Hvetja til útstrikana á Ásmundi Birgir Olgeirsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 14. október 2017 22:38 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Nokkrir nafntogaðir Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt málflutning Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um málefni hælisleitenda. Ásmundur sagði í grein sem birtist í Morgunblaðinu að ræða þurfi kostnað vegna hælisleitenda, en hann vill meina að þöggun ríki um málefnið og að heimafólk líði fyrir fjölgun hælisleitenda á Íslandi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, segir á Twitter-síðu sinni að stefna Sjálfstæðisflokksins sé skýr, en þar segi að móttaka flóttamanna sé sjálfsögð. Deilir hún um leið myndbandi þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir Sjálfstæðisflokkinn vilja taka á móti flóttafólki og að Ísland geri sitt til að takast myndarlega á við flóttamannavandann. Þordís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Sjálfstæðisflokksins, endurbirtir tíst Áslaugar.Stefna Sjálfstæðisflokksins er skýr. Móttaka flóttamanna er sjálfsögð. #égkýs #kosningar pic.twitter.com/YKKtoC1jvJ— Áslaug Arna (@aslaugarna) October 14, 2017 Ásmundur Friðriksson er í Suðurkjördæmi en, Magnús Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, segir þingmanninn hafa gefið kjósendum Sjálfstæðisflokksins í því kjördæmi ærna ástæðu til að strika yfir hann.Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann. Ásmundur.— Magnús Sigurbjörns (@sigurbjornsson) October 14, 2017 Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, segir í Twitter-síðu sinni að þó einhver styðji tiltekinn flokk þá leggi hann ekki blessun sína yfir allar skoðanir allra 126 frambjóðenda hans á landsvísu. Hann hvetur allt frjálslynt fólk í Suðurkjördæmi til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en strika Ásmund út.Þótt maður styðji tiltekinn flokk er maður ekki að leggja blessun sína yfir allar skoðanir allra 126 frambjóðenda hans á landsvísu.— Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) October 14, 2017 Rafn Steingrímsson, sem hefur verið virkur í starfi Sambands ungra Sjálfstæðismanna og gaf kost á sér á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar árið 2013, segir grein Ásmundar vera algjöra þvælu og ekki í samræmi við skoðanir þess góða sjálfstæðisfólks sem hann þekkir.Greinin hans Ásmundar Friðrikssonar er algjör þvæla. Skoðanir hans eru ekki í samræmi við skoðanir þess góða sjálfstæðisfólks sem ég þekki.— Rafn Steingrímsson (@rafnsteingrims) October 14, 2017 Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, segir grein Ásmundar byggða á engu og einungis til þess fallna að reyna að stilla örvæntingarfullu fólki upp sem ástæðu fyrir skertum lífsgæðum hluta landsmanna.Tónlistarmaðurinn Logi Pedro sagði á Twitter þessa grein Ásmundar gjörsamlega óafsakanlega og það væri ömurlegt af Sjálfstæðisflokknum að róa á þessi mið.Sjálfstæðisflokkurinn er djók að styðja helrasíska orðræðu Ásmundar F. Ekki í lagi. Hvernig getið þið leyft ykkur þetta ár eftir ár? — Logi Pedro (@logipedro101) October 14, 2017 Flóttamenn Kosningar 2017 Tengdar fréttir Gagnrýnir þá sem ekki vilja ræða kostnað við hælisleitendur Ásmundur Friðriksson segir hælisleitendum veitt þjónusta á kostnað heimafólks. 14. október 2017 20:30 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Nokkrir nafntogaðir Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt málflutning Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um málefni hælisleitenda. Ásmundur sagði í grein sem birtist í Morgunblaðinu að ræða þurfi kostnað vegna hælisleitenda, en hann vill meina að þöggun ríki um málefnið og að heimafólk líði fyrir fjölgun hælisleitenda á Íslandi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, segir á Twitter-síðu sinni að stefna Sjálfstæðisflokksins sé skýr, en þar segi að móttaka flóttamanna sé sjálfsögð. Deilir hún um leið myndbandi þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir Sjálfstæðisflokkinn vilja taka á móti flóttafólki og að Ísland geri sitt til að takast myndarlega á við flóttamannavandann. Þordís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Sjálfstæðisflokksins, endurbirtir tíst Áslaugar.Stefna Sjálfstæðisflokksins er skýr. Móttaka flóttamanna er sjálfsögð. #égkýs #kosningar pic.twitter.com/YKKtoC1jvJ— Áslaug Arna (@aslaugarna) October 14, 2017 Ásmundur Friðriksson er í Suðurkjördæmi en, Magnús Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, segir þingmanninn hafa gefið kjósendum Sjálfstæðisflokksins í því kjördæmi ærna ástæðu til að strika yfir hann.Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann. Ásmundur.— Magnús Sigurbjörns (@sigurbjornsson) October 14, 2017 Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, segir í Twitter-síðu sinni að þó einhver styðji tiltekinn flokk þá leggi hann ekki blessun sína yfir allar skoðanir allra 126 frambjóðenda hans á landsvísu. Hann hvetur allt frjálslynt fólk í Suðurkjördæmi til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en strika Ásmund út.Þótt maður styðji tiltekinn flokk er maður ekki að leggja blessun sína yfir allar skoðanir allra 126 frambjóðenda hans á landsvísu.— Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) October 14, 2017 Rafn Steingrímsson, sem hefur verið virkur í starfi Sambands ungra Sjálfstæðismanna og gaf kost á sér á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar árið 2013, segir grein Ásmundar vera algjöra þvælu og ekki í samræmi við skoðanir þess góða sjálfstæðisfólks sem hann þekkir.Greinin hans Ásmundar Friðrikssonar er algjör þvæla. Skoðanir hans eru ekki í samræmi við skoðanir þess góða sjálfstæðisfólks sem ég þekki.— Rafn Steingrímsson (@rafnsteingrims) October 14, 2017 Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, segir grein Ásmundar byggða á engu og einungis til þess fallna að reyna að stilla örvæntingarfullu fólki upp sem ástæðu fyrir skertum lífsgæðum hluta landsmanna.Tónlistarmaðurinn Logi Pedro sagði á Twitter þessa grein Ásmundar gjörsamlega óafsakanlega og það væri ömurlegt af Sjálfstæðisflokknum að róa á þessi mið.Sjálfstæðisflokkurinn er djók að styðja helrasíska orðræðu Ásmundar F. Ekki í lagi. Hvernig getið þið leyft ykkur þetta ár eftir ár? — Logi Pedro (@logipedro101) October 14, 2017
Flóttamenn Kosningar 2017 Tengdar fréttir Gagnrýnir þá sem ekki vilja ræða kostnað við hælisleitendur Ásmundur Friðriksson segir hælisleitendum veitt þjónusta á kostnað heimafólks. 14. október 2017 20:30 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Gagnrýnir þá sem ekki vilja ræða kostnað við hælisleitendur Ásmundur Friðriksson segir hælisleitendum veitt þjónusta á kostnað heimafólks. 14. október 2017 20:30