Eldur í ruslatunnu við heimili ritstjóra Stundarinnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. október 2017 00:30 Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu. Mynd/Jón Trausti Um það leyti sem Leiðtogaumræðurnar hófust á Ríkisútvarpinu á sunnudag fann Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar brunalykt. Þegar Jón Trausti gaumgæfði aðstæður kom í ljós að ein ruslatunnanna í ruslageymslu fjölbýlishússins sem hann býr í stóð í ljósum logum auk þess sem úrgangur var fyrir utan dyr ruslageymslunnar. Í samtali við Vísi sagðist Jón Trausti hafa brugðist skjótt við og reynt að ráða niðurlögum eldsins með slökkvitæki enn þó með takmörkuðum árangri því það tæmdist.Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar trúir ótrauður á það góða í fólki þrátt fyrir uppákomuna.Jón TraustiÁður en leið á löngu kom björgunarsveitamaður aðvífandi og dró logandi ruslatunnuna út úr geymslunni til þess að eldurinn næði ekki til nærliggjandi sorptunna. Jón Trausti bendir á að það hafi verið hárrétt ákvörðun í ljósi þess að tunnurnar voru farnar að bráðna. Íbúarnir hafa tilkynnt íkveikju til lögreglunnar en engin vitni hafa stigið fram enn sem komið er. Jón Trausti biðlar til fólks að setja sig í samband við lögreglu hafi það einhverjar upplýsingar um málið. Aðspurður segist Jón Trausti ekki hafa neinn grunaðann: „Nei, ég hef engan grunaðan, eins og ég segi. Það getur vel verið að það sé bara tilviljun að þetta hafi gerst á þessum stað, á þessum tíma og í þessu andrúmslofti sem hefur verið undanfarna daga. Það er ekki hægt að fullyrða neitt um ásetning þarna.“ Jón Trausti segist sjálfur ekki vera skelkaður en að fimm ára dóttir hans hefði lagst í jörðina og brostið í grát. Hún hafi verið virkilega hrædd. Jón Trausti kýs þó að horfa til þess góða sem hann lærði af atvikinu sem er hjálpsemi björgunarsveitarmannsins og hyggst hann „trúa ótrauður áfram á það góða í fólki“.Hér að neðan er pistill ritstjórans í heild þar sem hann lýsir atvikinu. Fjölmiðlar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Um það leyti sem Leiðtogaumræðurnar hófust á Ríkisútvarpinu á sunnudag fann Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar brunalykt. Þegar Jón Trausti gaumgæfði aðstæður kom í ljós að ein ruslatunnanna í ruslageymslu fjölbýlishússins sem hann býr í stóð í ljósum logum auk þess sem úrgangur var fyrir utan dyr ruslageymslunnar. Í samtali við Vísi sagðist Jón Trausti hafa brugðist skjótt við og reynt að ráða niðurlögum eldsins með slökkvitæki enn þó með takmörkuðum árangri því það tæmdist.Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar trúir ótrauður á það góða í fólki þrátt fyrir uppákomuna.Jón TraustiÁður en leið á löngu kom björgunarsveitamaður aðvífandi og dró logandi ruslatunnuna út úr geymslunni til þess að eldurinn næði ekki til nærliggjandi sorptunna. Jón Trausti bendir á að það hafi verið hárrétt ákvörðun í ljósi þess að tunnurnar voru farnar að bráðna. Íbúarnir hafa tilkynnt íkveikju til lögreglunnar en engin vitni hafa stigið fram enn sem komið er. Jón Trausti biðlar til fólks að setja sig í samband við lögreglu hafi það einhverjar upplýsingar um málið. Aðspurður segist Jón Trausti ekki hafa neinn grunaðann: „Nei, ég hef engan grunaðan, eins og ég segi. Það getur vel verið að það sé bara tilviljun að þetta hafi gerst á þessum stað, á þessum tíma og í þessu andrúmslofti sem hefur verið undanfarna daga. Það er ekki hægt að fullyrða neitt um ásetning þarna.“ Jón Trausti segist sjálfur ekki vera skelkaður en að fimm ára dóttir hans hefði lagst í jörðina og brostið í grát. Hún hafi verið virkilega hrædd. Jón Trausti kýs þó að horfa til þess góða sem hann lærði af atvikinu sem er hjálpsemi björgunarsveitarmannsins og hyggst hann „trúa ótrauður áfram á það góða í fólki“.Hér að neðan er pistill ritstjórans í heild þar sem hann lýsir atvikinu.
Fjölmiðlar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira