Sannfærð um að flokkurinn muni sameinast aftur Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2017 11:57 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, harmar klofning flokksins og er sannfærð um að hann muni sameinast aftur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur yfirgefið flokkinn og sömuleiðis Gunnar Bragi Sveinsson einnig sem segist hafa fengið upp í kok af vinnubrögðum flokksins. „Mér þykir mjög leitt að hann sé ekki lengur inn í Framsóknarflokknum. Ég ætla ekkert að gera lítið úr því og það hef ég sagt í viðtölum. Ég er hins vegar á því og hef sagt að ég tel að flokkurinn eigi eftir að sameinast aftur. Ég er bara eiginlega sannfærð um það og það er það sem ég vonast til að muni gerast og stefni að því.“ Þetta sagði Lilja í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi stöðuna innan Framsóknarflokksins og komandi kosningar. „Eftir síðasta formannskjör hafa verið væringar í flokknum og þetta endar með þessu. Ég hefði kosið að svo væri ekki. Ég tel að liðið sé auðvitað miklu sterkara þegar það stendur saman og menn reyna að vinna úr ágreiningnum. Menn töldu sig ekki geta gert það og þetta fór svona.“Hefur trú á flokknum „Við reyndum og ég sem varaformaður reyndi allt sem ég gat til þess að koma í veg fyrir að þetta yrði niðurstaðan,“ segir Lilja. Hún segir enn fremur að hún hefði auðvitað vilja halda flokknum saman og því sé hún enn í Framsóknarflokknum. „Ég hef trú á þessum flokki. Þetta er flokkur sem hefur starfað í þágu íslensks samfélags í hundrað ár.“ Hún segir að Framsóknarflokkurinn muni ná vopnum sínum aftur og styrkjast í komandi kosningum. Hún telur einnig að Miðflokkur Sigmundar muni ganga vel. „Við erum að tala um talsverða breytingu í íslenskum stjórnmálum. Ég held að öðrum minni flokkum muni ekki vegna jafn vel. Þeir koma til að mynda mjög laskaðir frá misheppnuðu stjórnarsamstarfi.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Lilju hér að ofan. Hlusta má á allan þáttinn og aðra hluta hans á útvarpshluta Vísis. Kosningar 2017 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, harmar klofning flokksins og er sannfærð um að hann muni sameinast aftur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur yfirgefið flokkinn og sömuleiðis Gunnar Bragi Sveinsson einnig sem segist hafa fengið upp í kok af vinnubrögðum flokksins. „Mér þykir mjög leitt að hann sé ekki lengur inn í Framsóknarflokknum. Ég ætla ekkert að gera lítið úr því og það hef ég sagt í viðtölum. Ég er hins vegar á því og hef sagt að ég tel að flokkurinn eigi eftir að sameinast aftur. Ég er bara eiginlega sannfærð um það og það er það sem ég vonast til að muni gerast og stefni að því.“ Þetta sagði Lilja í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi stöðuna innan Framsóknarflokksins og komandi kosningar. „Eftir síðasta formannskjör hafa verið væringar í flokknum og þetta endar með þessu. Ég hefði kosið að svo væri ekki. Ég tel að liðið sé auðvitað miklu sterkara þegar það stendur saman og menn reyna að vinna úr ágreiningnum. Menn töldu sig ekki geta gert það og þetta fór svona.“Hefur trú á flokknum „Við reyndum og ég sem varaformaður reyndi allt sem ég gat til þess að koma í veg fyrir að þetta yrði niðurstaðan,“ segir Lilja. Hún segir enn fremur að hún hefði auðvitað vilja halda flokknum saman og því sé hún enn í Framsóknarflokknum. „Ég hef trú á þessum flokki. Þetta er flokkur sem hefur starfað í þágu íslensks samfélags í hundrað ár.“ Hún segir að Framsóknarflokkurinn muni ná vopnum sínum aftur og styrkjast í komandi kosningum. Hún telur einnig að Miðflokkur Sigmundar muni ganga vel. „Við erum að tala um talsverða breytingu í íslenskum stjórnmálum. Ég held að öðrum minni flokkum muni ekki vegna jafn vel. Þeir koma til að mynda mjög laskaðir frá misheppnuðu stjórnarsamstarfi.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Lilju hér að ofan. Hlusta má á allan þáttinn og aðra hluta hans á útvarpshluta Vísis.
Kosningar 2017 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira