Lokatölur úr laxveiðiánum á síðustu dögum tímabilsins Karl Lúðvíksson skrifar 21. september 2017 10:15 Veiðitímabilinu í sjálfbæru laxveiðiánum er að ljúka þessa dagana en áfram er veitt í ánum sem byggðar eru upp á seiðasleppingum í það minnsta fram yfir miðjan október. Það berast nú lokatölur úr fleiri ám og það verður ekki annað sagt við að fara yfir þær tölur að í flestum ánum til að mynda á vesturlandi var sumarið bara ljómandi gott. Samkvæmt listanum sem var birtur í gærkvöldi á vefsíðu Landssambands Veiðifélaga hafa eftirtaldar ár nú lokað fyrir veiðum og skilað inn sínum lokatölum. Þverá og Kjarrá, Norðurá, Blanda, Haffjarðará, Laxá á Ásum, Selá, Elliðaár, Laxá í Aðaldal, Skjálfandafljót, Straumfjarðará, Straumarnir, Búðardalsá, Laugardalsá og Krossá á Skarðsströnd. Ennþá er veitt í Miðafjarðará en hún er hæst sjálfbærru ánna á listnum á þessu tímabili með 3.627 laxa með nokkra daga eftir af tímabilinu. Ytri Rangá er aflahæst ánna með 6.526 laxa og þar á eftir að veiða í um mánuð í viðbót svo hún gæti vel farið yfir 7.000 laxa sem verður þó nokkuð undir veiðinni í fyrra en þá veiddust 9.323 laxar í ánni. Systuráin Eystri Rangá hefur einhverra hluta vegna ekki komist í gang og heimturnar í hana greinilega undir því sem þær voru í fyrra. Það hafa veiðst í henni 2.030 laxar sem gera hana að fjórðu aflahæstu ánni í sumar en heildarveiðin er engu að síður minni en í fyrra þegar það veiddust 3.254 laxar. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is Mest lesið Mikið líf í Jónskvísl Veiði Þverá í Fljótshlíð að komast í gang Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land við Urriðafoss Veiði Öflugar göngur í Langá Veiði Algjör mokveiði við opnun Ytri Rangár Veiði Grenlækur IV opnaði með 196 fiskum Veiði Veiðimenn á vesturlandi biðja um rigningu Veiði Austurbakki Hólsár er að gefa vel Veiði Döpur veiði seinniparts sumars í Krossá Veiði Lokatölur úr Laxá í Mývatnssveit Veiði
Veiðitímabilinu í sjálfbæru laxveiðiánum er að ljúka þessa dagana en áfram er veitt í ánum sem byggðar eru upp á seiðasleppingum í það minnsta fram yfir miðjan október. Það berast nú lokatölur úr fleiri ám og það verður ekki annað sagt við að fara yfir þær tölur að í flestum ánum til að mynda á vesturlandi var sumarið bara ljómandi gott. Samkvæmt listanum sem var birtur í gærkvöldi á vefsíðu Landssambands Veiðifélaga hafa eftirtaldar ár nú lokað fyrir veiðum og skilað inn sínum lokatölum. Þverá og Kjarrá, Norðurá, Blanda, Haffjarðará, Laxá á Ásum, Selá, Elliðaár, Laxá í Aðaldal, Skjálfandafljót, Straumfjarðará, Straumarnir, Búðardalsá, Laugardalsá og Krossá á Skarðsströnd. Ennþá er veitt í Miðafjarðará en hún er hæst sjálfbærru ánna á listnum á þessu tímabili með 3.627 laxa með nokkra daga eftir af tímabilinu. Ytri Rangá er aflahæst ánna með 6.526 laxa og þar á eftir að veiða í um mánuð í viðbót svo hún gæti vel farið yfir 7.000 laxa sem verður þó nokkuð undir veiðinni í fyrra en þá veiddust 9.323 laxar í ánni. Systuráin Eystri Rangá hefur einhverra hluta vegna ekki komist í gang og heimturnar í hana greinilega undir því sem þær voru í fyrra. Það hafa veiðst í henni 2.030 laxar sem gera hana að fjórðu aflahæstu ánni í sumar en heildarveiðin er engu að síður minni en í fyrra þegar það veiddust 3.254 laxar. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is
Mest lesið Mikið líf í Jónskvísl Veiði Þverá í Fljótshlíð að komast í gang Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land við Urriðafoss Veiði Öflugar göngur í Langá Veiði Algjör mokveiði við opnun Ytri Rangár Veiði Grenlækur IV opnaði með 196 fiskum Veiði Veiðimenn á vesturlandi biðja um rigningu Veiði Austurbakki Hólsár er að gefa vel Veiði Döpur veiði seinniparts sumars í Krossá Veiði Lokatölur úr Laxá í Mývatnssveit Veiði