Nemendur hafa verið án námsgagna í fimm vikur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. september 2017 20:00 Í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði eru 710 nemendur sem hafa verið í skólanum í fimm vikur án þess að hafa stílabækur eða ritföng. Um miðjan júlí síðastliðinn ákvað fræðsluráð Hafnarfjarðar að gera grunnskóla bæjarins gjaldfrjálsa og útvega nemendum öll námsgögn endurgjaldslaust. Víðistaðaskóli hefur aftur á móti eingöngu fengið brotabrot af þeim gögnum og í vikunni misstu kennarar þolinmæðina og létu foreldra vita á Facebook. Þar segir að ekkert bóli á stílabókum og barist sé um örfáar reikningsbækur sem hafi borist. Einnig að kennarar hafi þurft að finna til blýantsstubba í skrifborðsskúffum og skápum. Skólastjórinn, Hrönn Bergþórsdóttir, segir mistökin vera hjá birgi.Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri, segir mistökin vera hjá Pennanum.vísir/sigurjón„Við fengum alltaf þau svör frá Pennanum að þetta væri að koma öðru hvoru megin við helgina. Svo kom kannski svolítið og við reyndum að deila því út en við erum búin að vera með mikið langlundargeð. Ég verð að segja það," segir Hrönn. En birgirinn staðfesti þó í dag að gögnin komi á morgun, nú er að sjá hvort það standist. Hrönn hrósar kennurum fyrir útsjónarsemi, til að mynda útikennslu, og ótrúlega þolinmæði síðustu vikur. „Þetta reynir á. Þetta reynir mjög á. Og í dag eða þessa viku var þolinmæðin á þrotum," segir Hrönn. Jónatan Hertel, formaður foreldrafélags Víðistaðaskóla segir foreldra undrast hve langan tíma það hefur tekið að leysa málið. „Okkur finnst þetta bara óþolandi og ólíðandi. Þetta er sérstaklega slæmt því þetta hefur verið svo lengi. Börnin eiga ekki einu sinni blýanta, hins vegar eru þau komin með strokleður. Ég veit ekki hvað þau eiga að nota það í," segir Jónatan. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði eru 710 nemendur sem hafa verið í skólanum í fimm vikur án þess að hafa stílabækur eða ritföng. Um miðjan júlí síðastliðinn ákvað fræðsluráð Hafnarfjarðar að gera grunnskóla bæjarins gjaldfrjálsa og útvega nemendum öll námsgögn endurgjaldslaust. Víðistaðaskóli hefur aftur á móti eingöngu fengið brotabrot af þeim gögnum og í vikunni misstu kennarar þolinmæðina og létu foreldra vita á Facebook. Þar segir að ekkert bóli á stílabókum og barist sé um örfáar reikningsbækur sem hafi borist. Einnig að kennarar hafi þurft að finna til blýantsstubba í skrifborðsskúffum og skápum. Skólastjórinn, Hrönn Bergþórsdóttir, segir mistökin vera hjá birgi.Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri, segir mistökin vera hjá Pennanum.vísir/sigurjón„Við fengum alltaf þau svör frá Pennanum að þetta væri að koma öðru hvoru megin við helgina. Svo kom kannski svolítið og við reyndum að deila því út en við erum búin að vera með mikið langlundargeð. Ég verð að segja það," segir Hrönn. En birgirinn staðfesti þó í dag að gögnin komi á morgun, nú er að sjá hvort það standist. Hrönn hrósar kennurum fyrir útsjónarsemi, til að mynda útikennslu, og ótrúlega þolinmæði síðustu vikur. „Þetta reynir á. Þetta reynir mjög á. Og í dag eða þessa viku var þolinmæðin á þrotum," segir Hrönn. Jónatan Hertel, formaður foreldrafélags Víðistaðaskóla segir foreldra undrast hve langan tíma það hefur tekið að leysa málið. „Okkur finnst þetta bara óþolandi og ólíðandi. Þetta er sérstaklega slæmt því þetta hefur verið svo lengi. Börnin eiga ekki einu sinni blýanta, hins vegar eru þau komin með strokleður. Ég veit ekki hvað þau eiga að nota það í," segir Jónatan.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira