Sigmundur vekur Ingu frá þingmennskudraumum Jakob Bjarnar skrifar 18. október 2017 11:30 Ekki verður betur séð en Sigmundur Davíð sé að taka allt fylgið frá Ingu Sæland. Skoðanakönnun sem 365 birti í gær hlýtur að valda Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, verulegum áhyggjum. Flokkurinn er kominn í sömu stöðu og í kosningum fyrir ári, mælist með 3,7 prósenta stuðning sem þýðir að hvorki Inga né aðrir frambjóðendur þar á bæ er að fara á þing. Flokkur fólksins hefur hins vegar fram til þessa, í skoðanakönnunum, verið að mælast með ágætt fylgi. Fyrir mánuði var mældist stuðningurinn um tæp 11 prósent sem hefði þýtt að Inga væri að fara á þing og með 7 manna þingflokk. Þetta eru nokkrar sviftingar.Daðrið við útlendingaandúðina Stærsta breytan frá þeirri könnun og svo þessari nýjustu er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkurinn. Hann mælist nú með sama fylgi og best lét þegar Flokkur fólksins var að mælast með tæp 11 prósent. Svo virðist sem Sigmundur Davíð sé að slökkva í vonum Ingu um þingmennsku. Eiríkur Bergmann, prófessor og stjórnmálafræðingur, segir svarið við því hvers vegna fylgið fór tiltölulega einfalt.„Flokkur fólksins fékk stóran hluta af sínu fylgi út á daður við útlendingaandúð. Formaðurinn hefur síðan tekið til við að vinda ofan af þeirri ásýnd flokksins. Og í raun þvertekið fyrir þann þjóðernispopúlisma. Þar með brast grundvöllurinn fyrir stuðningi margra þeirra sem áður héldu að flokkurinn væri vettvangur sinna sjónarmiða.“Miðflokkurinn hrifsar til sín fylgi Ingu Eiríkur segir blasa við að Miðflokkurinn hafi tekið drjúgan skerf þess fylgis. „Sigmundur Davíð hefur áður veitt þjóðernissinnuðum skoðunum farveg þótt hann hafi ekki gert út á þann akur enn sem komið er að þessu sinni.“ Eiríkur bendir einnig á að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi stigið inní þetta mengi og hugsanlega hafi einhverjir þeir sem aðhyllast þessi sjónarmið hallað sér að Sjálfstæðisflokknum. Ásmundur segist finna fyrir miklum stuðningi. Hins vegar sé Íslenska þjóðfylkingin, sem hefur lent í talsverðum hremmingum í þessum kosningum, og mælist vart í könnunum, alltof gróf, að sögn Eiríks, til að fólk vilji leggja lag sitt við hana.Eiríkur telur augljóst að Sigmundur sé að taka fylgi frá Ingu.Vísir/EyþórÁtök við erlend öfl En, hvað er það við Sigmund sem er þeim sem eru opnir fyrir slíkum sjónarmiðum svo þekkilegt? „Það er held ég arfleifð hans úr formannstíð sinni í Framsóknarflokknum, þar sem endrum og sinnum var daðrað við þjóðernispopúlísk sjónarmið. En ég vil taka skýrt fram að hann hefur ekki gert það núna. Þetta er miklu fremur spurning um væntingar annarra til hans.“ Sigmundur og Miðflokkurinn leggja áherslu á það sem þjóðlegt er, til að mynda í slagorði sínu, Íslandi allt. Í yfirfærðri merkingu er auðvelt að túlka það sem einhvers konar einangrunarsjónarmið. Eða hvað? „Hann er sá forystumaður í meginstraumi íslenskra stjórnmála sem hefur hvað mest sett þjóðernislegar áherslur í forgrunn og átt það til að stilla málum fram sem átökum á milli Íslands og erlendra afla.“Eftir nokkru að slægjast Erfitt er að segja til um það nákvæmlega hversu margir láti slík sjónarmið ráða afstöðu sinni í kjörklefanum. „Það er auðvitað ekki hægt að mæla það fullkomlega enda breytilegt eftir bæði jarðvegi og kúltívation. En flokkar sem fara í þennan leiðangur hafa náð upp í 12 prósenta aukningu út á daður við útlendingaandúð.“Þannig að segja má, með nokkrum einföldunum, að Sigmundur Davíð sé að slökkva í vonum Ingu Sæland um þingmennsku? „Hann á allavega drjúgan hluta í því, já.“ Kosningar 2017 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Skoðanakönnun sem 365 birti í gær hlýtur að valda Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, verulegum áhyggjum. Flokkurinn er kominn í sömu stöðu og í kosningum fyrir ári, mælist með 3,7 prósenta stuðning sem þýðir að hvorki Inga né aðrir frambjóðendur þar á bæ er að fara á þing. Flokkur fólksins hefur hins vegar fram til þessa, í skoðanakönnunum, verið að mælast með ágætt fylgi. Fyrir mánuði var mældist stuðningurinn um tæp 11 prósent sem hefði þýtt að Inga væri að fara á þing og með 7 manna þingflokk. Þetta eru nokkrar sviftingar.Daðrið við útlendingaandúðina Stærsta breytan frá þeirri könnun og svo þessari nýjustu er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkurinn. Hann mælist nú með sama fylgi og best lét þegar Flokkur fólksins var að mælast með tæp 11 prósent. Svo virðist sem Sigmundur Davíð sé að slökkva í vonum Ingu um þingmennsku. Eiríkur Bergmann, prófessor og stjórnmálafræðingur, segir svarið við því hvers vegna fylgið fór tiltölulega einfalt.„Flokkur fólksins fékk stóran hluta af sínu fylgi út á daður við útlendingaandúð. Formaðurinn hefur síðan tekið til við að vinda ofan af þeirri ásýnd flokksins. Og í raun þvertekið fyrir þann þjóðernispopúlisma. Þar með brast grundvöllurinn fyrir stuðningi margra þeirra sem áður héldu að flokkurinn væri vettvangur sinna sjónarmiða.“Miðflokkurinn hrifsar til sín fylgi Ingu Eiríkur segir blasa við að Miðflokkurinn hafi tekið drjúgan skerf þess fylgis. „Sigmundur Davíð hefur áður veitt þjóðernissinnuðum skoðunum farveg þótt hann hafi ekki gert út á þann akur enn sem komið er að þessu sinni.“ Eiríkur bendir einnig á að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi stigið inní þetta mengi og hugsanlega hafi einhverjir þeir sem aðhyllast þessi sjónarmið hallað sér að Sjálfstæðisflokknum. Ásmundur segist finna fyrir miklum stuðningi. Hins vegar sé Íslenska þjóðfylkingin, sem hefur lent í talsverðum hremmingum í þessum kosningum, og mælist vart í könnunum, alltof gróf, að sögn Eiríks, til að fólk vilji leggja lag sitt við hana.Eiríkur telur augljóst að Sigmundur sé að taka fylgi frá Ingu.Vísir/EyþórÁtök við erlend öfl En, hvað er það við Sigmund sem er þeim sem eru opnir fyrir slíkum sjónarmiðum svo þekkilegt? „Það er held ég arfleifð hans úr formannstíð sinni í Framsóknarflokknum, þar sem endrum og sinnum var daðrað við þjóðernispopúlísk sjónarmið. En ég vil taka skýrt fram að hann hefur ekki gert það núna. Þetta er miklu fremur spurning um væntingar annarra til hans.“ Sigmundur og Miðflokkurinn leggja áherslu á það sem þjóðlegt er, til að mynda í slagorði sínu, Íslandi allt. Í yfirfærðri merkingu er auðvelt að túlka það sem einhvers konar einangrunarsjónarmið. Eða hvað? „Hann er sá forystumaður í meginstraumi íslenskra stjórnmála sem hefur hvað mest sett þjóðernislegar áherslur í forgrunn og átt það til að stilla málum fram sem átökum á milli Íslands og erlendra afla.“Eftir nokkru að slægjast Erfitt er að segja til um það nákvæmlega hversu margir láti slík sjónarmið ráða afstöðu sinni í kjörklefanum. „Það er auðvitað ekki hægt að mæla það fullkomlega enda breytilegt eftir bæði jarðvegi og kúltívation. En flokkar sem fara í þennan leiðangur hafa náð upp í 12 prósenta aukningu út á daður við útlendingaandúð.“Þannig að segja má, með nokkrum einföldunum, að Sigmundur Davíð sé að slökkva í vonum Ingu Sæland um þingmennsku? „Hann á allavega drjúgan hluta í því, já.“
Kosningar 2017 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira