Var byrlað nauðgunarlyf: Vísað út af dyraverði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 1. október 2017 19:00 Síðasta föstudagskvöld fór Hrund Snorradóttir á bar með vinkonu sinni eftir matarboð sem þær voru í. „Og ég fer á barinn og sæki drykki handa okkur. Ég veit ekki hvort það hafi eitthvað að segja en ég fer tvær ferðir frá barnum að borðinu okkar. Hálftíma síðar er ég farin að æla óstjórnlega.“ Hrund vissi strax að eitthvað undarlegt væri á seyði en fyrir utan óstjórnleg uppköst var hún svo máttlaus að hún gat ekki staðið upp og taugakerfið hrundi svo hún grét háum hljóðum. Þá kemur dyravörður að henni „Sem segir að ég geti ekki bara setið þarna og ælt í bjórglös fyrir framan aðra gesti og vísar mér út. Það er á þeim tímapunkti sem ég bið um að það sé hringt á sjúkrabíl því ég get ekki staðið upp.“ Hrund segir alvarlegt að fólk sé strax dæmt ofurölvi og fái ekki að njóta vafans. „Og þótt þetta hefði verið ofurölvun, þá hvað? Er manni bara sópað út og skilinn eftir? Ber þeim ekki skylda að koma manni í öruggar hendur? Hverjir eru verkferlarnir þegar svona er?“Viðmót lögreglu kalt Hrund missti meðvitund, líkamshitinn lækkaði, hún fékk krampa og mikinn hjartslátt. Læknar gátu ekki greint eitrunina en sögðu einkennin svo sterk og áfengismagnið það lítið að allar líkur væru á lyfjabyrlun. Nú tveimur dögum síðar er Hrund enn að ná fullri heilsu. „Andlega er ég bara reið. Ég vil að það sé vakin athygli á þessu, að starfsfólk skemmtistaða þekki einkennin og bregðist rétt við þeim.“ Hrund gagnrýnir einnig vinnubrögð lögreglu, sem tók á móti henni í sjúkrabílnum. Hún man þó ekki eftir því sjálf en vinkona hennar var með henni og hefur sagt henni frá atburðarásinni. „Vinkona mín segir að við hefðum mætt mjög miklum kulda. Eins og okkur væri ekki trúað, lögregla skráði þetta ekki og fylgdi því ekki á eftir. Mér finnst það mjög alvarlegt mál.“ Eins bendir Hrund á að ef miðaldra karlmaður kæmi með sömu einkenni og hún á spítala væri hjartað athugað undir eins. Hún var spurð um annað. „Það var látið við mig eins og ég væri hysterísk, spurt hvernig ég væri andlega, og hvort þetta gæti verið ælupest," segir Hrund.Ekki vitað um fjölda tilfella Vegna þess hve erfitt er að greina lyfjabyrlun er ekki hægt að fá staðfestar tölur um fjölda þeirra sem leita til Bráðamóttökunnar vegna slíkra mála. Samkvæmt upplýsingum frá yfirlækni Bráðamóttökunnar ætlar spítalinn aftur á móti í samstarf við lögreglu og gera ítarlegri greiningar á atvikum þar sem grunur leikur á um lyfjabyrlun, svo hægt sé að fá hugmynd um tíðni atvika. Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Síðasta föstudagskvöld fór Hrund Snorradóttir á bar með vinkonu sinni eftir matarboð sem þær voru í. „Og ég fer á barinn og sæki drykki handa okkur. Ég veit ekki hvort það hafi eitthvað að segja en ég fer tvær ferðir frá barnum að borðinu okkar. Hálftíma síðar er ég farin að æla óstjórnlega.“ Hrund vissi strax að eitthvað undarlegt væri á seyði en fyrir utan óstjórnleg uppköst var hún svo máttlaus að hún gat ekki staðið upp og taugakerfið hrundi svo hún grét háum hljóðum. Þá kemur dyravörður að henni „Sem segir að ég geti ekki bara setið þarna og ælt í bjórglös fyrir framan aðra gesti og vísar mér út. Það er á þeim tímapunkti sem ég bið um að það sé hringt á sjúkrabíl því ég get ekki staðið upp.“ Hrund segir alvarlegt að fólk sé strax dæmt ofurölvi og fái ekki að njóta vafans. „Og þótt þetta hefði verið ofurölvun, þá hvað? Er manni bara sópað út og skilinn eftir? Ber þeim ekki skylda að koma manni í öruggar hendur? Hverjir eru verkferlarnir þegar svona er?“Viðmót lögreglu kalt Hrund missti meðvitund, líkamshitinn lækkaði, hún fékk krampa og mikinn hjartslátt. Læknar gátu ekki greint eitrunina en sögðu einkennin svo sterk og áfengismagnið það lítið að allar líkur væru á lyfjabyrlun. Nú tveimur dögum síðar er Hrund enn að ná fullri heilsu. „Andlega er ég bara reið. Ég vil að það sé vakin athygli á þessu, að starfsfólk skemmtistaða þekki einkennin og bregðist rétt við þeim.“ Hrund gagnrýnir einnig vinnubrögð lögreglu, sem tók á móti henni í sjúkrabílnum. Hún man þó ekki eftir því sjálf en vinkona hennar var með henni og hefur sagt henni frá atburðarásinni. „Vinkona mín segir að við hefðum mætt mjög miklum kulda. Eins og okkur væri ekki trúað, lögregla skráði þetta ekki og fylgdi því ekki á eftir. Mér finnst það mjög alvarlegt mál.“ Eins bendir Hrund á að ef miðaldra karlmaður kæmi með sömu einkenni og hún á spítala væri hjartað athugað undir eins. Hún var spurð um annað. „Það var látið við mig eins og ég væri hysterísk, spurt hvernig ég væri andlega, og hvort þetta gæti verið ælupest," segir Hrund.Ekki vitað um fjölda tilfella Vegna þess hve erfitt er að greina lyfjabyrlun er ekki hægt að fá staðfestar tölur um fjölda þeirra sem leita til Bráðamóttökunnar vegna slíkra mála. Samkvæmt upplýsingum frá yfirlækni Bráðamóttökunnar ætlar spítalinn aftur á móti í samstarf við lögreglu og gera ítarlegri greiningar á atvikum þar sem grunur leikur á um lyfjabyrlun, svo hægt sé að fá hugmynd um tíðni atvika.
Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira