Kári segir að Páll Magnússon sé hálfgerður drullusokkur Jakob Bjarnar skrifar 9. október 2017 14:25 Salurinn hló dátt þegar hin afdráttar- og miskunnarlausu ummæli Kára um fyrrum undirmann hans féllu. „Ég vorkenni Vestmannaeyingum fyrir að sitja uppi með Pál Magnússon í fyrsta sæti á lista. Við Páll erum mjög góðir vinir. Ég veit þess vegna manna best hvers konar drullusokkur Páll Magnússon er.“ Þetta sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, á hádegisverðarfundi sem haldinn var á vegum BSRB. Páll Magnússon leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í komandi kosningum en Páll starfaði um hríð fyrir Íslenska erfðagreiningu, sem upplýsingafulltrúi Kára.Salurinn hló dátt Var gerður góður rómur að þessari afdráttarlausa svari Kára sem var við spurningu úr sal, hvort barnshafandi konur í Vestmannaeyjum, og annarsstaðar á landsbyggðinni, ættu allar að þurfa að bíða vikum saman í Reykjavík eftir því að fæða? Sem sagt, hvort ekki ætti að vera aðstaða til að taka á móti börnum um land allt? Barátta Kára fyrir bættu heilbrigðiskerfi, og umbúðarlausar yfirlýsingar hans í tengslum við það eru vel þekktar. En í morgun vakti athygli þegar hann beindi spjótum sínum að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins. Salurinn hló en að sögn viðmælanda Vísis sem var á staðnum brá Kári ekki svip og ómögulegt um að segja hvort hann var að hafa í flimtingum meinta brotakennda skapgerð þessa fyrrum samstarfsmanns síns eða hvað.Páll í kröppum dansi Víst er að Páll á í allkröppum dansi nú í aðdraganda kosninga en í morgun setti hann fram færslu á Facebook sem hefur fallið í grýttan jarðveg. „Ég kíkti aðeins á það sem fólk var að segja á samfélagsmiðlum eftir stjórnmálaumræðurnar í RÚV í kvöld. Mér finnst þessi twitterfærsla ungrar konu segja eiginlega allt sem segja þarf um þessa eilífu armæðu og svartagallsraus sumra flokka: ''Vá ég vissi ekki að ég hefði það svona skítt sem ungur Íslendingur! Hélt ég hefði það bara fínt''.“ Víst er að ýmsir hafa áhyggjur af flótta ungs fólks af landi brott, atgervisflótta og spekileka. Páll er minntur á það að gera ekki lítið úr þeim vanda og þeim áhyggjum. Ekki sé það svo að allt ungt fólk búi við áhyggjuleysi og möguleika á Íslandi. Þannig er þungi í ummælum Páls Baldvins, öðrum fyrrverandi samstarfsmanni Páls Magnússonar, þá á Stöð 2: „Þessi ummæli þín Páll Magnússon er skelfing heimskuleg og sýna að þú ert kominn verulega úr sambandi við raunveruleikann í íslensku samfélagi. Gættu að þér nafni.“Uppfært klukkan 18:05Kára var ekki alvara með ummælum sínum. Sjá nánar hér. Kosningar 2017 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
„Ég vorkenni Vestmannaeyingum fyrir að sitja uppi með Pál Magnússon í fyrsta sæti á lista. Við Páll erum mjög góðir vinir. Ég veit þess vegna manna best hvers konar drullusokkur Páll Magnússon er.“ Þetta sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, á hádegisverðarfundi sem haldinn var á vegum BSRB. Páll Magnússon leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í komandi kosningum en Páll starfaði um hríð fyrir Íslenska erfðagreiningu, sem upplýsingafulltrúi Kára.Salurinn hló dátt Var gerður góður rómur að þessari afdráttarlausa svari Kára sem var við spurningu úr sal, hvort barnshafandi konur í Vestmannaeyjum, og annarsstaðar á landsbyggðinni, ættu allar að þurfa að bíða vikum saman í Reykjavík eftir því að fæða? Sem sagt, hvort ekki ætti að vera aðstaða til að taka á móti börnum um land allt? Barátta Kára fyrir bættu heilbrigðiskerfi, og umbúðarlausar yfirlýsingar hans í tengslum við það eru vel þekktar. En í morgun vakti athygli þegar hann beindi spjótum sínum að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins. Salurinn hló en að sögn viðmælanda Vísis sem var á staðnum brá Kári ekki svip og ómögulegt um að segja hvort hann var að hafa í flimtingum meinta brotakennda skapgerð þessa fyrrum samstarfsmanns síns eða hvað.Páll í kröppum dansi Víst er að Páll á í allkröppum dansi nú í aðdraganda kosninga en í morgun setti hann fram færslu á Facebook sem hefur fallið í grýttan jarðveg. „Ég kíkti aðeins á það sem fólk var að segja á samfélagsmiðlum eftir stjórnmálaumræðurnar í RÚV í kvöld. Mér finnst þessi twitterfærsla ungrar konu segja eiginlega allt sem segja þarf um þessa eilífu armæðu og svartagallsraus sumra flokka: ''Vá ég vissi ekki að ég hefði það svona skítt sem ungur Íslendingur! Hélt ég hefði það bara fínt''.“ Víst er að ýmsir hafa áhyggjur af flótta ungs fólks af landi brott, atgervisflótta og spekileka. Páll er minntur á það að gera ekki lítið úr þeim vanda og þeim áhyggjum. Ekki sé það svo að allt ungt fólk búi við áhyggjuleysi og möguleika á Íslandi. Þannig er þungi í ummælum Páls Baldvins, öðrum fyrrverandi samstarfsmanni Páls Magnússonar, þá á Stöð 2: „Þessi ummæli þín Páll Magnússon er skelfing heimskuleg og sýna að þú ert kominn verulega úr sambandi við raunveruleikann í íslensku samfélagi. Gættu að þér nafni.“Uppfært klukkan 18:05Kára var ekki alvara með ummælum sínum. Sjá nánar hér.
Kosningar 2017 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira