Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Sigurður Mikael Jónsson skrifar 3. október 2017 06:00 Anna Gyða Pétursdóttir og Ingvar Ari Arason vilja reisa nýtt hús fjölskyldunnar á lóðinni í Hafnarfirði en baráttan er þrautin þyngri. vísir/vilhelm Það ræðst í dag hvort fimm manna fjölskylda, sem þurfti að yfirgefa heimili sitt vegna veggjatítlna og myglu í miðbæ Hafnarfjarðar í vor, fær að byggja nýtt draumahús í stað þess sem úrskurðað hefur verið ónýtt. Anna Gyða Pétursdóttir og Ingvar Ari Arason, sem búa nú með börnum sínum þremur í leiguhúsnæði eftir martröðina í vor, vilja fá að reisa nýtt og stærra steinhús í gömlum byggingarstíl. Þau bíða nú niðurstöðu skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar um breytt deiliskipulag fyrir lóðina við Austurgötu 36. Anna segir baráttuna við óliðlegt og ósveigjanlegt kerfið hafa tekið verulega á og framlengt óþarflega martröðina sem málið hefur verið. „Okkur finnst við vera með raunhæfar kröfur um hvað við viljum fá í staðinn á lóðina. Við viljum byggja steinhús í gömlum stíl, sem passar vel í virðulega götu. Okkur hefur fundist að menn vilji bara annað lítið bárujárnshús þarna sem væri galið. Að neyða fólk sem missti hús í veggjatítlur að byggja annað bárujárnshús.“ Líkt og fram kom í fjölmiðlum höfðu Anna og Ingvar farið í minniháttar viðhald á húsinu um páskana þegar versti ótti húsnæðiseigenda var staðfestur. Veggjatítlur fundust í húsinu, mygla í þakinu og húsið var úrskurðað ónýtt. Þau höfðu búið í húsinu frá árinu 2012 og var þriðja barn þeirra nokkurra vikna gamalt þegar málið kom upp. Þar sem húsið var friðað þurfti Minjastofnun að veita sérstakt leyfi til að það yrði rifið. Það leyfi var veitt. Bærinn veitti fjölskyldunni styrk til að rífa húsið en enn á eftir að samþykkja niðurrifið formlega. Samhugur fólks varð til þess að hrint var af stað söfnun fyrir fjölskylduna sem stóð húsnæðislaus eftir. Síðan í sumar hafa málin hins vegar dregist á langinn. „Við héldum, kannski í einfeldni okkar, að það væri vilji til að koma þessu fljótt og vel í gegn þar sem einhver myndi leiða okkur í gegnum þetta. En við höfum þurft að berjast út í eitt fyrir okkar hóflegu kröfum sem studdar eru af embættismönnum og Minjastofnun. Við erum orðin mjög þreytt á að standa í að eyða öllum kvöldum í að skrifa bréf, lesa deili- og aðalskipulag, lesa lögin– ofan á allt,“ segir Anna sem vill að ráðið setji mál þeirra í samhengi. Fjölmörg dæmi séu um sambærilega framkvæmd í miðbænum. Verði þeim synjað fari allt í lás. „Við erum ekki tilbúin til að byggja þarna lítið bárujárnshús. Við erum orðin þreytt á þessum slag og við munu ekki rífa þetta hús án þess að vita hvað við fáum að byggja í staðinn. Ef þeir ætla að tefja þetta eða fresta út í hið óendanlega þá verður húsið bara þarna. Við erum búin að segja skipulagsfulltrúa það.“ Anna segir þau vona að tillaga þeirra verði samþykkt. Gangi allt að óskum geta þau þó aldrei byrjað að byggja fyrr en um áramót. Ferlið sé langt og strangt. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45 Búið að stofna styrktarreikning fyrir fjölskylduna sem missti húsið vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 7. maí 2017 09:27 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Sjá meira
Það ræðst í dag hvort fimm manna fjölskylda, sem þurfti að yfirgefa heimili sitt vegna veggjatítlna og myglu í miðbæ Hafnarfjarðar í vor, fær að byggja nýtt draumahús í stað þess sem úrskurðað hefur verið ónýtt. Anna Gyða Pétursdóttir og Ingvar Ari Arason, sem búa nú með börnum sínum þremur í leiguhúsnæði eftir martröðina í vor, vilja fá að reisa nýtt og stærra steinhús í gömlum byggingarstíl. Þau bíða nú niðurstöðu skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar um breytt deiliskipulag fyrir lóðina við Austurgötu 36. Anna segir baráttuna við óliðlegt og ósveigjanlegt kerfið hafa tekið verulega á og framlengt óþarflega martröðina sem málið hefur verið. „Okkur finnst við vera með raunhæfar kröfur um hvað við viljum fá í staðinn á lóðina. Við viljum byggja steinhús í gömlum stíl, sem passar vel í virðulega götu. Okkur hefur fundist að menn vilji bara annað lítið bárujárnshús þarna sem væri galið. Að neyða fólk sem missti hús í veggjatítlur að byggja annað bárujárnshús.“ Líkt og fram kom í fjölmiðlum höfðu Anna og Ingvar farið í minniháttar viðhald á húsinu um páskana þegar versti ótti húsnæðiseigenda var staðfestur. Veggjatítlur fundust í húsinu, mygla í þakinu og húsið var úrskurðað ónýtt. Þau höfðu búið í húsinu frá árinu 2012 og var þriðja barn þeirra nokkurra vikna gamalt þegar málið kom upp. Þar sem húsið var friðað þurfti Minjastofnun að veita sérstakt leyfi til að það yrði rifið. Það leyfi var veitt. Bærinn veitti fjölskyldunni styrk til að rífa húsið en enn á eftir að samþykkja niðurrifið formlega. Samhugur fólks varð til þess að hrint var af stað söfnun fyrir fjölskylduna sem stóð húsnæðislaus eftir. Síðan í sumar hafa málin hins vegar dregist á langinn. „Við héldum, kannski í einfeldni okkar, að það væri vilji til að koma þessu fljótt og vel í gegn þar sem einhver myndi leiða okkur í gegnum þetta. En við höfum þurft að berjast út í eitt fyrir okkar hóflegu kröfum sem studdar eru af embættismönnum og Minjastofnun. Við erum orðin mjög þreytt á að standa í að eyða öllum kvöldum í að skrifa bréf, lesa deili- og aðalskipulag, lesa lögin– ofan á allt,“ segir Anna sem vill að ráðið setji mál þeirra í samhengi. Fjölmörg dæmi séu um sambærilega framkvæmd í miðbænum. Verði þeim synjað fari allt í lás. „Við erum ekki tilbúin til að byggja þarna lítið bárujárnshús. Við erum orðin þreytt á þessum slag og við munu ekki rífa þetta hús án þess að vita hvað við fáum að byggja í staðinn. Ef þeir ætla að tefja þetta eða fresta út í hið óendanlega þá verður húsið bara þarna. Við erum búin að segja skipulagsfulltrúa það.“ Anna segir þau vona að tillaga þeirra verði samþykkt. Gangi allt að óskum geta þau þó aldrei byrjað að byggja fyrr en um áramót. Ferlið sé langt og strangt.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45 Búið að stofna styrktarreikning fyrir fjölskylduna sem missti húsið vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 7. maí 2017 09:27 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Sjá meira
Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45
Búið að stofna styrktarreikning fyrir fjölskylduna sem missti húsið vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 7. maí 2017 09:27