Rétt ákvörðun að slíta stjórnarsamstarfinu: „Við getum ekki verið hluti af frændhygli og sérhagsmunum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. október 2017 22:56 Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, sagði flokkinn hafa aukið á heiðarleika í íslenskri pólitík. Vísir/Stöð2 Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar og oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, sagði að flokksmenn hefðu slitið stjórnarsamstarfinu vegna þess að þeir gátu ekki hugsað sér að vera „hluti af frændhygli og sérhagsmunum.“ Guðlaug Kristjánsdóttir var, ásamt fulltrúum flokkanna í Norðvesturkjördæmi, gestur Höskuldar Kára Schram í öðrum Kosningaþætti Stöðvar 2. Í þættinum var tekist á um stjórnarslitin en fulltrúarnir voru ekki á einu máli um það hvers vegna gengið er til kosninga. Guðlaug segist „dauðsjá“ eftir Björt Ólafsdóttur úr Umhverfisráðuneytinu og Óttari Proppé úr heilbrigðismálunum en hún segir að það sé til marks um hugrekki þeirra að kasta frá sér valdastólunum til að standa vörð um sín gildi. Aðspurð, segir Guðlaug að það hafi verið rétt ákvörðun að slíta samstarfinu. „Algjörlega, okkar ákvörðun kom í kjölfarið á framgöngu annarra.“ Hún segir ákvörðunina sýna fram á það að Björt framtíð sé flokkur sem standi við orð sín. „Við segjum það sem við meinum og gerum það sem við segjum. Við komum inn til að breyta.“Haraldur Benediktsson, sem leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sagði flokkinn tilbúinn í kosningabaráttuna.Vísir/Stöð 2Haraldur Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, er ekki sama sinnis. Aðspurður, segir Haraldur Sjálfstæðismenn ekki vera sáttir með aðdraganda kosninganna og tekur þannig mið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að slíta stjórnarsamstarfinu án þess að ræða við stjórnarflokkana fyrst. „Nei, að sjálfsögðu ekki. Við vorum ekki á leið í kosningar. Við vorum rifin frá verkum sem við vorum rétt að hefja vinnu við,“ segir Haraldur. Hann segir þó að það sé enginn vandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fara í kosningar og að kosningabaráttan sé nú þegar hafin.Í spilaranum að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Gönuhlaup Bjartrar framtíðar Ríkisstjórnin er búin að sitja í 8 mánuði, og má draga frá þessum tíma þinghlé og sumarleyfi. Var ríkisstjórnin því enn með stefnu sína og framkvæmdaáætlun á undirbúningsstigi. Með riftun Bjartrar framtíðar á stjórnarsamkomulaginu var þessi undirbúningur að litlu gerður; tapaður tími og vinna 20. september 2017 07:00 Bjarni sagði Benedikt og Óttari frá meðmælunum á mánudag Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hringdi í Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og tilkynnti honum að stjórnarsamstarfinu væri lokið skömmu eftir miðnætti. 15. september 2017 06:09 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar og oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, sagði að flokksmenn hefðu slitið stjórnarsamstarfinu vegna þess að þeir gátu ekki hugsað sér að vera „hluti af frændhygli og sérhagsmunum.“ Guðlaug Kristjánsdóttir var, ásamt fulltrúum flokkanna í Norðvesturkjördæmi, gestur Höskuldar Kára Schram í öðrum Kosningaþætti Stöðvar 2. Í þættinum var tekist á um stjórnarslitin en fulltrúarnir voru ekki á einu máli um það hvers vegna gengið er til kosninga. Guðlaug segist „dauðsjá“ eftir Björt Ólafsdóttur úr Umhverfisráðuneytinu og Óttari Proppé úr heilbrigðismálunum en hún segir að það sé til marks um hugrekki þeirra að kasta frá sér valdastólunum til að standa vörð um sín gildi. Aðspurð, segir Guðlaug að það hafi verið rétt ákvörðun að slíta samstarfinu. „Algjörlega, okkar ákvörðun kom í kjölfarið á framgöngu annarra.“ Hún segir ákvörðunina sýna fram á það að Björt framtíð sé flokkur sem standi við orð sín. „Við segjum það sem við meinum og gerum það sem við segjum. Við komum inn til að breyta.“Haraldur Benediktsson, sem leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sagði flokkinn tilbúinn í kosningabaráttuna.Vísir/Stöð 2Haraldur Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, er ekki sama sinnis. Aðspurður, segir Haraldur Sjálfstæðismenn ekki vera sáttir með aðdraganda kosninganna og tekur þannig mið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að slíta stjórnarsamstarfinu án þess að ræða við stjórnarflokkana fyrst. „Nei, að sjálfsögðu ekki. Við vorum ekki á leið í kosningar. Við vorum rifin frá verkum sem við vorum rétt að hefja vinnu við,“ segir Haraldur. Hann segir þó að það sé enginn vandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fara í kosningar og að kosningabaráttan sé nú þegar hafin.Í spilaranum að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Gönuhlaup Bjartrar framtíðar Ríkisstjórnin er búin að sitja í 8 mánuði, og má draga frá þessum tíma þinghlé og sumarleyfi. Var ríkisstjórnin því enn með stefnu sína og framkvæmdaáætlun á undirbúningsstigi. Með riftun Bjartrar framtíðar á stjórnarsamkomulaginu var þessi undirbúningur að litlu gerður; tapaður tími og vinna 20. september 2017 07:00 Bjarni sagði Benedikt og Óttari frá meðmælunum á mánudag Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hringdi í Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og tilkynnti honum að stjórnarsamstarfinu væri lokið skömmu eftir miðnætti. 15. september 2017 06:09 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Gönuhlaup Bjartrar framtíðar Ríkisstjórnin er búin að sitja í 8 mánuði, og má draga frá þessum tíma þinghlé og sumarleyfi. Var ríkisstjórnin því enn með stefnu sína og framkvæmdaáætlun á undirbúningsstigi. Með riftun Bjartrar framtíðar á stjórnarsamkomulaginu var þessi undirbúningur að litlu gerður; tapaður tími og vinna 20. september 2017 07:00
Bjarni sagði Benedikt og Óttari frá meðmælunum á mánudag Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hringdi í Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og tilkynnti honum að stjórnarsamstarfinu væri lokið skömmu eftir miðnætti. 15. september 2017 06:09