september 2017 09:11