Formaður Bjartrar framtíðar tekur skoðanakannanir ekki nærri sér Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. október 2017 15:49 Óttarr Proppé segir liðsmenn Bjartrar framtíðar keika og hressa þrátt fyrir lítið fylgi í skoðanakönnunum. Vísir/Hanna Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, kveðst lesa það í kannanir síðustu daga að staðan í stjórnmálunum sé óljós og að mikil hreyfing sé á fylginu. Í síðustu þremur könnunum, það er í könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis í dag, í þjóðarpúlsi Gallup á laugardag sem og í könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið sama dag mælist Björt framtíð með það lítið fylgi að flokkurinn næði ekki mönnum á þing. „Auðvitað vildi maður alltaf sjá betri stöðu í könnunum en það sem maður les í þessar kannanir sem eru að birtast þessa daga er að það er mikil hreyfing á fylgi og staðan mjög óljós. Þannig að maður tekur þetta ekkert nærri sér. Við höfum nú séð það svartara,“ segir Óttarr í samtali við Vísi. Aðspurður hvað hann telji að skýri þetta litla fylgi flokksins segir Óttarr: „Ég held að það sem skýri þetta sé óljós staða fyrir fólki. Það er mikið flakk á fylgi og órói í stjórnmálunum og það er í sjálfu sér bara líka góður möguleiki á breytingum. Síðan auðvitað hefur umræðan í kosningabaráttunni frekar snúist um menn heldur en málefni og ég held að þegar nær dregur þá eigi málefnin eftir að skipta meira máli. Svo við erum bara keik og hress.“Það hefur stundum verið talað um dauðakoss Sjálfstæðisflokksins í íslenskum stjórnmálum, það er að þeir flokkar sem fari með honum í ríkisstjórn nái ekki miklu flugi í næstu kosningum. Óttast Óttarr ekkert þann umtalaða koss? „Nei, ég tek nú ekki mikið mark á hindurvitnum og þetta er eitt af mörgu sem er sagt. Ég held að við í Bjartri framtíð erum nýr flokkur og höfum sveiflast upp og niður í skoðanakönnunum alveg síðan 2012. Auðvitað er þátttaka okkar í ríkisstjórn og þáttur Bjartrar framtíðar í að slíta ríkisstjórninni hefur örugglega áhrif á það hvernig fólk er að upplifa okkur en ég tengi það ekki við þessar skoðanakannanir,“ segir Óttarr. Þá segir hann flokkinn hafa fundið fyrir miklum stuðningi undanfarið sem og skilningi á þeirri ákvörðun flokksins að draga sig út úr ríkisstjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. Kosningar 2017 Tengdar fréttir VG stærsti flokkurinn í nýjum þjóðarpúlsi VG hefur 24,8% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn 23,1%. Björt framtíð og Viðreisn ná ekki manni inn á þing. 30. september 2017 12:45 Björt framtíð, Viðreisn og Miðflokkurinn myndu ekki ná inn á þing Viðreisn, Björt Framtíð og Miðflokkurinn myndu ekki fá þingsæti samkvæmt niðurstöðum úr nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. 30. september 2017 09:54 Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, kveðst lesa það í kannanir síðustu daga að staðan í stjórnmálunum sé óljós og að mikil hreyfing sé á fylginu. Í síðustu þremur könnunum, það er í könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis í dag, í þjóðarpúlsi Gallup á laugardag sem og í könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið sama dag mælist Björt framtíð með það lítið fylgi að flokkurinn næði ekki mönnum á þing. „Auðvitað vildi maður alltaf sjá betri stöðu í könnunum en það sem maður les í þessar kannanir sem eru að birtast þessa daga er að það er mikil hreyfing á fylgi og staðan mjög óljós. Þannig að maður tekur þetta ekkert nærri sér. Við höfum nú séð það svartara,“ segir Óttarr í samtali við Vísi. Aðspurður hvað hann telji að skýri þetta litla fylgi flokksins segir Óttarr: „Ég held að það sem skýri þetta sé óljós staða fyrir fólki. Það er mikið flakk á fylgi og órói í stjórnmálunum og það er í sjálfu sér bara líka góður möguleiki á breytingum. Síðan auðvitað hefur umræðan í kosningabaráttunni frekar snúist um menn heldur en málefni og ég held að þegar nær dregur þá eigi málefnin eftir að skipta meira máli. Svo við erum bara keik og hress.“Það hefur stundum verið talað um dauðakoss Sjálfstæðisflokksins í íslenskum stjórnmálum, það er að þeir flokkar sem fari með honum í ríkisstjórn nái ekki miklu flugi í næstu kosningum. Óttast Óttarr ekkert þann umtalaða koss? „Nei, ég tek nú ekki mikið mark á hindurvitnum og þetta er eitt af mörgu sem er sagt. Ég held að við í Bjartri framtíð erum nýr flokkur og höfum sveiflast upp og niður í skoðanakönnunum alveg síðan 2012. Auðvitað er þátttaka okkar í ríkisstjórn og þáttur Bjartrar framtíðar í að slíta ríkisstjórninni hefur örugglega áhrif á það hvernig fólk er að upplifa okkur en ég tengi það ekki við þessar skoðanakannanir,“ segir Óttarr. Þá segir hann flokkinn hafa fundið fyrir miklum stuðningi undanfarið sem og skilningi á þeirri ákvörðun flokksins að draga sig út úr ríkisstjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir VG stærsti flokkurinn í nýjum þjóðarpúlsi VG hefur 24,8% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn 23,1%. Björt framtíð og Viðreisn ná ekki manni inn á þing. 30. september 2017 12:45 Björt framtíð, Viðreisn og Miðflokkurinn myndu ekki ná inn á þing Viðreisn, Björt Framtíð og Miðflokkurinn myndu ekki fá þingsæti samkvæmt niðurstöðum úr nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. 30. september 2017 09:54 Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
VG stærsti flokkurinn í nýjum þjóðarpúlsi VG hefur 24,8% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn 23,1%. Björt framtíð og Viðreisn ná ekki manni inn á þing. 30. september 2017 12:45
Björt framtíð, Viðreisn og Miðflokkurinn myndu ekki ná inn á þing Viðreisn, Björt Framtíð og Miðflokkurinn myndu ekki fá þingsæti samkvæmt niðurstöðum úr nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. 30. september 2017 09:54
Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30