Ritstjóri segir Bjarna að líta í eigin barm Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. október 2017 05:00 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir ekkert athugavert við viðskipti sín við Glitni. vísir/ernir/heiða „Allt í viðskiptum mínum við Glitni stenst skoðun,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, um fréttaflutning Stundarinnar sem stöðvaður var með lögbanni. „Þetta er allt saman slitið úr samhengi og látið að því liggja að ég hafi losnað undan skuldum sem ég hefði átti að greiða og því er sleppt að eignir fylgdu skuldunum,“ segir Bjarni um kúlulán frá Glitni sem fært var yfir á skuldsett eignarhaldsfélag föður hans skömmu fyrir hrun. Bjarni segir að um hlutabréf í N1 hafi verið að ræða og staðfestir að bæði lánið og hlutabréfin hafi flust til Hafsilfurs. Í fréttum Stundarinnar er því haldið fram að Hafsilfur hafi verið undir stjórn Bjarna. „Þeir segja að ég hafi átt félagið. Það er rangt,“ segir Bjarni. Félagið sé í eigu föður hans. Bjarni vildi hvorki staðfesta né neita því að kúlulánið hafi aldrei verið endurgreitt til Glitnis. „Ég ætla ekki að tala fyrir Hafsilfur. Ég er bara að benda á að það er ekki þannig að ég hafi fært skuld yfir í eitthvert annað félag sem ég átti sem hafi svo ekki borgað skuldina. Þetta er bara rugl,“ segir Bjarni og bætir við: „Það eina sem ég get sagt um þetta er að ég veit ekki annað en þetta hafi allt verið skoðað og allt staðist skoðun.“Sjá einnig: „Ég bað ekki um þetta lögbann“ Í annarri frétt Stundarinnar er farið yfir fjármögnun yfirtökunnar á Olíufélaginu og hún sögð nær alfarið fjármögnuð af Glitni. „Það er rangt,“ segir Bjarni og fullyrðir að margir milljarðar hafi komið í félagið frá hluthöfum. „Ég er ekki með þessi gögn við höndina núna,“ segir Bjarni þegar hann er inntur eftir því hvernig sannreyna megi þetta og hrekja fréttaflutning Stundarinnar að þessu leyti. Hann bendir þó á að N1 var með skráð skuldabréf og þurfti að birta alla reikninga sína. Í Stundinni kemur fram að ómögulegt hafi reynst að ná í Bjarna til að bera undir hann það efni sem var í vinnslu hjá blaðinu. „Ég hef ekki góða reynslu af því að koma athugasemdum á framfæri við þá blaðamenn sem þarna eiga í hlut. Ég hef hins vegar verið viljugur til að tjá mig opinberlega um þær fréttir sem þeir hafa verið að flytja af gögnum, setja í rétt samhengi og útskýra í fjölmörgum fjölmiðlum og þegar mér hefur þótt það við hæfi hef ég notað minn eigin miðil,“ segir Bjarni.Faldi málsvörn ritstjórans og svarar ekki fyrirspurnum „Forsætisráðherra hefur ekki svarað öllum spurningum sem umfjöllun okkar vekur og hann svarar aldrei fyrirspurnum okkar,“ segir Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar. Bjarni verði að líta í eigin barm áður en hann saki Stundina um að slíta hluti úr samhengi og hagræða staðreyndum.Sjá einnig: Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning „Bjarni lýsti því um daginn að við værum að tímasetja fréttir til að koma höggi á hann og vitnaði í blaðamann á Guardian. Yfirlýsing blaðamannsins reyndist svo ganga þvert gegn orðum hans.“ Jón Trausti vísar einnig til fjölmiðlaumfjöllunar um hvernig forsætisráðherra hafi slitið fréttir Stundarinnar úr samhengi á Facebook-síðu sinni til að gera þær tortryggilegar og ótrúverðugar.„Þegar ég birti í athugasemd með setningu sem hann hafði klippt út, þá kaus hann að fela hana,“ segir Jón Trausti og bætir við: „Aldrei hefði okkur dottið í hug að fara að fela útskýringar Bjarna hefði hann gefið þær, þvert á móti höfum við lagt okkur fram um að spyrja hann alltaf en hann svarar okkur almennt ekki. Svo kemur hann fram nú og heldur því fram að hann hafi reynt að svara öllum fyrirspurnum um þessi mál. Það er bara ósatt.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Telja hæpið að lögbannið standist skoðun dómstóla Ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef hún virði ekki lögbann á umfjöllun byggt á gögnum frá slitabúi Glitnis. Fræðimenn í lögfræði telja að lögbannið standi veikum fótum vegna dómaframkvæmdar um tjáningarfrelsi fjölmiðla. 17. október 2017 19:30 Forsætisráðherra faldi málsvörn ritstjóra Stundarinnar Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, gagnrýndi málflutning Bjarna og í kjölfarið var færsla ritstjórans falin þannig að einungis hann og vinir hans geta séð hana. 7. október 2017 21:48 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
„Allt í viðskiptum mínum við Glitni stenst skoðun,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, um fréttaflutning Stundarinnar sem stöðvaður var með lögbanni. „Þetta er allt saman slitið úr samhengi og látið að því liggja að ég hafi losnað undan skuldum sem ég hefði átti að greiða og því er sleppt að eignir fylgdu skuldunum,“ segir Bjarni um kúlulán frá Glitni sem fært var yfir á skuldsett eignarhaldsfélag föður hans skömmu fyrir hrun. Bjarni segir að um hlutabréf í N1 hafi verið að ræða og staðfestir að bæði lánið og hlutabréfin hafi flust til Hafsilfurs. Í fréttum Stundarinnar er því haldið fram að Hafsilfur hafi verið undir stjórn Bjarna. „Þeir segja að ég hafi átt félagið. Það er rangt,“ segir Bjarni. Félagið sé í eigu föður hans. Bjarni vildi hvorki staðfesta né neita því að kúlulánið hafi aldrei verið endurgreitt til Glitnis. „Ég ætla ekki að tala fyrir Hafsilfur. Ég er bara að benda á að það er ekki þannig að ég hafi fært skuld yfir í eitthvert annað félag sem ég átti sem hafi svo ekki borgað skuldina. Þetta er bara rugl,“ segir Bjarni og bætir við: „Það eina sem ég get sagt um þetta er að ég veit ekki annað en þetta hafi allt verið skoðað og allt staðist skoðun.“Sjá einnig: „Ég bað ekki um þetta lögbann“ Í annarri frétt Stundarinnar er farið yfir fjármögnun yfirtökunnar á Olíufélaginu og hún sögð nær alfarið fjármögnuð af Glitni. „Það er rangt,“ segir Bjarni og fullyrðir að margir milljarðar hafi komið í félagið frá hluthöfum. „Ég er ekki með þessi gögn við höndina núna,“ segir Bjarni þegar hann er inntur eftir því hvernig sannreyna megi þetta og hrekja fréttaflutning Stundarinnar að þessu leyti. Hann bendir þó á að N1 var með skráð skuldabréf og þurfti að birta alla reikninga sína. Í Stundinni kemur fram að ómögulegt hafi reynst að ná í Bjarna til að bera undir hann það efni sem var í vinnslu hjá blaðinu. „Ég hef ekki góða reynslu af því að koma athugasemdum á framfæri við þá blaðamenn sem þarna eiga í hlut. Ég hef hins vegar verið viljugur til að tjá mig opinberlega um þær fréttir sem þeir hafa verið að flytja af gögnum, setja í rétt samhengi og útskýra í fjölmörgum fjölmiðlum og þegar mér hefur þótt það við hæfi hef ég notað minn eigin miðil,“ segir Bjarni.Faldi málsvörn ritstjórans og svarar ekki fyrirspurnum „Forsætisráðherra hefur ekki svarað öllum spurningum sem umfjöllun okkar vekur og hann svarar aldrei fyrirspurnum okkar,“ segir Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar. Bjarni verði að líta í eigin barm áður en hann saki Stundina um að slíta hluti úr samhengi og hagræða staðreyndum.Sjá einnig: Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning „Bjarni lýsti því um daginn að við værum að tímasetja fréttir til að koma höggi á hann og vitnaði í blaðamann á Guardian. Yfirlýsing blaðamannsins reyndist svo ganga þvert gegn orðum hans.“ Jón Trausti vísar einnig til fjölmiðlaumfjöllunar um hvernig forsætisráðherra hafi slitið fréttir Stundarinnar úr samhengi á Facebook-síðu sinni til að gera þær tortryggilegar og ótrúverðugar.„Þegar ég birti í athugasemd með setningu sem hann hafði klippt út, þá kaus hann að fela hana,“ segir Jón Trausti og bætir við: „Aldrei hefði okkur dottið í hug að fara að fela útskýringar Bjarna hefði hann gefið þær, þvert á móti höfum við lagt okkur fram um að spyrja hann alltaf en hann svarar okkur almennt ekki. Svo kemur hann fram nú og heldur því fram að hann hafi reynt að svara öllum fyrirspurnum um þessi mál. Það er bara ósatt.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Telja hæpið að lögbannið standist skoðun dómstóla Ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef hún virði ekki lögbann á umfjöllun byggt á gögnum frá slitabúi Glitnis. Fræðimenn í lögfræði telja að lögbannið standi veikum fótum vegna dómaframkvæmdar um tjáningarfrelsi fjölmiðla. 17. október 2017 19:30 Forsætisráðherra faldi málsvörn ritstjóra Stundarinnar Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, gagnrýndi málflutning Bjarna og í kjölfarið var færsla ritstjórans falin þannig að einungis hann og vinir hans geta séð hana. 7. október 2017 21:48 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Telja hæpið að lögbannið standist skoðun dómstóla Ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef hún virði ekki lögbann á umfjöllun byggt á gögnum frá slitabúi Glitnis. Fræðimenn í lögfræði telja að lögbannið standi veikum fótum vegna dómaframkvæmdar um tjáningarfrelsi fjölmiðla. 17. október 2017 19:30
Forsætisráðherra faldi málsvörn ritstjóra Stundarinnar Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, gagnrýndi málflutning Bjarna og í kjölfarið var færsla ritstjórans falin þannig að einungis hann og vinir hans geta séð hana. 7. október 2017 21:48
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39