Bjarni segir stefna í myndun vinstristjórnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. október 2017 14:32 Bjarni Benediktsson var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Vísir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segir stefna í vinstristjórn undir forystu Vinstri grænna með stóraukinni útgjaldaaukningu og ríkisfjármálastefnu sem myndi leiða til verðbólgu og hærra vaxtastigs. Þetta kom fram í viðtali Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínan nú í hádeginu. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Sjálfstæðisflokkurinn muni tapa miklu fylgi í þingkosningunum þann 28. október næstkomandi. Bjarni segir þó Sjálfstæðisflokkinn eiga mikið inni og að flokkurinn muni sækja fram næstu vikurnar enda finni hann mikinn meðbyr. Bjarni var spurður að því hvort hann gæti hugsað sér að fara í ríkisstjórn með Miðflokknum, nýjum flokki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en þeir Bjarni voru leiðtogar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á árunum 2013 til 2016. „Já, ég get í sjálfu sér unnið með öllum flokkum. Þetta snýst á endanum um stjórnarsáttmála og málefni. [...] Ég fer ekki í þessar kosningar með einhverja valkosti fyrirfram útilokaða. Hins vegar er staðan í dag sú að flokkarnir á vinstrivæng stjórnmálanna eru með meirihluta. Undir forystu Vinstri grænna stefnir í að verði mynduð vinstristjórn. Eins og þau hafa talað þá munu menn fara í stóraukna útgjaldaaukningu þrátt fyrir að við höfum á síðustu tveimur árum sett met í útgjaldaaukningu. Við höfum farið upp úm 13 prósent á tveimur árum. Svo tala menn eins og hér hafi verið rekin sveltistefna á Íslandi. Heyr á endemi. Þetta er ótrúlegur málflutningur að hér hafi verið rekin sveltistefna,“ sagði Bjarni. Kosningarnar snúist um að spyrja hvernig fólk hafi það í dag Aðspurður svo hvað hann héldi að væri að valda því að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki að ná vopnum sínum miðað við skoðanakannanir benti Bjarni á upplausnina í stjórnmálunum. Tók hann dæmi um lítið fylgi Samfylkingarinnar sem eitt sinn var hinn turninn í íslenskum stjórnmálum ásamt Sjálfstæðisflokknum og þó nokkuð fylgistap Framsóknarflokksins. „Við eigum mikið inni, við munum sækja fram og ekki enda á þessum slóðum sem nýjasta könnunin sýniri [innsk. blm. 20,7 prósent fylgi]. Það hafa verið aðrar kannanir sem hafa sýnt okkur í annarri stöðu og við finnum mikinn meðbyr,“ sagði Bjarni. Hann sagði kosningabaráttuna framundan snúast um það að spyrja fólkið í landið hvernig það hafi það í dag. „Hefur ekki gengið ágætlega? Eru ekki flestir hlutir að leggjast með þér og bjart framundan? Er það ekki á grundvelli þeirra áherslna sem hafa verið hér keyrðar eða er það rétt sem sagt hefur verið að það þurfi að þrífa í stýrið og keyra í einhverja allt aðra átt með skattahækkunum og ríkisfjármálastefnu sem margsannað er að muni að öllum líkindum leiða til verðbólgu og hærra vaxtastigs.“ Bjarni sagðist síðan halda að Sjálfstæðisflokkurinn væri eini flokkurinn sem væri raunverulega að tala fyrir því að það gangi vel í landinu. „Allir aðrir flokkar eru að tala um hvað allt sé ömurlegt, meira eða minna. Meira að segja flokkarnir sem ég hef verið með í ríkisstjórn fá sig ekki almennilega til þess að viðurkenna allan þann árangur sem hefur orðið hér á undanförnum árum.“Víglínuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þriðjungi þingmanna sinna Samfylkingin er orðin þriðji stærsti flokkurinn ef marka má könnun Félagsvísindastofnunar og Miðflokkurinn mælist töluvert stærri en Framsóknarflokkurinn. 7. október 2017 07:35 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segir stefna í vinstristjórn undir forystu Vinstri grænna með stóraukinni útgjaldaaukningu og ríkisfjármálastefnu sem myndi leiða til verðbólgu og hærra vaxtastigs. Þetta kom fram í viðtali Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínan nú í hádeginu. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Sjálfstæðisflokkurinn muni tapa miklu fylgi í þingkosningunum þann 28. október næstkomandi. Bjarni segir þó Sjálfstæðisflokkinn eiga mikið inni og að flokkurinn muni sækja fram næstu vikurnar enda finni hann mikinn meðbyr. Bjarni var spurður að því hvort hann gæti hugsað sér að fara í ríkisstjórn með Miðflokknum, nýjum flokki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en þeir Bjarni voru leiðtogar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á árunum 2013 til 2016. „Já, ég get í sjálfu sér unnið með öllum flokkum. Þetta snýst á endanum um stjórnarsáttmála og málefni. [...] Ég fer ekki í þessar kosningar með einhverja valkosti fyrirfram útilokaða. Hins vegar er staðan í dag sú að flokkarnir á vinstrivæng stjórnmálanna eru með meirihluta. Undir forystu Vinstri grænna stefnir í að verði mynduð vinstristjórn. Eins og þau hafa talað þá munu menn fara í stóraukna útgjaldaaukningu þrátt fyrir að við höfum á síðustu tveimur árum sett met í útgjaldaaukningu. Við höfum farið upp úm 13 prósent á tveimur árum. Svo tala menn eins og hér hafi verið rekin sveltistefna á Íslandi. Heyr á endemi. Þetta er ótrúlegur málflutningur að hér hafi verið rekin sveltistefna,“ sagði Bjarni. Kosningarnar snúist um að spyrja hvernig fólk hafi það í dag Aðspurður svo hvað hann héldi að væri að valda því að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki að ná vopnum sínum miðað við skoðanakannanir benti Bjarni á upplausnina í stjórnmálunum. Tók hann dæmi um lítið fylgi Samfylkingarinnar sem eitt sinn var hinn turninn í íslenskum stjórnmálum ásamt Sjálfstæðisflokknum og þó nokkuð fylgistap Framsóknarflokksins. „Við eigum mikið inni, við munum sækja fram og ekki enda á þessum slóðum sem nýjasta könnunin sýniri [innsk. blm. 20,7 prósent fylgi]. Það hafa verið aðrar kannanir sem hafa sýnt okkur í annarri stöðu og við finnum mikinn meðbyr,“ sagði Bjarni. Hann sagði kosningabaráttuna framundan snúast um það að spyrja fólkið í landið hvernig það hafi það í dag. „Hefur ekki gengið ágætlega? Eru ekki flestir hlutir að leggjast með þér og bjart framundan? Er það ekki á grundvelli þeirra áherslna sem hafa verið hér keyrðar eða er það rétt sem sagt hefur verið að það þurfi að þrífa í stýrið og keyra í einhverja allt aðra átt með skattahækkunum og ríkisfjármálastefnu sem margsannað er að muni að öllum líkindum leiða til verðbólgu og hærra vaxtastigs.“ Bjarni sagðist síðan halda að Sjálfstæðisflokkurinn væri eini flokkurinn sem væri raunverulega að tala fyrir því að það gangi vel í landinu. „Allir aðrir flokkar eru að tala um hvað allt sé ömurlegt, meira eða minna. Meira að segja flokkarnir sem ég hef verið með í ríkisstjórn fá sig ekki almennilega til þess að viðurkenna allan þann árangur sem hefur orðið hér á undanförnum árum.“Víglínuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þriðjungi þingmanna sinna Samfylkingin er orðin þriðji stærsti flokkurinn ef marka má könnun Félagsvísindastofnunar og Miðflokkurinn mælist töluvert stærri en Framsóknarflokkurinn. 7. október 2017 07:35 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þriðjungi þingmanna sinna Samfylkingin er orðin þriðji stærsti flokkurinn ef marka má könnun Félagsvísindastofnunar og Miðflokkurinn mælist töluvert stærri en Framsóknarflokkurinn. 7. október 2017 07:35