Þorsteinn segir ekki hafa verið tilefni til stjórnarslita Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2017 15:39 Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra vísir/ernir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra fyrir Viðreisn í fráfarandi ríkisstjórn, segir ekki hafa verið tilefni til að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann segir vonbrigði hvernig málinu hafi lyktað og segir Bjarta framtíð hafa mátt bíða með að „sprengja“ ríkisstjórnina.Gríðarleg vonbrigði hvernig fór með ríkisstjórnina Þorsteinn var gestur í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgunni í morgun, ásamt Gunnari Braga Sveinssyni, frambjóðanda Miðflokksins, og Helgu Völu Helgadóttur, frambjóðanda Samfylkingarinnar.Gunnar Bragi reið á vaðið í þætti dagsins og ræddi óstöðugleika í stjórnmálum, sem hann telur m.a. tilkominn vegna þrýstings frá samfélagsmiðlum. Þá sagðist hann ekki halda að auðveldara yrði að mynda ríkisstjórn eftir komandi kosningar en þær síðustu. Þorsteinn tók undir orð Gunnars Braga og sagði örlög síðustu ríkisstjórnar hafa verið vonbrigði. „Það voru gríðarleg vonbrigði hvernig fór með þessa ríkisstjórn og eins og hefur nú komið á daginn þá var þetta aldrei tilefni til að sprengja stjórnarsamstarf. Menn þurfa að geta staðið í lappirnar,“ sagði Þorsteinn.Björt framtíð hefði betur mátt bíðaInntur eftir því hvað hann ætti við með þessum ummælum ítrekaði Þorsteinn að ekki hefði verið tilefni til að slíta stjórnarsamstarfinu. „Málið sem varð á endanum stjórninni að falli, þegar ríkið var fallið og þegar búið var að fara í gegnum það eins og við kölluðum eftir, þá var ekkert tilefni í því máli til að fara að sprengja stjórnarsamstarf,“ sagði Þorsteinn og vandaði fyrrverandi samstarfsflokki sínum, Bjartri framtíð, sem á endanum sleit samstarfinu, ekki kveðjurnar. „Þar hefði Björt framtíð betur mátt bíða og sjá hvernig málið væri nákvæmlega vaxið áður en það væri hlaupið út undir sér á næturfundi að sprengja ríkisstjórn.“ Í tilkynningu um samstarfsslitin sagði Björt framtíð ástæðu þeirra vera „alvarlegan trúnaðarbrest innan ríkisstjórnarinnar.“ Í kjölfar stjórnarslitanna í síðasta mánuði ályktaði ráðgjafaráð Viðreisnar enn fremur að nauðsynlegt væri að rannsaka embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra sem leiddu til stjórnarslita áður en gengið verður til kosninga.Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þorstein, Gunnar Braga og Helgu Völu í heild sinni. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Bjarni segir stefna í myndun vinstristjórnar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segir stefna í vinstristjórn undir forystu Vinstri grænna með stóraukinni útgjaldaaukningu og ríkisfjármálastefnu sem myndi leiða til verðbólgu og hærra vaxtastigs. 7. október 2017 14:32 Formaður Bjartrar framtíðar tekur skoðanakannanir ekki nærri sér Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, kveðst lesa það í kannanir síðustu daga að staðan í stjórnmálunum sé óljós og að mikil hreyfing sé á fylginu. 4. október 2017 15:49 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra fyrir Viðreisn í fráfarandi ríkisstjórn, segir ekki hafa verið tilefni til að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann segir vonbrigði hvernig málinu hafi lyktað og segir Bjarta framtíð hafa mátt bíða með að „sprengja“ ríkisstjórnina.Gríðarleg vonbrigði hvernig fór með ríkisstjórnina Þorsteinn var gestur í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgunni í morgun, ásamt Gunnari Braga Sveinssyni, frambjóðanda Miðflokksins, og Helgu Völu Helgadóttur, frambjóðanda Samfylkingarinnar.Gunnar Bragi reið á vaðið í þætti dagsins og ræddi óstöðugleika í stjórnmálum, sem hann telur m.a. tilkominn vegna þrýstings frá samfélagsmiðlum. Þá sagðist hann ekki halda að auðveldara yrði að mynda ríkisstjórn eftir komandi kosningar en þær síðustu. Þorsteinn tók undir orð Gunnars Braga og sagði örlög síðustu ríkisstjórnar hafa verið vonbrigði. „Það voru gríðarleg vonbrigði hvernig fór með þessa ríkisstjórn og eins og hefur nú komið á daginn þá var þetta aldrei tilefni til að sprengja stjórnarsamstarf. Menn þurfa að geta staðið í lappirnar,“ sagði Þorsteinn.Björt framtíð hefði betur mátt bíðaInntur eftir því hvað hann ætti við með þessum ummælum ítrekaði Þorsteinn að ekki hefði verið tilefni til að slíta stjórnarsamstarfinu. „Málið sem varð á endanum stjórninni að falli, þegar ríkið var fallið og þegar búið var að fara í gegnum það eins og við kölluðum eftir, þá var ekkert tilefni í því máli til að fara að sprengja stjórnarsamstarf,“ sagði Þorsteinn og vandaði fyrrverandi samstarfsflokki sínum, Bjartri framtíð, sem á endanum sleit samstarfinu, ekki kveðjurnar. „Þar hefði Björt framtíð betur mátt bíða og sjá hvernig málið væri nákvæmlega vaxið áður en það væri hlaupið út undir sér á næturfundi að sprengja ríkisstjórn.“ Í tilkynningu um samstarfsslitin sagði Björt framtíð ástæðu þeirra vera „alvarlegan trúnaðarbrest innan ríkisstjórnarinnar.“ Í kjölfar stjórnarslitanna í síðasta mánuði ályktaði ráðgjafaráð Viðreisnar enn fremur að nauðsynlegt væri að rannsaka embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra sem leiddu til stjórnarslita áður en gengið verður til kosninga.Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þorstein, Gunnar Braga og Helgu Völu í heild sinni.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Bjarni segir stefna í myndun vinstristjórnar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segir stefna í vinstristjórn undir forystu Vinstri grænna með stóraukinni útgjaldaaukningu og ríkisfjármálastefnu sem myndi leiða til verðbólgu og hærra vaxtastigs. 7. október 2017 14:32 Formaður Bjartrar framtíðar tekur skoðanakannanir ekki nærri sér Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, kveðst lesa það í kannanir síðustu daga að staðan í stjórnmálunum sé óljós og að mikil hreyfing sé á fylginu. 4. október 2017 15:49 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Sjá meira
Bjarni segir stefna í myndun vinstristjórnar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segir stefna í vinstristjórn undir forystu Vinstri grænna með stóraukinni útgjaldaaukningu og ríkisfjármálastefnu sem myndi leiða til verðbólgu og hærra vaxtastigs. 7. október 2017 14:32
Formaður Bjartrar framtíðar tekur skoðanakannanir ekki nærri sér Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, kveðst lesa það í kannanir síðustu daga að staðan í stjórnmálunum sé óljós og að mikil hreyfing sé á fylginu. 4. október 2017 15:49