Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna uppreistar æru Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2017 09:11 Frá opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar með dómsmálaráðherra fyrr í vikunni þar sem uppreist æru var til umræðu. vísir/anton brink Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. „Við ætlum að fara yfir þessi mál með umboðsmanni og hvaða álitaefni kunna af vera uppi. Við erum enn fyrst og fremst í upplýsingaöflun hvar álitaefnin kunna að vera,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, formaður nefndarinnar. Jón Steindór var kjörinn formaður fyrir fund nefndarinnar á þriðjudag þegar Viðreisn, flokkur hans, myndaði meirihluta með minnihlutanum og setti Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, af sem formann nefndarinnar. Komið hefur fram að Viðreisn vildi rannsaka embættisfærslur Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, flokkssystkina Brynjars, í tengslum við það að Sigríður miðlaði upplýsingum um það til Bjarna að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hafði skrifað undir umsögn á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru. Brynjar sagði svo í samtali við Vísi um helgina að Viðreisn gæti leitað til umboðsmanns Alþingis teldi flokkurinn þörf á að rannsaka embættisfærslur ráðherranna. Ekki kæmi til greina að stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd færi í slíka rannsókn. Nú hefur nefndin kallað umboðsmann til fundar og því liggur beint við að spyrja Jón Steindór að því hvort að rannsókn sé hafin. „Við erum á athugunarstigi og undirbúningsstigi og það er engin formleg rannsókn hafin. Við erum að skoða málið allt í heild, reglurnar, miðlun upplýsinga og annað,“ segir Jón Steindór. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Dæmdur kynferðisbrotamaður dró umsókn um uppreist æru til baka Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barni og hafði sótt um uppreist æru dró umsókn sína til baka í morgun. 19. september 2017 10:49 Brynjar settur af: Segist kannski hafa móðgað Viðreisn of mikið Minnihluti nefndarinnar og Viðreisn settu Brynjar Níelsson af sem formann. 19. september 2017 14:33 „Hér var engin tilraun til þöggunar eða þöggun yfirhöfuð“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, frábiður sér ásakanir á hendur henni og ráðuneyti hennar um að þöggun og leyndarhyggja hafi ríkt í kringum mál tengd uppreist æru. 19. september 2017 11:24 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. „Við ætlum að fara yfir þessi mál með umboðsmanni og hvaða álitaefni kunna af vera uppi. Við erum enn fyrst og fremst í upplýsingaöflun hvar álitaefnin kunna að vera,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, formaður nefndarinnar. Jón Steindór var kjörinn formaður fyrir fund nefndarinnar á þriðjudag þegar Viðreisn, flokkur hans, myndaði meirihluta með minnihlutanum og setti Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, af sem formann nefndarinnar. Komið hefur fram að Viðreisn vildi rannsaka embættisfærslur Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, flokkssystkina Brynjars, í tengslum við það að Sigríður miðlaði upplýsingum um það til Bjarna að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hafði skrifað undir umsögn á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru. Brynjar sagði svo í samtali við Vísi um helgina að Viðreisn gæti leitað til umboðsmanns Alþingis teldi flokkurinn þörf á að rannsaka embættisfærslur ráðherranna. Ekki kæmi til greina að stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd færi í slíka rannsókn. Nú hefur nefndin kallað umboðsmann til fundar og því liggur beint við að spyrja Jón Steindór að því hvort að rannsókn sé hafin. „Við erum á athugunarstigi og undirbúningsstigi og það er engin formleg rannsókn hafin. Við erum að skoða málið allt í heild, reglurnar, miðlun upplýsinga og annað,“ segir Jón Steindór.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Dæmdur kynferðisbrotamaður dró umsókn um uppreist æru til baka Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barni og hafði sótt um uppreist æru dró umsókn sína til baka í morgun. 19. september 2017 10:49 Brynjar settur af: Segist kannski hafa móðgað Viðreisn of mikið Minnihluti nefndarinnar og Viðreisn settu Brynjar Níelsson af sem formann. 19. september 2017 14:33 „Hér var engin tilraun til þöggunar eða þöggun yfirhöfuð“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, frábiður sér ásakanir á hendur henni og ráðuneyti hennar um að þöggun og leyndarhyggja hafi ríkt í kringum mál tengd uppreist æru. 19. september 2017 11:24 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Dæmdur kynferðisbrotamaður dró umsókn um uppreist æru til baka Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barni og hafði sótt um uppreist æru dró umsókn sína til baka í morgun. 19. september 2017 10:49
Brynjar settur af: Segist kannski hafa móðgað Viðreisn of mikið Minnihluti nefndarinnar og Viðreisn settu Brynjar Níelsson af sem formann. 19. september 2017 14:33
„Hér var engin tilraun til þöggunar eða þöggun yfirhöfuð“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, frábiður sér ásakanir á hendur henni og ráðuneyti hennar um að þöggun og leyndarhyggja hafi ríkt í kringum mál tengd uppreist æru. 19. september 2017 11:24