Gunnar Bragi og Sigmundur æfir vegna skipunar Þórólfs í verðlagsnefnd Jakob Bjarnar skrifar 3. október 2017 16:29 Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð tala um skipan Þórólfs sem stríðsyfirlýsingu við bændur og landsbyggðina. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra hefur skipað Þórólf Matthíasson prófessor í verðlagsnefnd búvara. Kristrún M Frostadóttir hagfræðingur er formaður nefndarinnar. Þórólfur er tilnefndur af Þorsteini Víglundssyni félagsmálaráðherra en Þorsteinn lagði auk þess til að Dóra Sif Tynes tæki sæti í nefndinni, en Dóra Sif er sérfræðingur í Evrópurétti og reyndar frönskum ostum einnig. Óhætt er að segja að þessi skipan falli í grýttan jarðveg, ekki síst hjá þeim fyrrverandi Framsóknarmönnum, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Gunnari Braga Sveinssyni. En þeir halda því blákalt fram að Þórólfur, sem fjallað hefur talsvert um landbúnaðarkerfið í gegnum tíðina, sé einn helsti óvildarmaður bænda. Óhætt er að segja að þeir séu alveg æfir vegna skipunarinnar. „Hvað dettur ykkur í hug þegar þið heyrið talað um Þórólf Matthíasson og landbúnað? Örugglega ekki að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra hafi skipað hann í verðlagsnefnd búvara ! Jamm hún skipaði mann sem er líklega mest leiðrétti maður Íslands af bændasamtökunum í þessa nefnd,“ segir Gunnar Bragi í nýlegum Facebookstatus. Og Sigmundur vandar Þorgerði og Þórólfi ekki kveðjurnar: „Formaður í nefndinni kemur frá Viðskiptaráði og í nefndina er auk þess settur einn helsti óvildarmaður bænda í opinberri umræðu, Þórólfur Matthíasson. Þótt þessi nefnd hafi varla umboð til að gera neitt er ekki hægt að líta á þetta sem annað en hálfgerða stríðsyfirlýsingu við bændur og landsbyggðina.“ Sigmundur Davíð hefur áður, þá sem forsætisráðherra, ráðist harkalega á Þórólf og kallað hann pólitískan krossfara, eins og til dæmis kom fram í ítarlegu viðtali sem Gísli Marteinn Baldursson átti við hann í þætti Ríkissjónvarpsins Sunnudagsmorgun, 16. febrúar árið 2014. Kosningar 2017 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra hefur skipað Þórólf Matthíasson prófessor í verðlagsnefnd búvara. Kristrún M Frostadóttir hagfræðingur er formaður nefndarinnar. Þórólfur er tilnefndur af Þorsteini Víglundssyni félagsmálaráðherra en Þorsteinn lagði auk þess til að Dóra Sif Tynes tæki sæti í nefndinni, en Dóra Sif er sérfræðingur í Evrópurétti og reyndar frönskum ostum einnig. Óhætt er að segja að þessi skipan falli í grýttan jarðveg, ekki síst hjá þeim fyrrverandi Framsóknarmönnum, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Gunnari Braga Sveinssyni. En þeir halda því blákalt fram að Þórólfur, sem fjallað hefur talsvert um landbúnaðarkerfið í gegnum tíðina, sé einn helsti óvildarmaður bænda. Óhætt er að segja að þeir séu alveg æfir vegna skipunarinnar. „Hvað dettur ykkur í hug þegar þið heyrið talað um Þórólf Matthíasson og landbúnað? Örugglega ekki að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra hafi skipað hann í verðlagsnefnd búvara ! Jamm hún skipaði mann sem er líklega mest leiðrétti maður Íslands af bændasamtökunum í þessa nefnd,“ segir Gunnar Bragi í nýlegum Facebookstatus. Og Sigmundur vandar Þorgerði og Þórólfi ekki kveðjurnar: „Formaður í nefndinni kemur frá Viðskiptaráði og í nefndina er auk þess settur einn helsti óvildarmaður bænda í opinberri umræðu, Þórólfur Matthíasson. Þótt þessi nefnd hafi varla umboð til að gera neitt er ekki hægt að líta á þetta sem annað en hálfgerða stríðsyfirlýsingu við bændur og landsbyggðina.“ Sigmundur Davíð hefur áður, þá sem forsætisráðherra, ráðist harkalega á Þórólf og kallað hann pólitískan krossfara, eins og til dæmis kom fram í ítarlegu viðtali sem Gísli Marteinn Baldursson átti við hann í þætti Ríkissjónvarpsins Sunnudagsmorgun, 16. febrúar árið 2014.
Kosningar 2017 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira